Stórflóð á Siglufirði | Sigló-Síld

>>>>>>>>>>> Sigló-Síld

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Málgagn Alþýðuflokksins, gefið út í Reykjavík.

   Miðvikudagur 31 jan. 1962  (fréttin J.G.M. ljósmyndin: SK)

NÝTT ! 

SIGLÓSÍLD Í DÓSUM

Verksmiðjan í byggingu

 

HIN nýja niðurlagningarverksmiðja SR á Siglufirði mun væntanlega taka til starfa um mánaðarmótin febrúar-mars.

Hefur undanfarið verið unnið að byggingu verksmiðjunnar,en byrjað var á því verki í september sl.

Í fyrstu er byggður 1/4 hluti væntanlegrar verksmiðju.

 Mun verksmiðjan í fyrstu aðeins starfa í tilraunaskyni. Hafa Síldarverksmiðjur Ríkisins keypt 400 tunnur af síld, sem lagt verður niður úr til að byrja með. Hefur þegar verið unnið undirbúningsstarf í sambandi við niðurlagninga verksmiðjuna og hefur Vilhjálmur Guðmundsson verkfræðingur borið hitan og þungan af því starfi. Norskur sérfræðingur í niðursuðu, Sunt Hansen, sem hér var á vegum Iðnaðarmálastofnunar Íslands, hefur veitt mikilvægar leiðbeiningar. Gert er ráð fyrir að lögð verði niður síld í ferns konar dósir, 35 gramma dósir,  90 gramma dósir, tveggja flaka og 18 flaka. Síldin verður lögð í 5 tegundir af sósum,vínsósu, tómatsósu, lauksósu, ávaxtasósu og dillsósu. Fyrst um sinn verður ekki notað mikið af vélum við framleiðsluna. Verður aðallega notuð lokunarvél og þvottavél, en starfsfólk mun leggja niður síldina með höndunum. Fyrsti áfangi verksmiðjunnar mun kosta um 3 miljónir króna. Fékkst 2ja mill. króna frá atvinnuleysis- tryggingarsjóði.

Ákveðið hefur verið að vörumerki verksmiðjunnar verði "Sigló".

Sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, hefur sýnt málinu mikinn velvilja.

Áður en Starfsemi verksmiðjunnar hefst kemur hingað norskur sérfræðingur, Bernt Björnsen frá Stavanger, til þess að vera forráðmönnum verksmiðjunnar til aðstoðar, er niðurlagning síldarinnar hefst.

J.G.M