Myndirnar hér eru teknar á myndavél mína um borð í
flutningaskipinu Hvalvík , skipstjóri var Guðmundur Arason
Ég (Steingrímur) hafði verið að vinna við logskurð og rafsuðu í blanka logni, sléttum sjó og 35 °C hita, (sjórinn var þarna um 25 °C)
Breytt var um stefnu til að fara inn á Miðjarðarhafið um Gíbraltarsund. Við það náði undiraldan að flæða inn á dekk þar sem skipið var mikið lestað.
Hásetinn Sigurður Þorgeirsson kom mér til að aðstoða mig, en ég hafði áður náð að koma rafsuðuvélinni í öruggt skjól.
Myndavélin mín hafði verið uppi í brú og notaði vakthafafandi stýrimaður Jón Steindórsson stýrimaður, tækifærið og smellti af á meðan við vorum að bjarga súr og gastækjunum undan sjóganginum.
.
Ég (Steingrímur) hafði verið að vinna við logskurð og rafsuðu í blanka logni, sléttum sjó og 35 °C hita, (sjórinn var þarna um 25 °C)