Föstudagur 19. ágúst 2005
Tæknideild bæjarins sendi mér vísukorn, varðandi lausagang rolla
á svæðinu í kring um hús mitt sem ég hafði leitað svara við, þar sem ég
er ekki fær til að kveða vísur, til að svara Tæknideildinni, þá óskaði ég
aðstoðar lesanda minna. Nú þegar hafa nokkrir veitt mér stuðning og sent
mér vísur.
Fyrsta vísan, frá Tæknideildinni Féið þykir fagurt.
Frjálst það leikur sér.
Verður varla magurt
Við túnfótinn hjá þér.:
siggibald@simnet.is Hrafni þykir "féið" flott,
frjálst, með mör á vömbum.
Eins finnst Krumma ketið gott
-Kroppar augu úr lömbum-
ggs@best.is Kindur éta kálið mitt,
halda fyrir mér vöku,
bærinn gerir ekki sitt,
en sendi í staðinn stöku
biggap@simnet.is Kannski féð sé fagur
í túngarðinum hjá mér,
þá er ég nógu magur
það hver helvíta maður sér.
Frá ónafngreindum:
Rollurnar heima í hlaði,
halla sér nú undir flatt.
Í áhaldahúsið með hraði
þar Hrafninn nú gæti þær glatt
benben@mi.is£ Hafsteinn nefnist maður Hólm
held hann þekki flestir.
Rollurnar hafðu reyrðar í hólf
ropa bæjarins mestir.
siggibald@simnet.is
Vaki um nætur, frið ei finn
fáar gleðistundir.
Krunkar hrafn við kofann minn
kindur jarma undir.
Dýravinur hann er hollur
og hrifinn er af ketinu
að í bæjum, rási rollur
réttlætir á netinu.
leirmann.
Frá ónafngreindum: Í skaparanns sælu til sveita,
er sonur sem brögðum kann beita.
Með háði og spott,sagði Hraunarinn hott,
í haust veit svo hvar á að leita.
saesi@rammi.is
A Amast Grímur ánum yfir
annast ekki vill um þær
Þó hann viti að þjóðinni lifir
Á þeirri sem er honum svo kær
leor@simnet.isX
Hann bregst þeirra björtustu vonum,
einn betri af bæjarins sonum,
og þær vill hann skjóta, - eða senda til Fljóta,
fyrir að laðast að honum.
leor@simnet.isX
Þótt rollurnar hungraðar hími,
en helgi sér ákveðið rými,
og fylli sinn maga, - jafnt nætur sem daga,
í kálgarðinum hjá Grími.
SK@ Undanfarin ár
hafa þeir aðeins talað
á meðan fæddust einstök sár
hjá þeim sem í beðin hafa raðað.
Athugasemdir:
£ Varðandi þessa vísu, vil ég taka fram að
Hafsteinn Hólm hefur ekki átt og á ekki neinar af þeim rollum sem hér
ganga lausar, hann þarf ekki að reyra sínar rollur, þær eru í löggiltum
haga langt í burtu frá Siglufirði.
@"Þessi vísa" -- bara kom, ég veit ekki hvernig, en þetta er
fyrsta og eina "vísan" sem nokkru sinni hefur oltið frá mér. Hvort
einhver stuðlaregla hefur verið brotin, þá kæri ég mig kollóttann. SK
XÞetta er samt bara vel meint Kveðja - Leó.
AÉg á erfitt með að skilja hversvegna
Siglfirðingar virðast vera svona á móti sauðkindinni! Ég skil að fólk
vilji ekki hafa hana í görðum hjá sér, en girðingar ættu ekki að vera
neitt stórmál! Sérstaklega eftir að búið verður að girða allan bæinn með
snjóflóðavarnargörðum!! --
Sjáið hvernig hlíðarnar eru að verða, ekkert nema gul sina sem er ekki
glæsileg á að líta, það eina sem er almennilega grænt eru þau svæði sem
hross ganga á og bíta! Ég vil leyfa sauðfjárhald í Siglufirði en um leið
þurfi að setja upp sauðheldar girðingar! --- Kv Sævaldur
Jens Gunnarsson