28. september 1944 - Látin fara í sjóinn aftur. Mikið magn af síldarúrgangi, sem ekki hefur tekist að pressa, er látið renna með skolvatni til sjáfar. Þá safnast fyrir stórar hrannir af úldnum síldaróþverra undir allar bryggjur síldarverksmiðjanna og í fjöruna þar fyrir framan.
Þegar brim kemur skolast svo þetta góðgæti til og frá um allar fjörur og leggur upp af þessu hina megnustu fýlu sem eitrar allt andrúmsloftið í bænum. Auk þess fer þessi síldarúrgangur í höfnina og fyllir smá saman upp við bryggjurnar.
Þetta er hluti af langri grein er Gunnar Jóhannsson (heitinn) skrifaði í Mjölnir árið 1944. Þessi grein er mjög athygliverð í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur til hins betra, frá þeirri upptalningu er hann fjallar um í grein sinni Aðbúnað verkafólks, sóðaskapar og lélegrar nýtingar á hráefni ofl. viðvíkjandi Síldarverksmiðjum ríkisins. - ALLIR sem í DAG þekkja til aðbúnaðar á vinnustöðum, og sérstaklega þeir sem vinna og hafa unnið í verksmiðju, ættu að lesa þetta sér til fróðleiks. S.K. Skoðaðu HÉRNA
18. október 2003 "Hann setti svip á bæinn" Jóhann Jóhannsson rafvirkjameistari, fæddur 6. október 1902
17. október Íslandsbanki, útibúið á Siglufirði. Ég leit þar inn í morgun og smellti myndum af starfsfólkinu.
Smelltu á myndina.
17. október Gufuspírall? Þennan "gufuspíral" var verið að hífa út frá Primex í morgun, en fara þurfti með hann á verkstæði til viðgerðar.
17. október "Hann setti svip á bæinn" Sigurður Magnússon múrarameistari, fæddur . janúar 1913
16. október Bás ehf, - Landssíminn, - Rarik - Leggja þarf nýjar lagnir, í stað þeirra sem þarna eru fyrir á þessu svæði, uppi í miðri Hvanneyrarskálarhlíð, vatnslagnir, rafmagn ofl. En vegna framkvæmda við snjóvarnargarðana, þá þurfti að velja þessum lögnum annan farveg. Þarna eru vinnuvélar á vegum Bás ehf að verki, en Bás tók að sér að vinna þetta verk. Ef þú smellir á myndina koma einnig í ljós myndir af starfsmönnum Símans og Rarik.
16. október "Hann setti svip á bæinn" Þorkell Jónsson, bifreiðastjóri, bóndi, frá Miðsetu, fæddur 13. janúar 1893
15. október Eldsvoði? Nei þetta er með vilja gert, Þarna eru bæjarkarlarnir að keppast við að þurrka upp holurnar á götum bæjarins, því mikill raki er í loftinu, þó ekki rigni. þarna á Suðurgötunni, en þeir hella olíu í holurnar, kveikja í og þurrka síðan endanlega með "Olísgas"eldi, Þetta virkar vel og þeir hafa við malbikunarstrákunum, sem fylla síðan umræddar holur.
15. október 13:30 Enn fleiri eftirlegukindur, núna frá Siglunesi, er félagar Bridgefélags Siglufjarðar tóku að sér að smala og koma til byggða. Þeir nutu aðstoðar fljótabænda ásamt hundi þeirra við smölunina, auk þess sem tveir "nesbændur" Hjalti og Stefán komu að málum, en Hjalti á bátakostinn. Þessi litla "trilla" var með 13 rollur innanborðs auk áðurnefndra félaga. -- Fleiri myndir ef þú smellir á myndina.
15. október Trillurnar hafa enn verið að afla þokkalega. Þessi var að koma inn til löndunar um 13:15 í dag.
15. október Sambýlið Lindargötu 2 Siglufirði. Þangað fór ég seinnipartinn í gær og tók þar myndir. Þetta er starfsliðið, sem var á staðnum er ég staldraði þar við; Margrét Eyjólfsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Sigurleif Þorsteinsdóttir forstöðuþroskaþjálfari og Valgerður Halldórsdóttir. Myndir af þeim vistmönnum heimilisins sem þarna voru staddir, ásamt myndum sem ég tók af sumum þeirra aftur og fleirum á æfingu í Íþróttasal Siglufjarðar, sérðu ef þú smellir á myndina.
15. október Bátahúsið. "Bergararnir" eru byrjaðir að klæða að utan, Bátahúsið við Síldarminjasafnið. Ég tók þar nokkra myndir sem þú sérð ef þú smellir á myndina.
15. október "Hann setti svip á bæinn" Guðmundur Sigmundsson sjómaður. fæddur 29. júní 1917
14. október Malbikunarstrákarnir frá Akureyri, hafa verið á fullu, síðan í morgun og eru enn, að malbika bílastæði, ýmsa fleti og holufylla göturnar í bænum. Hlýtt og þurrt veður hefur verið í allan dag og meir að segja sólin lét sjá sig strax er hún náði að skína yfir fjöllin, en hún faldi sig á bak við skýin rétt fyrir hádegið.
14. október Tilraun til að lífga upp á þessa síðu mína. Það er nokkuð síðan ég fór fram á að einhverjir sendu mér smá pistil sem kynnti t.d. vinnufélaga sinn, vin eða einhvern sem hann þekkir vel. Aðeins ein frásögn hefur komið (6-12 okt). Nú langar mig til að bæta um betur og fara fram á einfaldari aðferð; að vinir, vinnufélagar eða ættingjar, sendi mér mynd og upplýsingar um viðkomandi, í tilefni af afmælisdegi, 5 ára, 10 ára, 15, 20 ára osfv. eða einfaldlega afmælinu í dag. Fram þarf að koma: fæðingardagur og ár, atvinna, hvar hann starfar og við hvað. Ekki sakar að nefna maka ef það á við, foreldra, og jafnvel systkini. Allir Siglfirðingar og afkomendur þeirra heima og heiman eru gjaldgengir. Hristið nú upp í viljastyrknum, og sendið mér, deginum áður, sama dag eða jafnvel daginn eftir afmælið !
14. október Hvað heitir fiskurinn? Þessi fiskur, tæplega 5 punda, 55 sentímetra langur, var veiddur af Stefáni Bennetiktssyni, í Hólsánni við Siglufjörð í gær. Ekki vissi hann eða aðrir sem voru spurðir, um heiti þessarar fisktegundar. Hólsáin er um þessar mundir vart meira en lækjarspræna, miðað við hinar þekktu veiðiár, en unglingar hafa stundum sett út þarna spón og fengið sæmilegar bleikjur. Ábending um nafn frá Steinari Svavars.: Ég sé ekki betur en þetta sé svokallaður bleiklax, áður fyrr kallaður hnúðlax og ef það er rétt mun þetta vera hængur af hnúðnum að dæma. Í bók Gunnars Jónssonar "Íslenskir fiskar" kemur fram að bleiklax hafi fyrst veiðst í ám á Íslandi 1960 og síðan veiðst af og til í ám á Vestur-, Norður- og Austurlandi, mest yfir 100 stk. 1973. Þetta munu vera flækingar úr ræktun Rússa úr ám vestan Lenu og allt vestur í Hvítahaf, en upprunaleg heimkynni bleiklaxins voru í N-Kyrrahafi og innhöfum þess.
14. október "Hann setti svip á bæinn" Jónas Jónasson verkstjóri, fæddur 3. mars 1892
13. október Ég skrapp upp í fjall í sólinni í dag, og smellti ma. af, þessari mynd af vinnuvélum að vinnu efst uppi í norðurhlíðinni.
13. október, Það er að koma vor aftur, sagði einn af þeim mörgu er ég hitti í morgun, í "vorblíðunni" glampandi sólskyn og 10-12 stiga hita. Þessi mynd er af Kára Jónssyni og Hörður Harðarson eru þarna við netastöðina að gera við dragnót. Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir, sem ég tók í yfirferð minni í morgun.
13. október "Þau settu svip á bæinn" Helga Gísladóttir fædd 31. maí 1910 og eiginmaður hennar Kjartan Bjarnason sparisjóðsstjóri, fæddur 13. október 1911. Kjartan hefði orðið 92ja ára í dag, væri hann á lífi.