Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíó - Augýsingar Bíó-Fréttir-Útsvar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar:

Úr Vikublaðinu

1937-1938

 

Smá "bíófrétt", auglýsingar og Útsvar.

 

Tvær af fáum almennum fréttum, sem komu fram í "BRAUTIN"

er birt hér fyrir neðan. En neðst í dálknum til vinstri er minnst á "bíó". Hin er listi yfir gjalda hæstu útsvarsgreiðendur á Siglufirði. Þessi útsvarsskrá er birt hér til að sýna hve mikil umsvif Thorarensen, eigandi Nýja Bíó voru, en hann rak mörg önnur fyrirtæki á Siglufirði.

BRAUTIN 25. júlí 1937

FRÉTTIR

B.P. er að láta byggja stóran olíugeymir á lóð sinni við öldubrjótinn.  Olíugeymirinn tekur um 350 tonn af olíu, í kring um geyminn, er steyptur garður  og þannig búið um, að ef slys ber að höndum, standi sem minnst hætta af fyrir  bæinn, annars er það mjög óheppilegt að hafa olíugeymi svo að segja inn i  bænum. 

 

Síldveiðin hefir gengið ágætlega síðustu tvo sólarhringa og hafa sum skip  komið þrisvar til fjórum sinnum inn á þeim tíma.  Mikil síld er sögð inni á  Skagafirði og Eyjafirði. Þetta er góðs viti, því að þegar síldin er komin inn á  firðina er hún vön að vera- þar lengi. Auk þess eru þetta bestu veiðistaðirnir  Fyrir smábáta.

 

Þorskveiði er mikil á handfæri hér úti á grunninu ef farið er á sjó. Einn  trillubátur með tveim mönnum fyllti sig á nokkrum tímum í fyrradag af vænum  fiski.

 

Þrátt fyrir annirnar hafa kaffihúsin í bænum verið töluvert sótt undanfarin  kvöld. Aðsókn hefur þó verið langmest að Alþýðuhúsinu, því svo má heita að  allan þennan mánuð hafi verið þar fullt á hverju kvöldi.

 

Aðgöngumiðar að Bíó hafa hækkað um 25 aura. Þetta er ekki  neinn nýr skattur til hins opinbera, heldur rennur það beint  í vasa Bíó-eigandans.

BRAUTIN 7. maí 1938

Útsvarsskrá

Siglufjarðarkaupstaðar fyrir árið 1935 var lögð fram 30. f. m. Jafnað var niður 186.025 krónum á 993  gjaldendur.

Þessir gjaldendur greiða 1.000 krónur og þar yfir:

 

  H. Thorarensen  .............................

  Olíuverslun Íslands h.f.  ...................

  Shell á Íslandi h.f.   .........................  

  Verslun. Halldórs Jónasson  ............

  Ásgeir Pétursson h.f.  .....................

  Kaupfélag Siglfirðinga  ...................

  Steindór Hjaltalin  ..........................

  Ingvar Guðjónsson ........................

  Ole Tynes  ....................................

  Ólafur Ragnars  .............................

  Halldór Kristinsson  .......................

  Kjötbúð Siglufjarðar  .....................

  Sveinn Hjartarson db. ....................

  Aage Schiöth  ................................

  Hringur h.f. ....................................

  Sigurður Kristjánsson konsúll ................

  Pétur Björnsson  ...........................

  Verslunarfélag. Siglufjarðar  ...........

  Þormóður Eyólfasson  ......................

  Gísli Halldórsson  ............................

  Steingrímur Einarsson læknir...............

  Bjarni Kjartansson  ..........................

  Gestur Fanndal  ..............................

  Egill Stefánsson  .............................

  Einar Jóhannsson & Co.    ..............

  Guðmundur Hannesson  ..................

  Jóhann Stefánsson  ..........................

  Hannes Jónasson  ..........................

  Ísafold (söltunarfélag)  ......................

  Páll Einarsson  ...............................

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kr. 9.400

kr. 8.000

kr. 7.000

kr. 5.000

kr. 3.700

kr. 3.700

kr. 3.500

kr. 3.400

kr. 3.300

kr. 3.200

kr. 2.700

kr. 2.600

kr. 2.400

kr. 2.300

kr. 2.100

kr. 2.100

kr. 2.000

kr. 2.000

kr. 2.000

kr. 1.800

kr. 1.500

kr. 1.450

kr. 1.450

kr. 1.350

kr. 1.300

kr. 1.300

kr. 1.200

kr. 1.000

kr. 1.000

kr. 1.000

kr. 1.000

Takið eftir því, hvað "vantar" í útsvarsskrána hér fyrir ofan. 

Nöfn margra síldarsaltenda sem hér stunduðu umfangsmikinn rekstur yfir sumartímann vegna síldarsöltunar ofl. sjást ekki, frekar en nafn Síldarverksmiðja ríkisins, sem eru ekki á skránni, enda greiddu þessir aðilar ekki útsvar, þó stór bróðurpartur, allur tekna sem aflað var á síldarævintýrinu, færi í vasa viðkomandi einstaklinga og fyrirtæja.  Ekki treysti ég mér til að umreikna  níuþúsund þáverandi krónur yfir í núverandi verðgildi. En ljóst má vera að það er dágóð fúlga á gengi dagsins í dag.