Ádeilugrein | Fréttir og Auglýsingar | Kviknar í Nýja Bíó | Þórður þögli

>>>>>>>>>>> Þórður þögli

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar: Þórður þögli

Úr Vikublaðinu

1947

31 janúar. Greinaflokkurinn "Þórður Þögli", bréf til Þórðar þögla.

Bíógestur skrifar:

Það hefir stundum verið skrifað í  blöðin hér um Bio-"menningu" okkar  Siglfirðinga. Um hana hef ég þessa  sögu að segja:

Fyrir stuttu fór ég í  kvikmyndahúsið með kunningja mínum reykvískum, sem hér var  staddur.

Klukkan 9, eða á tilsettum tíma hófst  sýningin, en allt til þess að klukkan  var gengin 20 mínútur í 10, var fólk  að koma í sætin í bekkjunum fyrir  framan okkur.

Alltaf annað slagið á  meðan á sýningunni stóð, kváðu við  hlátrasköll og óp og ýmiskonar annarlegur hávaði frá unglingum í salnum. Þetta fannst kunningja mínum nýstárleg og miður sæmandi framkoma. 

Auðvitað er þetta mesta ófremdarástand og gremjulegt fyrir Bíó-gesti,  sem koma í bíó, til þess að sjá og  heyra kvikmynd, að verða fyrir slíku  ónæði.

Ég legg til. að hér eftir  verði húsinu lokað kl. 9 stundvíslega,  eða þegar sýning hefst, og að nöfn  þeirra unglinga, sem gera sig þar seka  um ill læti, verði birt í blöðum bæjarins þeim og öðrum til viðvörunar.

Neisti 14. febrúar 1947

S. O. S.

Ég er þakklátur þeim, sem birti  greinina undir nafninu Bíógestur í  síðasta tölublaði "Neista."

En látum  það nú vera, þótt fólk einhverra orsaka  vegna komi ekki á tilsettum tíma, sem  er þó hinn mesti ósiður og algjörlega  ófyrirgefanlegt.

En hitt er þó öllu lakara er, góðir Siglfirskir borgarar, sem  árum saman hafa haft þetta fyrir sína.  aðalskemmtun og mætt kl. 9, fá svo  fyrir alla stundvísina númeruð og  "botnlaus sæti." En sökum tækni á  öllum sviðum í Nýja Bíó í Siglufirði,  kemur það ósjaldan fyrir, að Bíógestir  fái setur sínar loftleiðis á meðan á sýningunni stendur.

En þar sem nú á  að heita friður á jörðu, er það alveg  óviðeigandi að hafa hinn ægilega járnvígbúnað fyrir luktum dyrum kvikmyndathússins meðan á sýningu stendur, þar sem slíkur vígbúnaður getur  valdið óhug og hræðslu hjá þeim Bíógestum, sem ekki eru slíku vanir hjá  öðrum kvikmyndahúsum á landinu. 

En hróp og önnur ólæti í unglingum  í Nýja-Bíó í Siglufirði, eru Siglfirðingar fyrir löngum liðnum stundum búnir  að sætta sig við.

En hinsvegar væri  því vel fagnað, af öllum bíógestum ef  duglegum og skylduræknum dyraverði  yrði bætt við ytri dyrnar. En sökum  sívaxandi framfara yrði það vel þegið  að Bíógestir í framtíðinni fengju að  verða aðnjótandi stoppaðra og óhreyfanlegra sæta á næstunni.

Neisti 28. febrúar 1947

Enn um Bíó.

Kæri Þórður!

Dálkarnir þínir eru nú þegar orðnir  mjög athyglisverðir og skemmtilegir.  Bréfin, sem þú hefur fengið finnst  mér ágæt og sjálfur ertu áreiðanlega  skemmtilegur karl.

Gaman væri að  vita hver þú ert. Sumir halda, að þú  sért Gunnlaugur Hjálmarsson. Ólafur  Guðmundsson, Jóhann Möller eða  Gísli Sigurðsson.

Hvað um það, hver  sem þú ert, þá læturðu ekki þessar  línur lenda í ruslakörfunni þinni, því  auðvitað áttu stóra ruslakörfu.

 

Bréfið frá S.O.S. í síðasta pistli þínum var ágætt. Þetta með seturnar í  Nýja Bíó sætunum er "hreinasta  hneyksli". Mikill fjöldi af sætunum er  alveg setulaus, og mætti þess vegna  taka undir með Gísla, Eiríki og Helga,  að botninn væri suðri í Borgarfirði.

 

Það er staðreynd, að síðan sýningum var hætt í Siglufjarðarbíó hefur  myndavali hjá Nýja Bíó mjög hrakað.  Getur eigandi Nýja Bíó ekki fengið  hingað bestu myndirnar frá kvikmyndahúsunum í Reykjavík? Nýja-Bíó  verður að fá sér betri myndir annars  hætta Siglfirðingar að sækja það. Takist eigandanum, auk annarra lagfæringa, að fá betri myndir þarf hann  engu að kvíða um aðsókn.

Bíó-gestur

---------------------------------

Ég held, að það væri rétt, bréfritarar góðir, að gefa eiganda Nýja Bíó  nokkurra daga tóm til þess að lagfæra það, sem þið hafið fundið að. 

En sjáist þess ekki merki, eftir svona  einn mánuð, að hann hafi látið sér  segjast við það sem komið er, verðum  við að taka hann alvarlega til bæna.

Þórður Þögli

Neisti 24. júní 1949
Þórður þögli

 BÍÓ

Hornklofi skrifar.

Reykingar bannaðar ! Spjöld  með þessari áletrun blasa hvarvetna fyrir sjónum kvikmyndahúsgesta, er þeir koma inn á Nýja Bíó hér.

Þess er vænst, að kvikmyndahúsgestir reyki ekki í húsinu. Þetta ákvæði er margsinnis brotið á hverri sýningu, án þess, að nokkuð sé gert til þess að ná til sökudólganna.

Fyrir stuttu fór ég í Nýja bíó. Húsið var troðfullt. Í bekknum fyrir framan mig var ung stúlka, er kveikti strax í sígarettu, er sýning hófst.

Ég leit aftur fyrir mig, þar var tvennt, sem reykti. Stuttu á eftir huga ég aftur í kring um mig og þá taldi ég tíu, manns, sem reyktu.

Þetta háttalag er alveg ólþolandi. Til hvers er verið að festa slík áletruð spjöld upp, og svo ekkert gert til þess að hegna þeim, sem brjóta lögboðin ákvæði.

Ég hef komið í kvikmyndahúsin í Reykjavík, og slíkt háttalag kvikmyndahúsgesta, sem ég hefi lýst, þekkist þar ekki. Vilja nú ekki eigendur Nýja Bíós og okkar ágæta lögregla, láta hendur standa fram úr ermum og láta ákvæðið “Reykingar stranglega bannaðar” koma til framkvæmda.

Með þökk fyrir birtinguna, Þórður minn.

Hornklofi

Bæjarbúi skrifar.

Í Nýja bíó er verið að sýna þessa dagana franska mynd, sem heitir “Svikarinn”. Kvikmynd þessi er all hryllileg á, köflum, og ætti alls ekki að sýnast unglingum innan 16 ára aldurs.

Þrátt fyrir þetta hefur börnum verið seldur aðgangur að myndinni. Getur þú Þórður minn, upplýst mig í sambandi við þetta máil, hvort hér sé ekki starfandi barnaverndarnefnd, og hver sé formaður hennar. Væri ekki nokkur leið að fá nefnd þessa til að starfa?

Bæjarbúi

Í sambandi við þessi skrif bæjarbúa vil ég upplýsa, að barnaverndunarnefnd er auðvitað til. - Hinsvegar hefur hún ákaflega litið gert nú um ársbil.

Formaður hennar þetta ár mun vera Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri. Væri ekki rétt fyrir skólastjórann að vakna og nefndina að taka til starfa.

Þórður Þögli