>>>>>>>>>>> SR eða Rauðka? (2)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 26. ágúst 1939     (2)

Svar meirihluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins við athugasemdum hr. Þórðar Runólfssonar og hr. Snorra Stefánssonar við álit og áætlanir verksmiðju-stjórnarinnar, dags. 13. þ.m.

 

Verksmiðjustjórn Rauðku hefir fyrir hönd Siglufjarðarkaupstaðar fengið þá hr. Snorri Stefánsson verkstjóra og hr. Þórð Runólfsson vélaeftirlitsmann, til þess að semja nýja áætlun um stofnkostnað fyrir byggingu 5.000 mála verksmiðju í stað Rauðku. Jafnframt hefir versmiðjustjórn Rauðku fengið þessa sömu menn til þess að gera athugasemdir við álit og tillögur stjórnar síldarverksmiðja ríkisins í bréfi til hins háa atvinnumálaráðuneytis, dags. 13. júlí sl.

 

Við leyfum oss að byrja á því, að svara alhugasemdum þessari manna við framangreint álit og tillögur meirihluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, og þvínæst að víkja lítilsháttar að hinni síðustu útgáfu á stofnkostnaði við nýbyggingu Rauðku.

 

Hr. Snorri Stefánsson og hr. Þórður Runólfsson byrja athugasemdir sínar með því að fullyrða, að vér höfum hækkað áætlunina fyrir nýbyggingu Rauðku, er samin var af hr. fiskifræðingi Garðari Þorsteinssyni og hr. verkfræðingi Sig. Thoroddsen, um kr. 258.507,59 upp í kr. 1.708.507.52.

 

Þessi fullyrðing er gripin algjörlega úr lausu lofti, því að í bréfi, dags. 26. maí s.l., frá hr. bankastjóra Svavari Guðmundssyni til hæstvirts atvinnumálaráðherra, er frá því skýrt, að stofnkostnaður við nýbyggingu Rauðku væri áætlaður kr. 1.708.507,52, eflir þáverandi gengi Íslensku krónunnar, og fórum vér vitanlega í áliti voru eftir þessari áætlun, sem kom frá umboðsmönnum Rauðku sjálfum, þar sem nýrri útgáfa var þá ekki til að stofnkostnaði fyrirhugaðrar nýbyggingar Rauðku. Kemur oss mjög einkennilega fyrir sjónir, að þessir menn skuli ekki þekkja til þessarar áætlunar.

 

Hitt er rétt, að vér hækkuðum þessa áætlun, frá 26, maí, upp í kr. 2.000.000,oo eða um kr. 291.149,48. auk mismunar áætlaðs bókfærðs verðs núverandi Rauðku, kr. 160.000,oo og kaupverðs lóða á Raufarhöfn kr. 23.000,0o. og gerðum það með hliðsjón af því, að lýsisgeymir, bryggja, mjölhús og fleira var í fyrrnefndu bréfi reiknað alltof lágt.

 

Þar að auki var ekki reiknað með vöxtum af lánsfé á meðan verið væri að byggja versmiðjuna.

 

Vér teljum, að nýbygging Rauðku kosti ekki minna en 5 þúsund mála verksmiðja á Raufarhöfn, og stofnkostnað þeirrar verksmiðju höfum vér áætlað kr. 2.000.000,oo og má í því sambandi benda á, að hægra og ódýrara er að ná í byggingarefni (möl og sand) á Raufarhöfn heldur en á Siglufirði, og vinnulaun Þar einnig lægri en á Siglufirði.

 

Í áætluninni fyrir Raufarhafnarverksmiðjuna er gert ráð fyrir vöxtum af stofnkostnaði meðan á byggingunni stendur, og gert ráð fyrir, að keyptar verði fyrsta flokks vélar í verksmiðjuna og hún gerð að öllu leyti fullkomlega í samræmi við nýjustu reynslu í síldariðnaði.

 

Oss hefir verið tjáð, að nýbygging Rauðku ætti einnig að vera nýtísku verksmiðja, en ef svo er, ætti stofnkostnaður hennar að vera hinn sami og Raufarhafnarverksmiðjurnar, svo framarlega sem gert er ráð fyrir því, að það fái staðist fyrstu í áætlun Rauðku, að andvirði núverandi húsa og og véla verksmiðjunnar hrökkvi fyrir kostnaðinum við niðurrifi þeirra til þess að rýma fyrir hinni nýju verksmiðju, og sleppt að reikna með því, að grunnur undir Rauðku er miklu dýrari en undir Raufarhafnarverksmiðjuna, Þar sem nýbygging Rauðku verður að standa straum að núverandi áætluðu bókærðu verði Rauðku, sem rifin verður ef til nýbyggingar kæmi.

 

Hr. Snorri Stefánsson og hr. Þórður Runólfsson gera nokkrar athugasemdir við áætlun vora um kostnað við stækkun S.R.'30 og S.R.P. Þeir telja að viðbót við hús verksmiðjunnar S.R.'30 sé óvarlega áætlað á kr. 25.000,oo og að viðbót við verksmiðjuhús S.R.P. sé einnig of lágt áætluð á kr. 15.000,oo.

 

Við þessu er það að segja, að þessir liðir eru í samræmi við það, sem viðbótarbygging S.R.N. kostaði s.l. ár. Ennfremur telja þeir, að í áætlunina vanti eftirfarandi:

  1. Flutningstæki inni. Þessi tæki eru nú að miklu leyti til í verksmiðjunni, en það sem á vantar, er í áætlun vorri undir liðnum: "áhöld", vogir og ýmislegt", og nemur sá liður ca. 24.000,oo krónum.

  2. Pípur og pípnafellur, hanar, einangrun og fleira telja þeir vanta í áætlun vora, og reikna kr. 18.000,oo. Þetta höfum vér áætlað undir lið: "lýsiskar, pumpur og tilheyrandi," í áætlun vorri, og nemur sá liður ca. kr. 24.000,oo.

  3. Pressa í S.R.'30. Þessi pressa er til hjá verksmiðjunum, og hefir legið hér ónotuð í 3 ár, en hinsvegar eru notaðar samskonar pressur á Djúpuvík og Hjalteyri. Pressan var keypt ný 1935 og er gerð fyrir 2.400 mála vinnsluafköst á sólarhring.

  4. Olíugeymir 4 þúsund tonna. Þessi geymir er nú þegar byggður, og getur ekki komið til mála, að telja hann til stofnkostnaðar hinnar fyrirhuguðu viðbótar.

  5. Löndunartæki og bryggjur með flutningstækjum til þróar. Við þessu er það að segja, að löndunarlæki þurfum vér að setja upp við Síldarverksmiðjur ríkisins, hvort sem afköst þeirra verða aukin eða ekki, enda höfum vér sótt um gjaldeyrisleyfi fyrir þessum löndunarlækjum undanfarin 2 ár, en árangurslaust. Aftur á móti teljum vér, að jafnlitil verksmiðju og Rauðka er nú, þurfi ekki að ráðast í kaup á dýrum löndunartækjum.

  6. 15% af  framangreindum liðum fellur niður, þar sem framangreindir liðir falla sjálfir burtu.

  7. Rentur af verði olíugeymis kr. 120.000,oo, 6% í 1 ár, kemur ekki við kostnaði væntanlegrar viðbótar, þar sem greiddar verða rentur af áorðnu stofnkostnaði Síldarverksmiðja ríkisins, hvort sem afköst þeirra verða aukin eða ekki.

  8. Vanreiknað ófyrirséð 15% í stað 10% í áætlun verksmiðjanna. Við þessu er það að segja, að 10% er nægilegt fyrir ófyrirséðum útgjöldum, þegar nákvæma áætlun er að ræða.

 

Af framangreindum ástæðum fá þær athugasemdir, sem gerðar hafa verið við áætlanir vorarum kostnað við aukningu alkasta verksmiðjanna S.R.'30 0g S.R.P., ekki staðist.

 

Í framangreindum athugasemdum er farið nokkrum orðum um það, að Síldarverksmiðjur ríkisins hafi talið s.l. ár, að þær þyrftu að bæta við 4 þúsund tonna lýsisgeymi á Siglufirði, en þó afköst þeirra verði aukin um 5 þúsund mál, þá þurfi þær, ekki á byggingu nýs lýsisgeymis að halda.

 

Við þessu er það að segja, að þó afköst verksmiðjanna verði aukin um 5 þúsund mál, þá hafa þær samt svipað geymslupláss fyrir lýsi, eins og nýbygging Rauðku myndi hafa, þó þar væri byggður 4 þúsund tonna lýsisgeymir, eins og áætlað hefir verið í öllum áætlunum nýbyggingar Rauðku.

 

Það sama er að segja um þróarpláss hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, með tilliti til nýbyggingar Rauðku.

 

Þeim herrum, Þórði Runólfssyni og Snorra Stefánssyni, virðist ekki ljóst, af hverju vér teljum að reksturskostnaður verði kr. 0,20 lægri per mál hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, eftir að fyrirhuguð stækkun þeirra hefir verið framkvæmd, hjá nýrri 5 þúsund mála Rauðkuverksmiðju.

 

Þessu er því að svara, kr. 0,20 per mál er aðeins það, sem vér teljum að stjórnarkostnaður, innkaup, farmgjöld o.s.frv. verði lægri hjá 23.000 mála verksmiðjum, sem reknar eru undir einni stjórn, en hjá 5 þúsund mála verksmiðju, sem rekin er án samvinnu við aðrar verksmiðjur.

 

Hinu höfum vér viljandi ekki reiknað með, að núverandi vinnslukostnaður í S.R.'30 og S.R.P. lækkar um 0,50 per mál eftir að fyrirhuguð stækkun þeirra hefir verið framkvæmd, því gera má ráð fyrir svipaðri lækkun á núverandi vinnslukostnaði hjá Rauðku, eftir að hún væri orðin að 5 þúsund mála verksmiðju.

 

En munurinn er samt sá, að nú vinnur Rauðka árlega ca. 40 þúsund mál, en S.R.P. og S.R.'30 ca. 200.000 mál til samans. Svarar því kr. 0,50 per mál lækkun á núver, vinnslukostnaði til kr. 100.000,oo hjá S.R.'30 0g S.R.P., en aðeins til kr. 20.000,oo hjá Rauðku.

 

Myndu því sparast á þessum eina lið árlega ca. kr. 80.000,oo við að auka alköst S.R.'30 og S.R.P. í staðinn fyrir nýbyggingu Rauðku.

 

Þá kemur að því að athuga lítilsháttar síðustu útgáfu af Stækkun stofnkostnaðar nýbyggingar Rauðku.

 

Því hefir verið haldið mikið á lofti, að allar byggingar hinnar fyrirhuguðu Rauðku myndu verða sérlega ódýrar, þar sem þær yrðu gerðar úr járni, og þyrfti ekki annað en fella þær saman á byggingarstaðnum. Með þessu byggingarfyrirkomulagi var stofnkostnaður Rauðku áætlaður kr. 1.708.507,52. En í þessari síðustu áætlun er horfið frá að nota þetta ódýra byggingarfyrirkomulag og gert ráð fyrir, að allt verksmiðjuhúsið verði byggt úr járnbentri steinsteypu, einnig á mjölhúsið að vera úr steinsteypu. Óhjákvæmilega verða byggingar verksmiðjunnar mikið dýrari úr járnbentri steinsteypu heldur en gerðar úr járni.

 

En þrátt fyrir það hafa hinir síðustu áætlunarsmiðir Rauðku séð sér fært að lækka hina næst  síðustu áætlun hennar um kr. 300.507,52.

 

Í bréfi hr. bankastjóra Svavars Guðmundssonar, dagsettu 20. maí s.l., er áætlað að verksmiðjuhúsið með hinu fyrrnefnda ódýra fyrirkomulagi kosti fyrir utan uppsetningu, en ásamt undirstöðum og múrvinnu, kr. 149.424,oo, plús hlutdeild í tollum.

 

Þar er einnig áætlað uppsetning verksmiðjuhúss og niðursetning véla kosti kr. 135.840,oo plús hlutdeild i tollum. Samtals nema þessir tveir liðir kr. 285.264,0o.

 

Í fyrrnefndri síðustu áætlun yfir stofnkostnað Rauðku eru þessir liðir áætlaðir þannig:

Verksmiðjuhús . kr.70.000,oo

Vélaundirstöður . - 10,000,o0

Vinnulaun við uppsetningu véla og lækja . - 80.000,00

Alls krónur 160.000,oo

 

Mismunur vegna gengisbreytinga ca. - 10.000,oo

                                             Samtals kr. 170.000,00

 

Áætlunin frá 26. maí hefir því verið lækkuð um ca. kr. 115.204,oo á framangreindum liðum, og verður að telja, að þetta geti með engu móti staðist, þar sem í hinni nýju áætlun er gert ráð fyrir dýru, járnbentu og steinsteyptu verksmiðjuhúsi í stað járnhúss, eins og upprunalega var reiknað með.

 

Vér höfum heyrt, að fyrrgreind lækkun á áætlun Rauðku hafi að einhverju leyti fengist með því, að nú sé gert ráð fyrir að nota undirstöður hinna gömlu timburhúsa Rauðku fyrir undirstöður fyrir hið nýja járnbenta steinsteypuhús, sem á að nokkru leiti að vera 4 hæða hátt.

 

Það kemur vitanlega ekki til mála, að nota hina gömlu undirstöðu timburhúss Rauðku á þennan hátt, enda ekki gert ráð fyrir því í fyrstu áætlun nýbyggingar Rauðku, sem samin var af þeim hr. verkfræðingi Sig. Thoroddsen og hr. fiskiðnfræðingi Garðari Þorsteinssyni, né heldur í áætlun frá 26. maí s.l.

 

Hvernig Siglufjarðarkaupstaður getur talið Rauðkueignina aðeins kr. 80.000,oo getum vér ekki skilið. Samkvæmt efnahagsreikningi Siglufjarðarkaupstaðar 1937 eru Goos-eignirnar bókfærðar á kr. 200.000,oo.

 

Á s.l. ári var Rauðka endurbætt fyrir ca. 40 þúsund, og er því lágt áætlað, að bókbert andvirði núverandi Rauðku sé kr. 160.000,oo eins og vér höfum áætlað.

Í síðustu áætlun Rauðku er gert ráð fyrir að 24.000 mála síldarþró kosti uppkomin aðeins kr 22.268,oo.

 

Vér höfum áætlað að 20.000 mála síldarþró á Raufarhöfn, sem gert er ráð fyrir að byggð verði með sama fyrirkomulagi, kosti kr. 70.000,oo miðað við gengi Íslensku krónu s.l. ár, og eru allir liðir þessa kostnaðar greinilega sundurliðaðir í áætlun vorri um byggingu verksmiðju á Raufarhöfn.

 

Það er tekið fram í þessari síðustu áætlun nýbyggingar Rauðku, að nota eigi timbrið úr hinni 27 ára gömlu Rauðku-verksmiðju í veggi nýja þróarinnar, og er þetta vitanlega hinn mesti barnaskapur og heldur ekki gert ráð fyrir því í hinum fyrri áætlunum um nýbyggingu Rauðku.

 

Í áðurnefndu bréfi hr. Svavars Guðmundssonar er skýrt frá, að þróin muni kosta ca. kr. 81.504,oo plús hlutdeild í tollum, en þessi áætlun um þróna hefir nú verið lækkuð um ca. 75% í þessari síðustu útgáfu.

 

Einnig viljum vér geta þess, að ekki er áætlaður neinn kostnaður í þessari síðustu áætlun nýbyggingar Rauðku við að rífa niður núverandi byggingar og vélar, til að fá grunn fyrir hinna nýju verksmiðju, en á hinn bóginn er dregið frá væntanlegum byggingarkostnaði allt gamalt efni úr Rauðku og gamlar vélar, sem í henni eru.

 

Gengur þetta svo langt, að gert er ráð fyrir að nota sjóðara úr gömlu Rauðku, sem afkastar ca. 1000 málum á sólarhring, til að sjóða alla síld í hinni nýja 5 þúsund mála verksmiðju, aðeins með þeim breytingum að lengja hann og setja á hann þriðjungi fleiri inntök fyrir gufu, heldur en hann var upprunalega reiknaður fyrir.

 

Þar sem sjóðari er einhver þýðingarmesta vél fyrir hverja síldarverksmiðju, verður að telja fullkomið óráð að gera framangreinda tilraun til að lækka stofnkostnað við nýja verksmiðjubyggingu með því að nota í hana gamlar og ófullkomnar vélar.

 

Það er heldur ekki gert ráð fyrir þessari notkun á hinum gamla sjóðara í hinum tveim fyrstu óætlunum um nýbyggingu Rauðku.

 

Vér sjáum ekki ástæðu til að fara nánar út í kostnaðarliði þessarar áætlunar, og teljum vér, að alla áætlanir vorar í bréfi voru til hins háa atvinnumálaráðuneytis, dagsett þann 13. júlí s.l., standi óhaggaðar, og sannað sé, að mismunurinn sé kr. 837.000,oo sem ódýrara verður að auka við Síldarverksmiðjur ríkisins 5 þúsund mála afköstum en nýbygging Rauðku. Ennfremur stendur óbreytt það, sem vér höfum áætlað um mismun á reksturskostnaði þessara verksmiðja, en hann er árlega kr. 192.670,oo lægri hjá fyrirhugaðri 5.000 mála aukningu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins en hann yrði hjá nýbyggingu Rauðku.

 

Vér viljum minna á, að það er auðvelt að gera lágar áætlanir eins og nú hefir alveg sérstaklega verið gert í hinni síðustu áætlun um nýbyggingu Rauðku.

 

Hinn raunverulegi kostnaður vill þá oft verða meiri en áætlað hefir verið. Til dæmis var stofnkostnaður S.R.N.-verksmiðjunnar áætlaður á sínum tíma af hr. vélaeftirlitsmanni Þórði Runólfssyni að nema ca. kr. 600.000,oo.

 

Síðar hækkaði hann þessa áætlun, með áætlun dagsettri 10. júlí 1934, upp í kr. 650.000.oo en hinn raunverulegi byggingarkostnaður S.R.N., sem byggð var 1935 undir umsjón þessa sama manns, nam kr. 991.538,61.

 

Þar að auki var sú verksmiðja í stórkostlegu ólagi fyrstu 2 árin, sem hún var starfrækt, þangað til gerðar voru á henni endurbætur, sem kosttaði yfir 100.000 krónur.

 

Við teljum, að ekkert sé leggjandi upp úr slíkum áætlunum, en hinsvegar geti þær orðið skaðlegar fyrir heilbrigða þróun síldarútvegsins, sé mark á þeim tekið.

 

Siglufirði og Reykjavik, 28. júlí 1939

Þormóður Eyjólfsson.
Þorsteinn M. Jónsson.
Sveinn Benediktsson.
Jón Gunnarsson.