Frá Leikskálum: Útskrift elstu barna Föstudaginn
27. maí var útskriftarathöfn í leikskólanum. Þá komu foreldrar, ömmur og afar og
fögnuðum þessum áfanga með börnum sínum. Fulltrúar frá Rauða Krossinum komu og
gáfu öllum börnunum hjálma. Addi lögga kom og var með gagnlegar upplýsingar til
barnanna varðandi umferðareglur og hjálmanotkun. Steini hjúkka kom einnig og var
með eggjagjörning sem tengdist hjálmanotkun. Í lokin buðu Rauðakrossmenn
börnunum upp á prins póló og safa.
