|
K.F.S. í nýju verslunarhúsnæði

K.F.S. opnaði hið nýja og glæsilega verslunarhús sitt hinn 26. maí sl. Húsið er þrjár hæðir, að rúm-máli 364 rúmmetrar og gólfflötur neðstu hæðar um 400 fermetrar, búið mjög fullkomnum inn-réttingum af sænskri gerð. Á neðstu hæð er mat-vörukjörbúð, á annarri hæð vefnaðar, fata- og skóbúð, einnig með kjörbúðarsniði, en þriðja hæð, sem á að hýsa skrifstofur o.fl., er enn ófullgerð.
Fjárfesting félagsins í nýbyggingunni er nú orðin um 8 milljónir króna, auk innréttinga, sem kosta um 1 milljón króna.
Teiknistofa SÍS sá um allar byggingateikningar, og annaðist Hákon Hertervig verkið. Teiknistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvinds Valdemarssonar, Reykjavík, annaðist járnateikningar, en Kjartan A, Kjartansson, starfsmaður teiknistofu SÍS, skipulagði innréttingar og teiknaði stiga. Byggingameistarar voru Bjarki Árnason, Guðmundur Þorláksson og Gísli Þorsteinsson, Raflýsing h.f. annaðist raflagnir og lýsingu, Baldur Ólafsson múr vinnu og flísalögn, Guðmundur Þorláksson og Hjörtur Ármannsson trésmíði og umsjón við innréttingar, pípulagnir Jón Dýrfjörð, og málarar bæjarins máluðu húsið. Fleiri hafa lagt hönd að verkinu, sem virðist
vera ágætlega af hendi leyst í alla staði. Er húsið sennilega eitt fullkomnasta verslunarhús á landinu og býður upp á ágæta þjónustu.
Blaðið óskar kaupfélaginu til hamingju með hið nýja hús, sem að líkindum mun marka þáttaskil í sögu þess. |