Aðsent í júlí | Sverrir Sveinsson | Grein: Júlíus Hraunberg | Grein: Guðný Pálsdóttir

>>>>>>>>>>> Sverrir Sveinsson

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um jarðgöng, þykir mér rétt að rifja upp forsögu "Héðinsfjarðarganga" S.K:      Tekið af vef Alþingis

112. löggjafarþing. – 458 . mál.   ----  27.03.1990

795. Tillaga til þingsályktunar,

um könnun á gerð jarðganga og vegarlagningu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla.
 

Flutningsmenn: Sverrir Sveinsson, Halldór Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds, Árni Gunnarsson, Pálmi Jónsson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta Vegagerð ríkisins kanna í samráði við sérfróða aðila lagningu vegar og gerð jarðganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar um Héðinsfjörð.
    Við könnun þessa skal m.a. hafa í huga hagkvæmni jarðgangagerðar borið saman við aðra valkosti og hafa sérstaklega hliðsjón af stofnkostnaði, notagildi, viðhaldskostnaði, byggðaþróun, félagslegum sjónarmiðum, samtengingu þéttbýlisstaða og styttingu vega.

Greinargerð.

    Árið 1986 skipaði þáverandi samgönguráðherra nefnd til að gera langtímaáætlun um jarðgöng til samgöngubóta á þjóðvegakerfi landsins. Markmið þessarar áætlunar voru skilgreind í skipunarbréfi: Að tengja þau byggðarlög við vegakerfi landsins sem ekki eiga völ á fullnægjandi tengingu með öðrum hætti. Enn fremur að tengja saman byggðarlög sem mynda eðlilega félagslega og atvinnulega heild en geta ekki komið á viðunandi sambandi sín á milli nema með jarðgöngum eða öðrum álíka mannvirkjum. Átti nefndin að hafa að leiðarljósi í starfi sínu eftirtalin atriði:
1.    Samanburð jarðganga við aðrar mögulegar lausnir með tilliti til stofnkostnaðar, viðhaldskostnaðar, notagildis og umferðaröryggis.
2.    Röðun verkefna.
3.    Framkvæmdahraða og hugmyndir um fjármögnun miðað við að unnið sé samfellt að jarðgangagerð.
    Áætlunin verði sett upp þannig að hún geti fallið að langtímaáætlun um vegagerð og orðið hluti af henni á síðari stigum. Áætlunin skal hefjast á jarðgöngum um Ólafsfjarðarmúla sem voru þegar tekin með í langtímaáætlun um vegagerð.
    Nefndin skilaði skýrslu sinni í mars 1987 og í formála hennar segir m.a.:
    „Með tilliti til þess að hér er um að ræða fyrstu áætlun sinnar tegundar og tími naumur skal í þessum áfanga lögð áhersla á tengingu kaupstaða og stærri kauptúna. Er þá haft í huga að aðrir staðir yrðu teknir fyrir síðar í tengslum við endurskoðun langtímaáætlana um jarðgöng og vegagerð.“
    Í samræmi við skipunarbréf nefndarinnar takmarkaði hún starf sitt við athuganir á fjallvegum og hættustöðum þar sem ekki er völ á öðrum lausnum en jarðgöngum eða yfirbyggingum. Af þeim sökum urðu út undan að mestu athuganir á jarðgöngum til styttingar á vegum. Tillögur nefndarinnar um röð verkefna í framtíðinni voru Ólafsfjarðarmúli, Botnsheiði og Breiðadalsheiði, Fjarðarheiði og Oddsskarð. Heildarlengd þessara ganga er um 30 km og framkvæmdatími áætlaður 22 ár. Engu að síður hafa komið fram að undanförnu hugmyndir um önnur göng eins og jarðgöng undir Hvalfjörð og Kópavog sem raskað gætu þessari framkvæmdaröð.
    Þann 15. mars sl. fagnaði þjóðin því að sprengingum var lokið í Ólafsfjarðarmúla töluvert langt á undan áætlun og nú hefur samgönguráðherra rætt um að flýta framkvæmdum við jarðgöng á Vestfjörðum. Þessu ber að fagna þar sem bættar samgöngur milli staða á landsbyggðinni eru e.t.v. besta vörnin gegn þeirri byggðarröskun sem nú gengur yfir og menn eru sammála um að reyna að sporna við. Það tók nokkuð langan tíma að sannfæra ráðamenn um gildi jarðganga í samgöngumálum hér á landi. Jarðgöngin um Stráka voru tekin í notkun 1967 og göngin um Oddsskarð 1977. Samtals eru þessi göng um 1.420 m löng. Ekki varð um samfelldar framkvæmdir að ræða og svo voru skoðanir manna skiptar á gildi þessara mannvirkja sem vissulega eru dýr í stofnkostnaði en þarfnast aftur á móti lítils viðhalds. Því var engu fé varið til jarðgangagerðar næstu árin.
    Verkfræðingafélag Íslands hélt ráðstefnu um jarðgangagerð árið 1981 og þar kynntu sérfræðingar okkar árangur og reynslu af gerð jarðganga á Íslandi og víðar. Þeir bentu á nokkra valkosti við jarðgangagerð sem rétt væri að huga að í samgöngumálum landsins. Haukur Tómasson jarðfræðingur benti á möguleika þess að tengja byggðirnar við utanverðan Eyjafjörð saman með jarðgöngum. Var þetta svæði talið eitt af þremur þar sem svona tenging gæti verið til verulegrar styrkingar byggðar. Hin svæðin eru norðanverðir Vestfirðir og miðhluti Austfjarða. Af þessum framkvæmdum eru ein göng nú orðin að veruleika, þ.e. Múlagöngin.
    Í lauslegu mati sem Haukur Tómasson, forstjóri vatnsorkudeildar Orkustofnunar, og Birgir Jónsson, formaður Jarðgangafélags Íslands, gerðu í október sl. segir:
    „Líta má á að Múlagöngin séu fyrsti hluti þessarar tengingar sem síðan heldur áfram inn fyrir Ólafsfjörð og upp Árdal, inn af Kleifum, upp í 280 m hæð yfir sjó. Þarna þarf að leggja nýjan veg um 3 km að lengd og sennilega styrkja veginn að Kleifum. Úr Árdalnum koma 1,6 km löng göng yfir í Víkurdal með munna þeim megin í um 200 m hæð yfir sjó. Leggja þyrfti veg niður Víkurdal og inn með Héðinsfjarðarvatni að vestan eða austan, eftir því hvorum megin er meiri snjóflóðahætta, alls um 7 km. Þá kæmu göng til Skútudals, 2,6 km að lengd. Þessi göng mundu byrja í um 100 m hæð í Héðinsfirði en munni í Skútudal yrði í um 200 m yfir sjó. Þaðan lægi svo 2–3 km langur vegur niður á flugvallarveg í Siglufirði.
    Heildarlengd þessarar leiðar úr miðbæ Ólafsfjarðar í miðbæ á Siglufirði yrði um 21 km og kostnaður nálægt 1.200 millj. kr. á verðlagi haustið 1989, en eftirfarandi einingarverð voru fengin hjá Vegagerð ríkisins:
    Jarðgöng 4 km á 250 m.kr./km = 1.000 m.kr.
    Forskálar 4x50 m á 400 m.kr./km = 80 m.kr.
    Nýr vegur 12–13 km á 10 m.kr./km = 120 m.kr.“
    Þessi tillaga gerir ráð fyrir því að Vegagerðinni verði falið að athuga þessa leið og bera hana saman við uppbyggingu vegar um Lágheiði eða jarðgöng úr Fljótum til Ólafsfjarðar. Það er ljóst að eftir að jarðgöngin um Ólafsfjarðarmúla opnast til umferðar í haust munu íbúar á þessu svæði óska eftir úrbótum í samgöngum milli þessara einangruðu byggða.
    Jarðgangagerð er langtímaverkefni. Því þarf að ætla þeim langan rannsóknar- og undirbúningstíma. Fram undan eru næstu verkefni ákveðin. Engu að síður er þessi þingsályktunartillaga flutt í trausti þess að þetta brýna verkefni í samgöngumálum komist á dagskrá.