|
Í júní voru auglýstir styrkir til skráningar og miðlunar
menningarefnis á landsbyggðinni, í samráði við Iðnaðarráðuneytið og sem
hluti af áætluninni Átak um menntun og menningu á landsbyggðinni. Alls
er gert ráð fyrir þremur úthlutunum og er þetta sú þriðja í röðinni. Til
ráðstöfunar voru tíu milljónir. Alls bárust 54 umsóknir og sótt var um
rúmlega 80 milljónir.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
-
Háskólinn á Hólum og Byggðasafn Skagfirðinga,
Ragnheiður Traustadóttir, Upplýsingabrunnurinn Greipur - miðlun
fornleifarannsókna í Skagafirði: kr. 1.000.000
-
Uppsveitir Árnessýslu, Skeiða- og
Gnúpverjahreppur, Þjórsárdalur - minjar frá Söguöld: kr. 1.000.000
-
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Gagnvirkt
fræðsluforrit á neti um Gísla sögu Súrssonar: kr. 700.000
Fjölbrautarskóli Vesturlands og Bókaútgáfan Bjartur, Hjálmaklettur -
kennsluvefur um Egilssögu: kr. 700.000
-
Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, Upplýsinga-
og fræðsluvefurinn Latrabjarg.is: kr. 700.000
-
Skriðuklaustursrannsóknir, Tölvutæk endurgerð
miðaldaklausturs á Skriðu í Fljótsdal: kr. 700.000
-
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja, Horfinn heimur -
rafrænt gosminjasafn: kr.700.000
-
Grettistak ses., Á Grettisslóð, skráning
upplýsinga um fornleifar, örnefni og sögustaði sem tengjast
Grettissögu: kr. 700.000
-
Steinasafn Petru, Austurbyggð, Skráning á
steinasafni Petru: kr. 700.000
-
Safnahúsið á Húsavík, Þingeyskur sögugrunnur -
kortagerðarverkefni: kr. 500.000
-
Fornleifafræðistofan, Sagan í sandinum,
nunnuklaustrið á Kirkjubæ: kr. 500.000
-
Uppsveitir Árnessýslu, Skúli Sæland, Sögubrot
síðustu alda, menningarsaga uppsveita Árnessýslu: kr. 500.000
-
Fornleifavernd ríkisins, Sauðárkróki, Stöðlun
fornleifaskráningar á Íslandi : kr. 500.000
-
Menningarsetrið að Útskálum, Vefsjá með
prestsetrum og kirkjum: kr. 500.000
-
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Gerð vefsíðu
fyrir safnið: kr. 300.000
-
Steingrímur Kristinsson, verkefni:
Fréttamiðillinn Lífið á Sigló
--
Ljósmyndasafn Steingríms,
---
Bíósaga Siglufjarðar,
---
Mjöl og lýsissaga
--- og
fleira: kr. 300.000
|