Fasteinarskattur (2) | Fasteignaskattur (3) | Skrifin um Rauðku

>>>>>>>>>>> Fasteignaskattur (3)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir, 18. júlí 1939.

Enn um fasteignaskatt S. R.

Einherji heldur áfram að tönnlast á lasteignaskattsmálinu og eyðir i það megninu af síns "dýrmæta" rúmi. Það eru allt af sömu "pott" rökin:

Í fyrsta lagi neituðum við aldrei skattgreiðslunni, í öðru lagi unnum við málið. - Þó er eins og blaðið kinoki sér við þriðja og æðsta stiginu í keðju "pott"-rakanna, sem sé að neita því, að nokkur málaferli hafi átt sér stað. En það kemur nú kannski síðar.

Aðalega er á því klifað, að Jón Gunnarsson hafi aldrei neitað að greiða skattinn, heldur aðeins alla þá upphæð er reikningurinn hljóðaði upp á.

Öll alþýða þessa bæjar veit, að þessi staðhæfing er helber ósannindi. Það var, eins og Mjölnir áður hefir bent á, skatturinn í heild, sem neitað var að greiða.

Það er líka í flestra vitorði, að þegar mál þessi voru á döfinni, sögðu þeir Jón Gunnarsson og Þormóður manna á milli, að þessi skattur væri ólögmætur, verksmiðjurnar væru ríkiseign og ættu því að vera skattfrjálsar.

Og það er líka vitað, að Jón Gunnarsson lét þau orð falla við Friðbjörn Níelsson, að í raun og veru væri þessi skattur í heild algerlega óréttmætur og ekkert nema "dulbúið útsvar"., (sbr. yfirlýsingu Friðbjarnar Níelssonar hér í blaðinu) en verksmiðjurnar eru sem kunnugt er, útsvarsfrjálsar. Þessi afstaða er líka í fullu samræmi við afstöðu Framsóknarmanna á Alþingi, sem jafnan hafa klifað á óréttmæti þessarar skattskyldu - og greiddu á síðasta þingi nærfellt allir atkvæði með því að svipta Siglufjarðarbæ lögfestum réttindum.

- Og að lokum þetta: Bókanir Jóns Gunnarssonar sanna á engan hátt það, sem Einherji vill vera láta, heldur miklu fremur hið gagnstæða.

Öll framkoma hans sannar það líka - reikningnum skilyrðislaust neitað sem röngum, engar gagnkröfur eða skýringar settar fram. -

Allt það, sem hér er talið, sem og yfirlýsing Friðbjarnar, sanna það ómótmælanlega, að það var réttmæti skattsins í heild, sem Jón Gunnarsson var að neita og að Mjölnir hefir sagt rétt frá í þessu máli.

Kannski vill Einherji líka skýra Siglfirskri alþýðu frá því, hversvegna verksmiðjurnar greiddu ekki strax þessi 17 eða 19 þúsund sem þær vildu viðurkenna fyrir Hæstarétti, ef Jón hefði yfirleitt viðurkennt réttmæti sjálfs skattsins áður.

Annars mun greinahöfundur tæpast þurfa að halla frekar undir flatt yfir þessum lið "pott"-rakakeðjunnar. - Fólk er farið að kannast við hann, - jarðvegurinn er undirbúinn - og vonandi verður greinarhöfundur "í standi til"  að taka næst fyrir þriðja liðinn, helst í heilu blaði hins "dýrmæta"  Einherja.       Þ.G.