Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Blanda Á skíðin við húsdyrnar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Sunnudagur 26. Nóvember 1972

Ljósmyndir: Steingrímur. Texti: "Ókunnur" blaðamaður Morgunblaðsins. (á ferð kringum landið?)

Á skíðin við húsdyrnar

Siglufjörður.

FERÐIN TIL SIGLUFJARÐAR. --- Síðasti áfanginn til Siglufjarðar landleiðina er um almenninga, (óbyggt svæði með þrjú býli: Hrólfsvellir, Þúfnavellir og Fálkastaði) Úlfsdali þar sem byggð var til skamms tíma á tveim bæjum, Máná og Dalabæ og sjá má Úlfshaug, hvar Úlfur víkingur var heygður og rústir og rústir Engidalsbæjar skammt norðar, sem geyma harmsögu snjóflóðanna árið 1919 hjá vitanum á Sauðarnesi, þar sem nú er myndarlegt býli. 800 metra löng jarðgöng um fjallið stráka í Siglufjörð.  Flogið er þrjá daga í viku frá Reykjavík beint til Siglufjarðar, (Flugfélagið Vængir) og aðra þrjá til Sauðárkróks (Flugfélag Íslands) með 2ja tíma akstri til Siglufjarðar. Vetrarmánuðina fer póstbáturinn Drangur og tvær ferðir í viku  milli Akureyrar og Siglufjarðar. 

SKÍÐAAÐSTAÐA. ---  Fjallið Strákar, sem jarðgöngin  liggja um, rís norðan Hvanneyrarskálar (ástarbolla  síldaráranna). Af tindi þess er eitt besta útsýni  hérlendis. þar má í góðu skyggni sjá vestur á strandir, norður í Grímsey og inn til jökla hálendisins.  Í Hvanneyrarskál,  sem er stutt ofan (vestan) kaupstaðarins, er jafnan ágætis skíðaaðstaða frá  náttúrunnar hendi, enda hafa þar verið æfðar og keppt í öllum greinum skíðaíþróttarinnar. Þangað er stutt heilsubótarganga (einnig jeppavegur) og fjallafriður  rétt við bæjarmörk.

Siglufjörður er snjóþung byggð, sem mörgum þykir miður, en  skíðafólkið getur jafnan hafið íþrótt sína við húsdyr. Fjallshlíðin vestan bæjarins,  býður upp á ýmsa byrjendaaðstöðu, en syðst í henni eru tveir hlaðnir stökkpallar: Stóri boli og litli boli, sem margur knár kappinn þreytt íþrótt sína í. --- Við efstu húsin í bænum er svo lítill byrjendastökkpallur. ---  Eftir 10-15 mínútna akstur er komið í Skarðsdal, þar sem hin kunnu Skarðsmót fara fram. Þar er snjór allt árið. Skammt er þangað í skíðasnjó í sumarsól og furðu gegnir, hve fáir nota enn sumarsnjóinn. Gildir hér sem víðar að margur fer yfir lækinn til að sækja vatn.  Austan fjarðarbotnsins er jörðin Hóll sem Siglufjarðarkaupstaður gaf Íþróttabandalagi Siglufjarðar (hús og afnotarétt hluta lands) Þar er ágæt aðstaða til að veita gestum og gangandi móttöku og veitingar. Hólshyrnan sem teygir rætur sínar í bæjarhlaðið, bíður upp á hverskonar aðstöðu til skíðaæfinga. Tvær færanlegar skíðalyftur eru hér sem flytja má milli staða, eftir þeim aðstæðum sem snjóalög skapa hverju sinni. 

HÓTELAÐSTAÐA. ---- Hér er rekið allt árið þægilegt og gott hótel, Hótel Höfn. Sérstakt gjald er fyrir þá sem stunda vetraríþróttir. Einstaklingsherbergi kostar þegar þetta er skrifað kr.450 og tveggja manna herbergi kr.650. Morgunverður kostar kr.160, hádegis og kvöldverður frá kr. 200-330. Kaffi með tilheyrandi kr.125. Þeir sem dvelja þrjá daga eða lengur á hótelinu í skíðaheimsókn yfir vetrarmánuðina, fá 15% afslátt frá tilgreindu fæðisverði. Á staðnum er og gufubaðstofa og flest önnur þjónusta sem ferðafólk þarfnast.