|
16.
maí 2004 "Árgangur ´40" er hér um helgina. Og í morgun
klukkan 11, nákvæmlega upp á dag,- fyrir 50 árum var þessi
hópur fermdur í Siglufjarðarkirkju. Hópurinn hlýddi á orð
sóknarprestsins inni í kirkjunni um stund, síðan fékk ég hópinn til að
stilla sér upp á kirkjutröppunum, og tók þessa mynd af þeim. Hópurinn
kemur víða að frá landinu, og einnig alla leið frá Bandaríkjunum og
Svíþjóð, svo eitthvað sé nefnt. Kirkjunni var færð peningagjöf í tilefni
dagsins. |
|
16.
maí 2004 Flutningaskipið ICE LOUISE losaði hér í morgun
rækjufarm (frosna) til Þormóðs Ramma. |
|
16. maí 2004
35 "ný" andlit frá skyggnum |
|
16.
maí 2004 Siglufjarðarmót í svigi og stórsvigi, fór
fram í blíðskaparveðri á skíðasvæðinu í "Siglufjarðarskarði" í
gær. Eftir mótið
var slegin upp pylsu-grillveislu. Alli vinur minn sendi mér
frábærar myndir frá mótinu, sem þú sérð ef þú smellir á myndina |
16. maí 2004
Ein gömul: Jóhann Andrésson og Jónas Björnsson |
15.
maí 2004 Ein gömul: Sveinn Sigurðsson og
Hannes Garðarsson. |
 Þær
eiga afmæli í dag,
15. maí 2004 |
|
14. maí 2004
Kiwanis klúbburinn Skjöldur á Siglufirði, afhenti í hádeginu 7
ára krökkum, í samvinnu með Eimskip og Flytjanda, öryggishjálma til
varnar krökkunum er þau stíga á reiðhjól, hjólabretti ofl. Afhendingin
fór fram í Barnaskólanum. Ég mætti og tók nokkrar myndir sem koma í ljós
ef smellt er á myndina. |
|
14. maí 2004 Nú
standa yfir framkvæmdir á golfvellinum eins og nokkur undanfarin ár.
Golfklúbburinn hefur í samvinnu við Siglufjarðarbæ og Bás unnið að
endurbótum á golfvellinum í 4 ár og hefur völlurinn tekið stakkaskiptum
undanfarin ár. Öll tækjavinna hefur verið unnin af Bás
en félagar í G.K.S. hafa unnið annað í sjálfboðavinnu. Nú er verið að
fylla í skurði, gera ræsi og bæta aðgengi. |
|
14.
maí 2004 Ein gömul: Fisksalarnir Björn Þórðarson og
Jósafat Sigurðsson, með stórlúðu á milli sín, framan við Fiskbúðina. |
Hún
á afmæli í dag: 14. maí 2004 |
|
13.
maí 2004 Fyrirtækið Bæjarkort Selfossi, sem yfirtók
nýlega, fyrirtækið Vegakort. Starfsmenn þess eru nú á yfirferð um
landið, til viðhalds hinum ýmsu vega og kynningarkortum sem þeir sjá um-
og eru úti um allt land. Þeir voru að störfum í dag við kort
Siglufjarðarkaupstaðar vegna viðhalds á uppistöðunum, en skipt verður um
kortið sjálft ásamt upplýsingum á næstunni. Þetta eru Jón Kristjánsson
og Ingimar Pálsson sem er aðal eigandi fyrirtækisins Bæjarkort. |
|
13.
maí 2004
Togarinn Lómur 2 er sloppinn úr farbanninu, - og fór út fjörðinn
klukkan 13:00 í dag. |
|
13. maí 2004
Framkvæmdir hafnar í miðbænum. Eins og fólk á
Siglufirði, hefur líklega orðið vart við þá eru hafnar framkvæmdir í
miðbænum, á torgi og á svæðinu neðan kirkjunnar. Páll Samúelsson, sem
er Siglfirðingum að góðu kunnur, hefur fengið framkvæmdaleyfi til þess
að byggja tröppur og hanna svæðið neðan kirkju og hefur hann fengið BÁS
ehf. til þess að framkvæma verkið fyrir sig. Páll ákvað að ráðast í
framkvæmdina til minningar um foreldra sína er bjuggu hér á Siglufirði.
Framkvæmdin er því samvinnuverkefni bæjarins og Páls en hann mun bera
kostnað af þessu verki. Leyfi til framkvæmda var gefið af tækni – og
umhverfisnefnd. Teikningar af hönnuninni má sjá á bæjarskrifstofu en
um mjög athyglisvert verkefni er að ræða. Jafnframt eru að hefjast
framkvæmdir við torgið en ákveðið hefur verið að taka upp þær hellur sem
fyrir eru og breyta hönnun lítillega þannig að lagðar verða hellur í
kross yfir torgið ásamt því að umhverfið verður snyrt til. Arnar H.
Jónsson mun stýra þessu verkefni en áætlað er að því ljúki í júní. |
|
13.
maí 2004 Það eru ekki allir sem átta sig á því hvar
þessi mynd er tekin. Sveinn Þorsteinsson sendi mér nokkrar myndir sem
þið sjáið ef þið smellið fyrst á myndina. og síðan
hér. Þá
komist þið að því hvar myndin er tekin,- og hvers vegna. |
|
13.
maí 2004 Ein gömul. Þetta var þegar "ekki tók því"
að moka göturnar, því það snjóaði jafnóðum, betra var að þjappa snjóinn
! Þarna er Gunnar Þórðarson símvirki ásamt símajeppanum á
Grundargötunni, sennilega er myndin tekin 1962 (bygging Pósthússins
stendur yfir) |
|
_small.jpg) 12. maí 2004
Þetta eru þeir Höskuldur Ástmundsson og Aðalsteinn Oddsson, en
þeir voru að taka upp og ganga frá grásleppunetum sínum, en flestir
"grásleppukarlarnir" munu hafa tekið upp net sín. Báturinn Anna SI 6
sést hér í Innri höfninni, og þeir uppi á kantinum. |
|
12. maí 2004
Ég mætti þessum heiðurshjónum á Langeyrarveg ("frammi á firði") í
morgun, en þau höfðu fengið sér göngutúr í góða veðrinu. Þetta eru
Ingimar Þorláksson og Elsa Björnsdóttir |
|
12. maí 2004
Togarinn Lómur 2 sem losaði hér í gær tæp 300 tonn af rækju, er
hér ennþá en sagt er, samkvæmt óstaðfréttri frétt kyrrsettur hér
vegna kröfu frá KB-Banka. |
|
12. maí 2004
Ein gömul: Þær settu Siglufjörð í efsta sæti, á sínum tíma. Árdís
Þórðardóttir og Sigríður Júlíusdóttir. |
Þau
eiga afmæli í dag 12. maí 2004
Hún á afmæli í dag |
|
11. maí 2004
Svona fara þeir að hjá SR-Vélaverkstæði á Siglufirði. Þegar þarf
að gera við eða breyta botni á skipi. Aðsent Ó.B.E.
Smelltu á myndina |
|
11. maí 2004
Örlygur er kominn heim með hin eftirsóknalegu verðlaun frá Aþenu,
sem Síldarminjasafnið fékk frá Safnaráði Evrópu (European Museum Forum).
Á gripnum stendur: EUROPIAN MUSEUM OF THE YEAR AWARD og LUGI
MICHETTI AWARD 2004. Þetta eru önnur aðalverðlaunin, sem veitt eru í þeim
tilgangi að veita bestu söfnunum í Evrópu viðurkenningu. Við
Siglfirðingar getum verið stoltir af þeim mönnum sem barist hafa
fyrir þeim árangri sem nú þegar hefur áunnist, en mikið verk er þó
framundan. Myndin er tekin í Síldarminjasafninu, Gránu í morgun. |
|
11. maí 2004
Þrír rækjutogarar voru að landa rækju til Þormóðs Ramma. í
morgun. Togararnir Mánaberg og Sólberg, sem öllu jöfnu losa hér einu
sinni í viku, og Íslensk / Litháenskur togari Lómur 2, sem er í
eigu Guðmundar Hólm Svavarssona (barna barn Hólm Dýrfjörð) með um 300
tonn af rækju. Skipstjórinn er Þórður Björnsson og vélstjórinn Jón
Engilbert Sigurðsson, báðir Siglfirðingar. Togarinn tekur hér 500 tonn
af olíu |
|
11. maí 2004
Aðsent: Sæll Steingrímur.- Ég er ein af þeim sem finnst
gaman að skoða síðuna þína. - Mér datt í hug að senda þér myndir sem
teknar voru á heimili mínu í mars s.l.- Við hittumst hér um hádegi á
sunnudegi, nokkrir afkomendur Þórhallar og Jónasar Björnssona, svona
rétt til að tapa ekki hvort öðru. -Á myndunum eru frá vinstri talið:
Aftari röð: Bettý Gunnarsdóttir (dóttir Halldóru Jónasdóttur), ég, Jóna
Hrefna Bergsteins, (dóttir Guðrúnar Jónasdóttur) Aðalsteinn Valdimarsson
(sambýlismaður Hönnu Þóru), Hanna Þóra Lúðvíksdóttir (dóttir mín),
Margrét Halla Lúðvíksdóttir (dóttir mín) með mánaðargamlan son sinn
Kristján Snæ Friðriksson í fanginu, Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir (dóttir
mín), Rakel Björnsdóttir (Jónassonar), Halldóra Jónasdóttir
(Björnssonar) og maður hennar Gunnar Trausti Guðbjörnsson Fremri röð:
Edda Rósa Gunnarsdóttir (dóttir Dóru), Adam Jarron (sonur Eddu Rósu),
Arna Mjöll Óðinsdóttir (dóttir Bettýjar), Andri Jarron (sonur Eddu
Rósu), Gerður Dóra Aðalsteinsdóttir (dóttir sambýlismanns Hönnu Þóru),
Arnór Heiðar Benónýsson (sonur Fríðu Sjafnar), Lúðvík Ragnar Friðriksson
(sonur Margrétar Höllu), María Lísa Thomasdóttir (dóttir Rakelar) og
Björn Thomasson (sonur Rakelar). Með kveðju, Anna Laufey
Þórhallsdóttir |
11.
maí 2004 Ein gömul:
Horfnar bryggjur, horfin hús
-- 1964 |
|
10. maí
2004 Í dag voru formlega afhentir styrkir úr
Menningar og viðurkenningarsjóði KEA, á Akureyri. Ég var þar mættur
ásamt fulltrúa frá Lion og Kór aldraðra á Siglufirði, Vorboðanum - til
að taka þar á móti styrk / viðurkenningu frá sjóðnum. Þessi mynd er af
þeim hluta hópsins er hlutu styrk vegna menningarmála. Nánari
upplýsingar á vefnum www.kea.is
En Siglfirðingarnir á þessari mynd eru Hörður Hjálmarsson Lion,
Steingrímur Kristinsson Ljósmyndasafn og Sveinn Björnsson Vorboðinn.
Ljósmynd: Óskar Þór Halldórsson.
http://athygli.disill.is/Index/Forsida/view.aspx? . |
10. maí 2004 Það
er full ástæða til að skoða, það sem kom inn á síðuna nú um helgina.
Tengill: "Lífið í maí 1-9 2004" |
10.
maí 2004 Ein gömul:
Arnfríður Kristinsdóttir og Ágústa Guðmundsdóttir |
  Þau
eiga afmæli í dag
10. maí 2004 |