Blanda, birt 1972
Strompleikur á Siglufirði
Í SUMAR hefur verið unnið að því á Siglufirði að rífa gömlu mannvirki frá síldarárunum. mannvirki, sem voru í eigu síldarverksmiðjanna Gránu Og Rauðku, settu sinn svip á Signifjarðarkaupstað, eins og allir kannast við, er þangað hafa 1agt leið sína.
Meðfylgandi myndir sýna einn þátt þessa umfangsmikla „rifrildis". Þarna er verið að brjóta niður reykháf frá síldarverksmiðjunni Gránu, sem nú er nær alveg horfin af sjónarsviðinu. Niðurbrot reykháfsins hefur vakið nokkrar þrætur með Siglfirðingum; sumir þeirra vildu sem sé halda í þennan tígulega stromp, sem minnisvarða. um síldarævintýri, er einu sinni var. En það er einlægt sama. sagan, þegar fortíðin er rúmfrek og stendur í vegi fyrir framtíðinni : gamalt hlýtur að víkja fyrir því, sem koma skal, og loftborinn hefur síðastra orðið.

Þegar reykháfurinn sá arna hefur verið niður brotinn og tjaldið er fallið í hinum merkilega strompleik, rís af grunni hans, myndarlegt fisksiðjuver á vegum útgerðarfyrirtækisins Þormóðs Ramma h.f.
Myndirnar eru teknar þann 29. september 1972
"Niðurrifsmennirnir" eru Óskar Berg Elefsen (með borinn) og Oddur Guðmundur Jóhannsson