
(Smellið á tenglana: Fleiri myndir)
Fréttin: Stefán Friðbjarnarson, ljósmyndir: Steingrímur og Hannes Baldvinsson
Þriðjudagur 13 mars 1962.
Sigló Síld
Fyrir helgina tók til starfa á Siglufirði verksmiðja, sem hefur það verkefni að leggja síld niður í dósir og auka þannig verðmæti síldarinnar.
Hefur verksmiðjan verið reist á 5 mánuðum, og hafin í henni framleiðsla, sem ætlunin er að kanna erlendan markað fyrir, auk þess sem eitthvað af framleiðslunni veður boðið á innlendan markað. Verksmiðjan er reist á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og verða vörur hennar seldar undir vörumerkinu Sigló.
Hér á síðunni birtum við kvöldmynd af hinni nýju verksmiðju í byggingu, sem Steingrímur Kristinsson tók.
Hinar myndirnar sem H.Baldvinsson á Siglufirði hefur tekið, eru teknar inni, daginn sem verksmiðjan tók til starfa. Á einni þeirra sjást siglfirskar blómarósir leggja niður síld í ávaxtasósu, sem ásamt vínsósu, tómatsósu, lauksósu og dillsósu eiga eftir að uppfylla kröfur sælkera.


Athugið ! þar sem ég hefi ekki filmur eða ljósmyndir, til að skanna eftir myndunum hans Hannesar, þá eru gæðin ekki sem skyldi þar sem skannað er beint frá Morgunblaðinu sjálfu. (birt án leyfis höfundar, með von um tillitssemi.)