Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bland frétta Skíðamót Íslands ´70 Þeir búast á grásleppu Þrjár fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Fréttir:

Bland dagsetninga 1970

Athugasemd frá Siglufirði    

Siglufirði 5. mars.    VEGNA fréttar i sjónvarpinu 4. þ.m. þar sem skýrt var frá, að ákveðinn togari hafi þurft að  fara á veiðar án þess að fá tilskilinn fjölda háseta með. Þar sem. þessi frétt gæti átt við b/v  Hafliða Siglufirði, og atvinnulausa Siglfirðinga fékk ég áhuga á málinu. Ég fór á skrifstofu  vinnumiðlunar hér og fékk ég þar nokkrar fróðlegar upplýsingar.

Alls voru skráðir atvinnulausir  171 karlar og konur, þar af um 40 sem misst hafa, atvinna nýverið vegna óvissu og stöðvunar  á hraðfrystihúsinu „ÍSAFOLD" en það hefur stöðvast vegna hráefnisskorts og erfiðleikum  þess á kaupum togskips. Af þessum 171 skráðum atvinnuleysingja eru nokkrir sem hafa  stopula vinnu, einn og einn dag í viku en ENGINN sjómaður hefur verið þar skráður  atvinnulaus og eru því upplýsingar sjónvarpsins rangar ef átt hefur verið við b/v Hafliða í áðurnefndri frétt. það er að segja sá hluti hennar sem  fjallar um að ekki hafi fengist atvinnulausir  sjómenn á sama tíma. Fulltrúi úttegerðarinnar hér,  óskaði eftir sjómönnum á b/v Hafliða á skrifstofu vinnumiðlunar hér, en var sagt að þar væru engir  sjómenn skráðir atvinnu-lausir, en var bent á að ef til vill væru til menn.sem fáanlegir væru um borð í togara, var  fulltrúanum fenginn listi yfir verkamenn sem líklegir þóttu, þar með trillukarlar sem ýmist  höfðu  tekið trillur sínar á land eða hætt sókn vegna gæftaleysis og aflabrests. Enginn  af þessum verkamönnum fengust á togarann og eru vonandi réttlætanlegar ástæður  fyrir því, en þær geta verið margar.

En þar sem atvinuleysi og bætur eru komnar hér á dagskrá væri ekki ástæðulaust að  benda á eftirfarandi:

Til að komast á atvinnu-leysisbætur þarf viðkomandi að vera „atvinnulaus" og orðinn 16  ára. Samt er ekki allt fengið með áðurnefndu, ýmsar hindranir eru á leiðinni til þessara  réttinda. Ef 16 ára unglingur sem. ætlar sér inn á vinnumarkaðinn, tilbúinn til vinnu en fær  hana ekki vegna atvinnuleysis og lætur skrá sig, gæti liðið óralangur tími, (í atvinnuleysi) þar  til hann fengi bætur. Hann þyrfti fyrst að vinna samfellt í 6 mánuði eða alls 1142 stundir í  dagvinnu á 12 mánaða tímabili. Og verkamaður eða kona sem hafa ekki nema stopula vinnu og ná því ekki hinum 1142  stundum á 12 mánuðum, fær engar bætur. En verkamaður eða kona sem hafa haft mikla vinnu,  kannski miklar tekjur, við skulum segja í 10-12 mánuði og verður atvinnulaus um  stundarsakir, kannski á milli vertíða eða hvað sem er, hann kemst án fortölu eða erfiðleika, strax á "bætur".

Og t.d. kona sem unnið hefur árum saman við skúringar á verslunargólfum, skólum o.s. frv. kærir sig ekki um að vinna meira en hálfan daginn eða hluta úr degi, eða getur ekki vegna  heimilisástæðna, hún getur án erfiðleika skráð sig atvinnulausa hálfan daginn og fengið  atvinnu-leysisbætur fyrir hálfan daginn á móti „skúringalaununum". Og fyrir þessu. eru mörg  dæmi ljóslifandi. Lögin segja að vísu, að ef skráðum atvinnuleysingi neitar án forsendu, að  fara í vinnu sem vinumiðlun hefur útvegað viðkom;andi, í þeirri atvinunnugrein sem  viðkomandi er skráður atvinnulaus í, þá missi viðkomandi „réttindi" í einn mánuð.

En. þar sem atvinnuleysi er á annað borð, er "barist" um vinnuna af þeim, sem á annað borð  nenna að vinna, en hinir sem nenna ekki, og eða kunna á kerfið og lifa á "bótum"  fela sig og taka  kannski símann úr sambandi.

Steingrímur Kristinsson

Egilssíld fær 25 tonn síldar til vinnslu

Siglufirði, 3. mars. 

EGILL Melsted hefur nú nokkur undanfarin ár reykt síld hér á Siglufirði og sérpakkað á  erlendan og innlendan markað, og er þessi vara þekkt undir nafninu Egilssíld. Erfiðlega hefur gengið nú upp á síðkastið að fá hráefni vegna síldaraflabrestsins, en i dag fékk  Egill þó 25,5 tonn af frystri síld með Heklunni. Mun þetta magn nægja til að veita 10-12 manns  atvinnu í um tvo mánuði. Egill gerir sér vonir um að fá jafnvel meira hráefni frá Suðurlandi, og hyggst hann senda mann suður til að líta á hráefnið.

Egill hefur nú jafnvel í hyggju að taka upp nýja framleiðsluvöru, og fara að reykja fiskflök,  sem hann telur möguleika á að pakka og selja á erlendan markað. Hefur hann gert þetta  undanfarið í litlum mæli og selt hér innan bæjarins og þykir þetta hið mesta lostæti.   S.K.

Raflost af hljómtækjum

Siglufirði 23. mars  

BÍTLAHLJÓMSVEITIN Hrím frá Siglufirði var á æfingu síðastliðinn  laugardag (21.) varð  einn hljómsveitarmanna fyrir því slysi að festast við raftæki  hljómsveitarinnar, magnara og hljóðnema. Við raflostið féll hljómlistarmaðurinn,  Sverrir Elefsen í öngvit og brenndist talsvert á fingrum.

Félagar Sverris kipptu hljóm-tækjunum úr sambandi og kom þá pilturinn fljótlega til sjálfs  sín aftur, jafnaði hann sig skjótt og lék fyrir dansi um kvöldið.

Í viðtali, sem Steingrímur Kristinsson, fréttaritari Mbl. á Siglufirði átti við Sverri og félaga  hans úr hljómsveitinni sögðust þeir ekki skilja hvers vegna tækin hefðu leitt út. Þetta eru  rándýr hljómtæki og telja þeir félagar vart annað koma til greina en einhver galli sé á smíði  þeirra frá verksmiðjunni.

Við lostið fékk Sverrir byltu nokkra og blæddi úr munni hans. Ekki  liggur ljóst fyrir hvort hann hafi bitið sig í lostinu eða hvort hann hafi hlotið áverka í byltunni.  SK

Stálu Morgunblaðs-peningum

SIGLUFIRÐI 23. september.   

Þegar komið var að versluninni Grund í morgun, kom í ljós  að brotist hafði veið inn þar í nótt, með því að brjóta rúðu í útihurð.

Verslunin hefur afgreiðslu Morgunblaðsins hér á staðnum og kom í ljós að þeim peningum, sem  komið höfðu inn fyrir Mbl.. í gær hafði verið stolið. Einnig söknuðu eigendurnir nokkurs magns af  vindlingum og einhverju af sælgæti. Er þjófanna nú leitað.  -          S. K

Mikil vinna á Siglufirði

Skólafólki gefið frí til að starfa að framleiðslunni

Siglufirði, 9. apríl   

UM síðustu helgi kom togbáturinn  Siglfirðingur til Siglufjarðar með um 100 tonn af fiski til  vinnslu og í miðri viku kom Margrét með 60-70 tonn. þessi mikli afli hefur skapað aukna vinnu í  frystihúsum bæjarins og i morgun kom togarinn Hafliði með 230 tonn af fiski til viðbótar til vinnslu. Eitt hvað af  þeim afla fer þó í skreið.

Til þess að vinna þetta mikið aflamagn þurfti mikinn mannskap, en þá kom í ljós að ekki  fundust nægilega margir menn til þess að sinna þessum störfum og leita varð til skólanna.

Í sambandi við eftirgrennslan um menn í vinnuna var auðvitað fyrst leitað til  vinnumiðlunarinnar og óskað eftir karlmönnum í fiskilöndun úr togaranum Hafliða og við að  vinna í skreið.

Atvinnurekendum var gefinn upp nafnalisti yfir 20-30 menn, sem voru á atvinnuleysisskrá  og ekki vitað um að hefðu vinnu, en þeir voru taldir færir í fiskvinnu samkvæmt skráningu.

Kom þá í ljós að sumir þessara manna voru komnir í vinnu annars staðar, aðrir sögðust  veikir og enn aðrir voru að gæta barna sinna þar sem húsmæðurnar voru úti að vinna  2-3  sögðu nei takk, án skýringar og einn í viðbót lét að því liggja að hann væri enginn slorkarl. þar af  leiðandi fékkst fátt af verkamönnum til uppskipunarinnar og varð því að leita til skólanna. Þar  fengust um 15-20 unglingar til starfsins.

Fréttaritari Mbl. fékk þær upplýsingar hjá skrifstofu vinnu miðlunarinnar að  atvinnu-leysingjum hefði stórfækkað frá síðustu mánaðamótum og m.a. voru um 40  trillubátasjómenn sem fóru af skrá um síðustu mánaðamót og stunda nú aðallega  hrognkelsaveiðar.

Í hraðfrystihúsinu Ísafold, sem verið hefur lokað undanfarnar vikur þar til nú, vinna nú 35  manns.

Í hraðfrystihúsi SR vinnu 90 manns, þar af 20 í skreiðarvinnu og í Sigló vinna 116  manna.

Að sögn skrifstofu vinnu-miðlunarinnar mun enginn verkamaður atvinnulaus í dag, af  vinnufærum mönnum en nokkrir eru ekki færir til vinnu samkvæmt læknisvottorði.   SK

Stýri áætlunar-bifreiðar bilaði

Siglufirði 20. ágúst  

ÞEGAR áætlunarbíll frá Siglufjarðarleið var á leið um veginn í Haganesvík, á leið frá Siglufirði til  Reykjavíkur sl. mánudagsmorgun (17/8)  vildi það óhapp til að stýri bílsins bilaði og fór bíllinn út af  veginum. Sem betur fer lá vegurinn þarna meðfram ströndinni og var lítið upphækkaður og  stöðvaðist bíllinn því fljótlega, án þess að tjón eða slys hlytist af, en í bílnum voru 12  farþegar.    SK