Föstudagur 26. september 1975
Ljósmyndir: Steingrímur og Þórunn
Strjálbýli. Ályktun bæjarstjórnar í Siglufirði um byggðamál:
Landshlutasamtökin verði ráðgjafar og þjónustuaðilar.
Fyrir skemmstu gerði bæjarstjórn Siglufjarðar stefnumarkandi samþykkt um byggðamál, starfssvið landshlutasamtaka og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samþykktin var gerð með 7 atkvæðum Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, gegn 2 atkvæðum Alþýðubandalags. Samstaða lýðræðisflokkanna allra um stefnumörkun í svo viðamiklum málaflokkum er athyglisverð. Samþykktin fer hér á eftir, ásamt greinargerð, og fylgja henni svipmyndir af framkvæmdum í Siglufirði endurvirkjun í Fljótaá, neðan Skeiðsfossvirkjunar, hitaveituframkvæmdum og íbúðabyggingum, sem nú eru fleiri í Siglufirði en um langt árabil.
Varðandi yfirstandi könnun og væntanlega lagasetningu um verkefnaskiptingu milli ríkis, sveitarfélaga og landshluta-samtaka sveitarfélaga, réttar-stöðu þessara aðila hvors gagnvart öðrum og byggðamál almennt, leggur bæjarstjórn Siglufjarðar til að við framtíðarskipan þessara mála verði eftirtalin meginatriði höfð í huga:
1) Verkefnaskipting milli ríkis, sveitarfélaga og samtaka þeirra verði endurskoðuð og sameiginlegum verkefnum ríkis og sveitarfélaga verði fækkað.

Neðri virkjun Fljótá (endurvirkjun). - Myndin sýnir stöðvarhúsið í byggingu. Á sl. hausti tókst að ljúka við að steypa undirbyggingu stöðvarhúss, þ.e. sográs, plötu undir vatnsvél og fyrstu veggjasteypu. Lokið var við að steypa stöðvarhúsið i endaðan júní. Tréverk hf., Siglufirði, sá um byggingu stöðvarhúss og inntaksstíflu. Norðurverk hf. tók að sér gröft og sprengingar á aðfærsluskurði, svo og skurði fyrir þrýstivatnspípu, sem verður steypt af því fyrirtæki. Vélar og rafbúnaður virkjunarinnar er væntanlegur til landsins i þessum mánuði. Áformað er að stöðin geti hafið raforkuvinnslu á nk. vetri. Rafveita Siglufjarðar er eigandi beggja virkjana í Fljótaá. SK
2) Einstök verkefni framkvæmdavaldsins verði falin þeim aðila, sem eðlilegast er að hafi með höndum, þannig að saman fari hjá sama aðila frumkvæði að framkvæmd, umsjón framkvæmdar og sá sami aðili standi að öllu leyti undir kostnaði við framkvæmdina.

Framkvæmdir við hitaveitu í Siglufirði hófust í júnímánuði. Vatnið verður leitt 5 km leið frá borholum á varmasvæðinu í Skútudal, sem gengur inn úr Siglufirði í suðaustur. Myndin sýnir vinnu við steypingu brunns í dreifikerfinu. Áætlað er að tengja um 120 íbúðir í norðurbænum í haust. Þá er áætlað að bora viðbótarholu í Skútudal, a.m.k. 1000 m djúpa, ef með þarf. SK
3) Ríkið hafi með höndum verkefni, sem varða alla landsmenn nokkurn veginn jafnt, án tillits til búsetu, og hafi hönd í bagga með jöfnun á aðstöðu einstakra byggðarlaga, sbr. tölulið 8. 4 ) Landshluta- og landssamtök sveitarfélaga verði fyrst
réttarstöðu þeirra gagnvart ríkisvaldinu, en verði ekki falin bein stjórnsýslu- og / eða framkvæmda-verkefni umfram þau, sem ákveðin kynnu að verða á árlegum þingum samtakanna. Fulltrúar á fjórðungs- og landsþing verði einvörðungu kosnir úr röðum sveitar-stjórnarmanna. Landshlutasamtökin verði einkum vettvangur fyrir sveitarfélög til að leysa sameiginlega tiltekin verkefni, sem henta þætti, og varða heil héruð eða landshluta, enda verði starfsemi þeirra kostuð af víðkomandi sveitarfélögum.

Gróska er í íbúðabyggingum í Siglufirði, sem lágu niðri um árabil. Um 20 íbúðir munu nú í byggingu, þar af 8 leiguíbúðir í fjórum tvíbýlishúsum, hitt einbýlishús. Húseiningar hf. (verksmiðjuframleidd hús í einingum) eiga verulegan hlut að máli. Myndin sýnir Fossvegssvæðið, þar sem flest hinna nýju húsa eru í byggingu. Á myndinni eru: Þórarinn Vilbergsson, byggingameistari ( Berg hf.), sem annast byggingu flestra húsanna. Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverkfræðingur. Einar Hallgrímsson, starfsmaður Siglufjarðarkaupstaðar Ljósmynd: Þorgerður [Þessi ljósmynd er skönnuð frá Morgunblaðinu og því ekki eins góð og eftir filmu]
5) Sveitarfélögin kosti og annist að öllu leyti staðbundin verkefni, sem fyrst og fremst snerta íbúa sveitarfélagsins og daglegt Líf þeirra. Má þar til nefna varanlega gatnagerð í þéttbýli menningar félags sveitahreppar bindist hagsmuna-samtökum við einn eða fleiri kaupstaðarhreppa eða kaupstað. Réttarstaða allra sveitarfélaga innan slíkra hagsmunasamtaka yrði sú sama, og stærð þeirra ákveðin í samræmi við landfræðilegar og hagsmunalegar aðstæður. Slík héruð mundu væntanlega leysa hina gömlu sýsluskipan af hólmi.
8) Athugað verði, hvort ekki væri hagkvæmt að sameina Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, Lánasjóð sveitarfélaga og Byggðasjóð í einn sjóð. Stjórn slíks sjóðs yrði skipuð að hluta af Alþingi og að hluta af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Sjóðurinn hefði það verkefni með höndum, að hjálpa til við uppbyggingu atvinnu- og menningalífs í hinum fámennari og vanmáttugri byggðarlögum, sem og stærri verkefni í fjölmennari byggðarlögum. Þegar um sérstaklega fjárfrekar framkvæmdir væri að ræða kæmi ríkisvaldið síðan til aðstoðar, sbr. töluiðið 3.
9) Stuðla ber að jöfnun að stöðu milli hinna ýmsu landshluta, m.a. með breytingu á símatöxtum og lækkun á vöruflutningakostnaði. Slíka lækkun mætti framkvæma með þrennskonar samhliða aðgerðum: a) Lækka tolla og innflutningsgjöld á vörubifreiðum og varahlutum til þeirra og lækka skatta og gjöld af rekstri langferðabifreiða, b) koma upp góðri hafnaraðstöðu fyrir millilandaskip, ásamt tollvörugeymslu og öðru sem þurfa þætti, á að minnsta kosti einum stað í hverjum landshluta, með það fyrir augum, að þar mætti skipa upp og afgreiða megnið af þeim vörum, sem landshlutinn þarfnast, og c) tryggja greiðar samgöngur milli þessara landshluta- eða fjórðungshafna og annarra hluta landsfjórðungsins með góðu og öruggu vegakerfi og flóabátum, þar sem það væri nauðsynlegt.
GREINARGERÐ. Við samningu þessarar ályktunar hefur verið stuðst við greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga (des. 1973 ). Sumstaðar eru tillögur SÍSA teknar orðrétt upp í þessa ályktun, sumstaðar er þeim hnikað til og breytt og í enn öðrum tilvikum er um nýjungar að ræða. Rökstuðningur SÍSA fyrir tillögum sinum á því sumstaðar einnig við þessa ályktun, en annarsstaðar ekki.
Það, sem bæjarstjórn Siglufjarðar vill einkum leggja höfuðáherslu á- með þessari ályktun, eru eftirtalin þrjú atriði:
Gera sveitarfélögum kleift að standa sem allra mest á eigin fótum, með því að fá þeim aukin verkefni í hendur og aukna tekjustofna til að standa undir þessum verkefnum.
Láta sveitarstjórnarmenn sjálfráða um það, að hve miklu leyti og á hvern hátt þeir vilja hafa samvinnu við aðrar sveitarstjórnir um verkefni sem varða heil héruð eða landshluta, og hversu miklu þeir vilja til slíkra verkefna kosta af ráðstöfunarfé sveitarfélaga sinna hverju sinni.
Vinna að minnkandi búseturöskun með því að örva og stuðla að uppbyggingu arðvænlegra atvinnugreina í hinum dreifðu byggðum landsins og með því að minnka verðmismun á aðkeyptum vörum og þjónustu milli landshluta.
Verðmætasköpun og ráðstöfun þeirra. ljóst er, að þjóðarauður okkar Íslendinga og árlegt eyðslufé er að langmestu leyti til orðið vegna starfsemi hinna..og fremst ráðgjafar og þjónustuaðilar þeirra sveitarfélaga, sem í hlut eiga, og gæti .....
[ því miður hefi ég ekki niðurlag ályktunarinnar tiltæka, en þeir sem eru forvitnir um niðurlagið geta nálgast það á bókasöfnum, (væntanlega) eða hjá Mbl.]