Snjóflóð og bátasmíði | Úr einu í annað

>>>>>>>>>>> Snjóflóð og bátasmíði

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bland dagsetninga 1971 Skipasmíði (janúar)  +++  Snjóskriðan tók þá (29. janúar) +++  Snjóflóð á fjárhús (15. febrúar)  +++ Viðhafnar stólar kirkjunnar.

=================================================

Bátasmíði á Siglufirði

Siglufirði í janúar.

Myndin hér fyrir neðan er af 10 lesta bát, sem er í smíðum hér, ásamt smiðunum þrem, sem vinna að  smíðinni. Smábátaútgerð fer sífellt vaxandi héðan, þótt minna sé um heimasmíðar á  bátum, þrátt fyrir góðar  aðstæður víða hér til slíkra  hluta.

 

 

Snjóskriðan tók þá. Siglufirði 1. febrúar.

EINS og Morgunblaðið skýrði frá sl. laugardag grófst 12 ára Siglfirðingur, Páll Marel  Sigþórsson, undir snjóskriðu og félagi hans, Björn Ásgrímsson, einnig 12 ára, grófust í skriðuna upp að höku. Sá Þriðji, Stefán Jóhannsson, 11 ára, „flaut ofan á skriðunni" og gat því hlaupið til húsa eftir hjálp. Hátt í klukkutíma tók  að ná Páli upp og átti hann þá orðið erfitt um andardrátt, en hann lá á grúfu og var um  hálfur annar metri niður á hann.

 

 .

 

Páll  Sigþórsson, Björn Ásgrímsson og Stefán Jóhannsson                     

Snjóflóðin á Siglufirði

Siglufirði 16. febrúar.

Myndir teknar af afleiðingum snjóflóðs sem féll  14. febrúar, á  Fjárhúsahverfið á Siglufirði

 

 

Siglfirðingar hreinsa til í rústum Fjárhúsahverfisins eftir snjóflóðið á dögunum.

 

  

Ljósmyndir SK

Viðhafnar stólar

Siglufirði í janúar 1971 

Þessi fallegi stóll og annar eins, eru vandaðir viðhafnarstólar sem Systrafélag Sjúkrahússins gaf kirkjunni hér um jólin.

Stólarnir eru ætlaðir til sérstakra viðhafna eins og td. við giftingar.

Stólarnir eru haganlega smíðaðir og útskornir af Hirti Ármannsyni trésmið Efni stólanna er ljós eik og rautt pluss.

Stólarnir hafa talsvert verið notaðir síðan þeir komu, við giftingar.