20 METRAR

Í óveðrinu á dögunum brast flóðgarðurinn, sem veita á Þormóðseyri vörn gegn flóðahættu. Er nú mikil hætta á því að sjór flæði inn á eyrina og mundu þá hús verða í hættu.
Er brimið var sem mest á dögunum flæddi inn í marga kjallara á Siglufirði og var vatnið mjög hátt í mörgum þeirra. Var mikið tjón í flóðunum. Myndin sýnir flóðgarðinn þar sem hann féll niður.
J.G.M.
Flóðgarðurinn brast

LÍTIÐ tjón og minna en menn óttuðust varð á bryggjum á Siglufirði í fárviðrinu í gær. Þó fór lýsisbryggja SR í sundur á um 20 metra kafla. Sýnir myndin, sem Steingrímur Kristinsson tók, hvernig bryggjan leit út etir hamfarirnar. |