Auglýsingar | Stúku Bíó

>>>>>>>>>>> Stúku Bíó

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar:

1. febrúar 1942

Eftirfarandi upplýsingar er hluti, úr Skýrslu um starfsemi Sjómanna og gestaheimisins Siglufjarðar, vegna ársins 1941.     Sem bitist í REGIN 1942

 

Samkomur og erindi.

 

Meiri áhersla var á það lögð en áður, að hafa samkomur á heimilinu til  uppbyggingar, fróðleiks og skemmtunar. Aðsókn var yfirleitt fremur góð.

Þessi erindi voru flutt:

Eiríkur Sigurðsson, kennari: Hvernig á að verja  tómstundunum

 

Heimilismenning Leo Tolstoj

Jón Gunnlaugsson, stud. med.: Unga Fólkið.

Þorleifur Bjarnason, kennari: Upplestur (Þorgeir í Vík)

Þorsteinn H.  Hannesson: Einsöngur

 

Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari frá Reykjavik dvaldi á Siglufirði í rúma viku á  vegum Stórstúku Íslands og sýndi kvikmyndir á heimilinu í 7 kvöld.

Voru það  myndir frá starfi Reglunnar, almennar fræðslumyndir, íþróttamyndir og ein  gamanmynd.

Vill stjórn heimilisins flytja hr. Sigurði Guðmundssyni og  Stórstúku Íslands bestu þakkir fyrir þessa heimsókn.

Litkvikmyndirnar: "Þú ert móðir vor kær" og "Blómmóðir besta", voru sýndar  5 sinnum á heimilinu, að tilhlutun Skógræktarfélags Íslands.

Guðsþjónusta var og haldin þar með aðstoð kirkjukórsins, sr.Ó.J. Þorláksson  talaði um efnið: "Kristur og vorir tímar". Skuggamyndir úr lífi Jesú voru sýndar í  sambandi við guðsþjónustuna.

Þá má geta þess, að skuggamyndir voru yfirleitt sýndar í  sambandi við erindin.

Margir gestir komu og hlustuðu að jafnaði á kvölderindi útvarpsins.