| Mikil og góð tíðindi Niðurlagningaverksmiðja tekur til starfa nú í vikunni   
		Hin Nýja Niðurlagningarverksmiðja S.R. mun hefja starfrækslu nú í vikunni. Verksmiðjustjóri hefur verið ráðinn, Ólafur Jónsson, úr Reykjavík, er undanfarin ár hefur unnið hjá “Matborg” í Reykjavík, við niðursuðu og niðurlagningu ýmissa matvæla.  
		Áður hafði Ólafur unnið nokkra mánuði hjá niðursuðu og niðurlagningaverksmiðjum í Þýskalandi og aflað sér mikillar reynslu á þessu sviði þar.  Það verður að teljast sérstakt happ, að svo vel hefur tekist að fá hann til þess að veita hinni nýju verksmiðju forstöðu. 
		 Þá ber einnig að fagna því að hingað mun koma norskur sérfræðingur í niðurlagningu síldar, Bernt Björnsen, frá Stafanger, til þess að vera hinum nýja verkstjóra og forráðamönnum SR til aðstoðar, er niðurlagning síldarinnar hefst en Björnsen á litla niðurlagningaverksmiðju í Stavanger, er framleiðir mjög góða vöru. 
															
															                                                                   Verksmiðjan í byggingu
															   
		Af þessum sést, að forráðamönnum S.R. hafa allt gert til þess að þetta nýja fyrirtæki geti farið vel  af stað, enda mikið í húfi að vel takist fyrst í byrjun.  Hið nýja Verksmiðjuhús er aðeins ¼ hluti væntanlegrar byggingar. Byggingarframkvæmdir hófust í september 1961, og hefir verið unnið að því með miklum dugnaði að hið nýja verksmiðjuhús kæmist upp sem fyrst upp.  
		 Fyrst í stað mun verksmiðjan aðeins starfa í tilraunaskyni, og mun nú verið unnið úr 400 tunnum síldar. Lagt verður niður í fimm tegundir dósa, 35 gr. dósir, 90 gr. dósir, tveggja flaka og 18 flakadósir. Síldin verður lögð niður í 5 tegundir af sósum; vínsósu, ávaxtasósu, tómatsósu, lauksósu og dillsósu. 
		Fyrst um sinn verður ekki notaður mikill vélakostur við framleiðsluna. Verður núna aðeins notuð lokunarvél og þvottavél, að öðru leiti mun vinnan fara fram með höndunum. 
                                                             Hinu nýja fyrirtæki fylgja margar góðar óskir, og er það æði mikilvægt fyrir atvinnulífið í bænum að giftusamlega takist umframleiðsluna og sölu hennar |