Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Eldur Vélaverkstæði Svínabú Eldur-bland Þrjár brunasögur Eldur tunnuverksm. Eldur tunnuverksm. Börnin og brunaliðið Sex brunaútköll Eldur Haugasund Ráðhústorg 1 Fimm brunar Eldur & Hugleiðing Netastöð / Hótel Höfn Tóm síða

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu.

               BRUNASÖGUR:  -- RÁÐHÚSTORG 1

 

13.mars 1943

BRÚARFOSS" brennur.
 

Um 4 leytið sl. mánudag kviknaði eldur í húsinu Ráðhústorgi 1, svonefndum Brúarfoss. Og er slökkviliðið kom á vettvang, var húsið alelda að innan. Tildrög eldsins voru þau, að sprenging varð í eldavél, er verið var að kveikja upp eld, og komst eldur í olíuílát, er sprakk og varð eldhúsið alelda á svipstundu.

Húsið er eign Kristjáns Kjartanssonar og bjó hann þar ásamt konu sinni, frú Ólínu
Kristjánsdóttur og 8 börnum þeirra hjóna. Frú Ólina var að kveikja upp eldinn, er sprengingin varð, en maður hennar var uppi í íbúð þeirra og gætti þriggja yngstu barnanna, en eldhúsið var í kjallara en íbúðin, ásamt knattborösstofu, er þau ráku, á gólfhæð hússins.

Eldur læsti sig þegar í föt frú Ólínu og heyrði Kristján upp bæði hljóð hennar og sprengihvellinn. Hann hljóp því niður og tókst að slökkva eldinn í klæðum konu sinnar og brenndist við það bæði á höndum og andliti og skaðbrenndist konan einnig.

Er hann hafði bjargað konu sinni út, snaraðist hann upp til að vitja barnanna og kom tveim þeirra strax út, dreng á þriðja ári og telpu rúmlega fjögra mánaða, en þriðja barnið, tæplega tveggja ára telpu, fann hann ekki í svipinn, en um tvö herbergi var að ræða, sem barnið gat verið í. Hann var líka kominn að köfnun af reyk og þjáður af brunasárum er hann leitaði sér fersks lofts út um einn gluggann, en þá var hann tekinn út af þeim er úti fyrir voru.

En aðrir freistuðu að leita barnsins og meðal þeirra Sigtryggur Stefánsson, ungur piltur, og var hann með reykgrímu. Ekki nýttist honum þó gríman og lá honum fljótt við köfnun, og féll hann á gólfið, en aðrir komu honum út og hresstist hann brátt.

Setuliðsmenn er hér eru komust að því, að barnið var í stórhættu inni í brennandi húsinu, og sóttu gasgrímur. Fór einn þeirra, Sgt. Artur L. Gregory, inn í brennandi húsið og tókst að ná barninu, sem þá var að dauða komið og meðvitundarlaust. Tókst þó héraðslækni eftir langan tíma að lífga barnið við og er það nú úr allri hættu.

Þau hjónin, Kristján og Ólína, eru sem fyrr segir skaðbrennd og liggur hún nú á sjúkrahúsi og er hjá henni yngsta barnið. Kristján bíður nú bata sára sinna einnig á Sjúkrahúsinu, og liður þeim sæmilega eftir ástæðum.

Húsið Brúarfoss var gamalt timburhús, einlyft á háum steinsteyptum kjallara. Er það gjörónýtt að öllum innanþiljum, en útveggir standa mjög skemmdir og má víst telja húsið sama sem eyðilagt. Hitt er þó enn tilfinnanlegra fyrir þau hjón, að missa þarna allar eignir sínar og atvinnu, því að ekkert bjargaðist. Standa þau nú uppi örbjarga og húsnæðislaus, með allan barnahópinn og flest kornung, og bæði sárþjáð af sárum sínum.

Er þess full þörf, að almenningur hér bregðist nú vel við og safni fé til að bæta úr sárustu þörf þessara hjóna, sem orðið hafa fyrir þeirri þungbæru raun að missa aleigu sina á jafn slysalegan hátt.

15. mars 1943

BÆJARFRÉTTIR

Raunarlegt brunatjón.

Um miðjan síðastliðinn mánudag kom upp  eldur í húsi Kristjáns Kjartanssonar,  Ráðhústorgi 1 hér í bæ.

Eyðilagðist  bæði hús og innanstokksmunir að  mestu - og var það mjög tilfinnanlegt  tjón fyrir eigandann, þar sem hvort  tveggja hafði verið mjög lágt vátryggt.  Það versta var þó, að bæði Kristján  og kona hans, Ólína Kristjánsdóttir,  skaðbrenndust og eitt barn þeirra, af  átta, var komið fast að köfnun, er það  náðist á síðustu stundu, meðvitundarlaust. 

Eins og gefur að skilja, og  þeir vita best, sem til þekkja. eru hjónin, sem fyrir brunatjóninu urðu, ákaflega illa sett, slösuð, heimilislaus og  févana með sinn stóra barnahóp, Í  bili hafa góðviljaðir samborgarar  hlaupið undir bagga.

En það þarf að  gera meira. Siglfirðingar eiga að sameinast um að hjálpa foreldrum barnanna, sem nú eru tvístruð um bæinn,  til þess að ná saman heimili sínu.  Er ekki að efa, að til þess er bæði geta  og vilji.