Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bland frétta Skíðamót Íslands ´70 Þeir búast á grásleppu Þrjár fréttir

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Þriðjudagur 7. apríl 1970

Þeir búast á grásleppuveiðar

Rætt við tvo Siglfirðinga um smábátaútgerð og vandamál hennar.

Siglufirði í mars.  Trillukarlar á Siglufirði eru nú í óða önn að búa sig undir komandi grásleppuvertíð. Ég gerði  mér ferð á slóðir þeirra til að leita frétta, og barði að dyrum í húsi því, er nokkrir þeirra hafa til  afnota - á leigu hjá bænum. Þetta reyndist vera „skúr" þeirra Hafþórs Rósamundssonar og  Sveins Björnssonar. Báðir eiga þeir trillu, Sveinn 4,5 lesta, en Hafþór á 6 lesta. Á sumrin róa  þeir oftast einir, hvor á sínum báti og fiska á handfæri. En á haustin, vetur og vor róa þeir saman  á stærri bátnum. Á haustin og veturna róa þeir með línu, en á vorin gera þeir út á rauðmaga og  grásleppu.

Þeir voru að „setja upp" grásleppunet, þegar ég birtist, og var auðséð, að það lá vel á  þeim, enda ungir menn og bjartsýnir. Er ég spurði þá frétta, brostu þeir og sögðust  hafa frá  nógu að segja, hvað vildi ég bara vita. Þeir sögðust meðal annars vera búnir að  vinna öllum stundum við undirbúning komandi vertíðar,  allt frá vertíðarlok um i fyrra, og væru á lokasprettinum. Dæmi mun um að bátar héðan séu  með yfir 100 net, en uppsett netaslanga, 45 faðma, mun kosta um kr. 2.500.00 en allir  trillukarlarnir hér skapa sér vinnu með því að „setja upp" net sín sjálfir, og nota til þess tíma, þegar ekki gefur á sjó.

Annars eru margir undrandi yfir að ,,grásleppuslöngur" skuli ekki framleiddar hérlendis. Panta  þarf „slöngurnar" erlendis frá með ærnum um fyrirvara, og fyrir hefur komið, að þær hafa ekki  borist nægjanlega fljótt, þótt pantað hafi verið í tíma. Enn meiri furðu vekur það að verksmiðja  sú innlend .sem framleiðir td síldarnótaflár („korka") og þorskanótahringi, skuli ekki líka  framleiða „teinaflár" á minni net eins og t.d. grásleppunet. En samskonar efni er í íslensku  framleiðslunni og þeirri norsku, en þaðan eru ,,teinaflárnar", sem notaðar eru á  grásleppunetin.

Grásleppuveiðar eru stundaðar í þeim tilgangi að nýta . hrognin, og mun þurfa um 160 grásleppur til að fylla eina tunnu af hrognum, en fyrir eina hrogntunnu mun fást um 110  dollarar ( útflutningsverð ) . Trillukörlum er sagt að útflytjandinn fái 1000 ísl. kr. í  umboðslaun en trillukarlarnir fái afganginn. Sumir salta hrognin sjálfir, en aðrir láta salta þau  fyrir sig, eins og t.d. þeir Sveinn og Hafþór. Þeir álíta að þannig fáist betri vara en ef þeir færu  að salta þau og hugsa um, kannski dauðþreyttir og slæptir, nýkomnir að landi. Betra væri, ef  hlé gæfist frá netaveiðinni, að skreppa á færi eða annað, sem hagur væri í.

 

Miklar framfarir hafa orðið hvað vöruvöndun snertir og einnig í sölumálum. Fyrir tveim  árum og fyrr vissu trillukarlarnir ekki í byrjun vertíðar, hvað þeir fengju fyrir erfiði sitt, og fyrir  kom að þeir fengu ekkert, voru sviknir. En nú heyra þessi viðskipti undir ráðuneyti, og það sem  best er, Þeir vita í byrjun, hvað þeir fá í lágmark fyrir, ,.stritið" (tunnuna)

Íslendingar eru að sögn „stærsti" hrognaframleiðandinn, og með tilliti til þess er illt til þess að  vita, að leyft skuli að flytja þessi hrogn úr landi óunnin, þegar hægt væri að yfirtaka erlenda markaði fyrir fullunnin hrogn. Og vandalaust er að vinna þau á sama hátt hér heima. Vel mætti  t.d. vinna þau hér á Siglufirði. Siglóverksmiðjan stendur ónotuð mikinn hluta úr árinu. Þar er góð  aðstaða til slíkrar framleiðslu.

En það er annað, sem gefa þarf gaum, grásleppan sjálf. - Fyrir sérhverja tunnu af hrognum  þarf um 160 grásleppur, eins og áður segir. Hver grásleppa er um 3 kg að þyngd. Rúmlega  10.000 tunnur voru fluttar út af grásleppuhrognum á sl ári. Svarar það til þess að veiðst hafi á  milli 4000-5000 tonn af grásleppu. Þetta lítur vel út.

En hvað vita margir hvað um þennan fisk verður eftir að hann er skorinn og úr honum tekin  hrognin? Sennilega er það magn, sem nýtt er til manneldis, og e.t.v. dýrafóðurs, innan við 1 %  Hinum rúmlega 99 % er hent.  Þetta þótti herramannsmatur í „gamla" daga, en er nú af flestum  litinn hornauga. Er ekki þarna að finna „fóður" handa loðdýraræktinni endur-fæddri? Þetta mætti  e.t.v. hakka, frysta og nýta á margan hátt, það er bara spurningin: Hver vill byrja?

Þegar Sveinn og Hafþór eru spurðir um fiskverðið, eru þeir sammála um, að fisk verð í 1. fl.  A eigi að hækka en á kostnað 1. fl. B, þannig að minnsta kosti kr. 3,00 beri á milli. Þannig  verði best stuðlað að því að koma með 1. flokks fisk að landi og hinar svokölluðu "gúanóveiðar" aflakónganna og fleiri, hætti. Aflakóngum er alltaf „hossað", sagt frá afla þessa og hins, nýjum  metum o.s.frv. En aldrei heyrum við sagt frá gæðamati aflans hjá „kóngunum".

--- En hvað um togskipin?  -- Þau koma oft með 1. flokks afla, sérstaklega minni togskipin, sem sækja styttra og eru  skemur á veiðum. Togskip eiga mikla framtíð fyrir sér, sérstaklega minni skipin, þau þarf til að  viðhalda atkvinnujafnvæginu.  

En landhelgisgæslan þarf að gæta betur að togskipin fiski á þeim stöðum, sem þeim eru ætlaðir  en ekki innan við landhelgi, og raunar stundum upp í fjöruborðinu, eins og komið hefur fyrir. Trillurnar sækja oftast svona 6-12 mílur út, og oftar hefur það komið fyrir, ef við á annað borð  sjáum togskip að veiðum, að þau eru innan við trillurnar.

Á sl. ári rérum við dag eftir dag, en  ég sá aðeins þrisvar varðskip, sagði Sveinn. En það alsárasta, sagði Sveinn, við landhelgisbrot og gæsluleysi, sem ég hefi heyrt um,  gerðist á sl. vori, þegar hafísinn var hvað mestur. Samfellt í þrjár vikur voru tugir togbáta og  togara á litlum bletti, inn undir Ketu austan við Skaga, langt innan við landhelgi, að veiðum  í miklum fiski. Fiskurinn, sem var þarna, var „vorhlaup", og fyrir kom að togskipin, allt  að 4 í senn flæktu saman veiðafærum sínum, svo mikil voru þrengslin. En þarna var  fiskað þar til enginn fiskur var eftir.

Og togsjómennirnir sjálfir hafa sagt okkur, að  þarna hafi þeir fiskað sennilega um 3000 tonn samanlagt, fiskinn, sem  handfærabátarnir biðu eftir. Og við þennan veiðiþjófnað fengu togskipin frið fyrir  landhelgisgæslunni í þrjár vikur. Á sama tíma heyrðist sagt frá í útvarpinu að daglega væri farið í ískönnunarflug á vegum  land-helgisgæslunnar, en aldrei var ísinn kannaður í kringum togskipin. Annars finnst okkur sjálfsagt að togskipum sé hleypt inn fyrir á tilteknum miðum á haustin,  þegar markaður fyrir flatfisk er hvað mestur í Englandi, en það eru t.d. flatfiskmiðin fyrir Norð-Austurlandi.

-- En hvað um möskvastærð botnvörpunnar?   -- Við höfum báðir verið á togara og getum því talað af nokkurri reynslu um þá hluti. Við  höfum þá skoðun að þessi ákvæði um möskvastærð, séu ekki rétta lausnin til verndar  smáfiskinum, segir Sveinn. Ég hefi séð hálffullt troll af smáufsa, ufsa, sem var svo smár, að fjórir  slíkir hefðu getað synt samtímis út um löglegan netamöskva, sem haldið hefði verið ferhyrndum,  eða 11 fersentímetra möskva. Rétta leiðin til verndar þorskstofninum - og raunar ýsunni líka,  sem við sjáum enn sjaldnar hér fyrir norðan - er að friða viss svæði, gotstöðvar fyrir sunnan og  uppeldisstöðvar fyrir Norð-Austurlandi, og það fyrir öllum tegundum veiðarfæra. Og banna  með öllu þorsknótina, sem við teljum mesta morðtól, og sjómenn ættu að skammast sín fyrir að hafa notað.   ---  Þess má geta að færeyskir þingmenn bönnuðu nýlega alla þorskanetaveiði fyrir innan 12  mílur.

--- Hvað finnst ykkur um öryggismál ykkar trillu-karla?  -- Það er sama sagan og með landhelgisgæsluna, varðskipin eru ekki nógu mikið fyrir  norðan. Og svo fyndist okkur að hér ætti að vera eftirlitsmaður, sem hefði eftirlit með því,  hvort öryggis-útbúnaður bátanna er í lagi, og leiðbeindi okkur um það, sem betur mætti fara  hvað reglur og öryggi snertir.

--- Er enginn slíkur maður hér á Siglufirði?  -- Ekki vitum við til þess. Við borgum árlegt skoðunargjald, sem síðast var kr. 300,00, en  ég, segir Sveinn, er búinn að eiga minn bát í 8 ár og um borð í hann hefur aldrei komið  „skoðunarmaður", svo ég viti til.  - Og ég, segir Hafþór, er búinn að eiga minn bát í 10 ár, og hefi sömu sögu að segja.  - Um önnur öryggismál er það að segja, að æskilegt væri að talstöðvartæki í báta væru  ódýrari, svo og gúmbátar, svo trillukarlar gætu almennt eignast þessa þarfahluti.

- En hvernig er aðstaða ykkar, til útgerðar héðan frá Siglufirði?   - Við, sem eigum því láni að fagna að leggja upp afla hjá Hraðfrystihúsi S.R. á Siglufirði,  teljum að sá aðbúnaður, sem við njótum þar sé til slíkrar fyrirmyndar. að vart geti orðið betri.  Eiga verkstjóri og stjórn hússins þakkir skilið fyrir. Held ég,   að allir trillukarlarnir séu mér sammála, segir Sveinn. Aftur á móti  eru viss vandamál hér á Siglufirði, sem þarfnast skjótrar úrlausnar, sérstaklega vegna hins ört  vaxandi smábátaflota okkar, en það eru viðleguplássin. Við höfum 1. flokks löndunaraðstöðu,  en erum í stökustu vandræðum með pláss handa bátunum, þegar ekki er róið og þeir þurfa að  vera tryggilega bundnir, t.d. vegna veðurs. Síldarplönin hafa lifað sitt fegursta, í bili skulum við  vona, og þeim ekki lengur haldið við og „bátabryggja" bæjarins og verbúðir að falli komnar.  Þetta þarf að endurnýja a, þá fyrst getum við sagt að smábátaútgerð héðan eigi bjarta framtíð  fyrir sér.

Fiskafli sá, sem borist hefur á land frá áratmótum, er ekki mikill, en hefur samt skapað  talsverða atvinnu. Togarinn Hafliði landaði engum fiski hér í  janúarmánuði s.l., en hann seldi afla erlendis. Skuttogarinn  Siglfirðingur var í viðgerð meirihluta janúar, en afli, sem barst á  land hér, er:

 

Janúar: 205 tonn.     (153 tonn 1959 )

Febrúar: 316 tonn.      ( 237 tonn 1969 )

Á árinu 1969 skiptast hlutföll veiðarfæra þannig:

Togfiskur......... 6504 tonn

Handfærafiskur   925 tonn

Línufiskur .......... 548 tonn

Nótafiskur ..........140 tonn

 

Þessi fiskur var að mestu frystur hjá hraðfrystihúsunum.                 Steingrímur