Fasteignaskattsmálið,
féll á Síldarverksmiðjur ríkisins í hæstarétti.
Þann 7. júní kvað hæstiréttur upp dóm i máli Síldarverksmiðjanna gegn bæjarsjóði, útaf fasteignaskattinum, sem þær neituðu að greiða bænum á síðastliðnu ári.
Dómur hæstaréttar hljóðaði uni það, að S. R. skyldu greiða kr. 19,399,-- í fasteignaskatt til bæjarins og staðfesti auk þess ákvæði fógetaúrskurðarins um dráttarvexti og málskostnað í héraði.
Þessi dómsniðurstaða er i hæsta máta sorgleg fyrir stjórn síldarverksmiðjanna, sem lagði út í þessi málaferti til þess að reyna að hafa þessar fasteignaskattstekjur af bæjarsjóði, því í undirrétti var því haldið fram af hálfu verksmiðjanna, að skatturinn væri ólögmætur og ætti að fellast niður, en í hæstarétti hafði Jón Ásbjörnsson vit fyrir stjórninni og neitaði að bera fram svona vitleysu.
Einn aðalhvatamaður þess, að neitað var að greiða þetta lögmæta gjald, var Þormóður Eyjólfsson formaður verksmiðjustjórnarinnar, sem jafnframt er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Gegnir það furðu, að honum skyldi takast að draga hina stjórnarmeðlimina með út í þessa fjarstæðu.
Framsóknarmenn ættu að fara að hreinsa af sér þann blett, sem þeir fá af því að láta Þormóð Eyjólfsson vera bæjarfulltrúa sinn, þar sem hann hefir verið staðinn að því í þessu máli og fleirum, að reyna að skaða bæjarfélagið.
Það er blettur á bæjarfélaginu, að Þormóður Eyjólfsson skuli eiga sæti i bæjarstjórn.
En hvað hafa svo Síldarverksmiðjurnar hagnast á þessum tilraunum sínum til þess að skaða bæjarfélagið?
Hefði ríkisverksmiðjustjórnin viljað láta svo lítið að ræða við fjár-hagsnefnd bæjarins um skattgreiðsluna í fyrra, þá voru fjárhags-nefndmarmenn búnir að koma sér saman um að láta þær greiða sama gjald og söltunarstöðvar, eða samtals kr. 17.151,--, en hæstiréttur hefir dæmt þær til að greiða kr. 19.399,--.
Mismunurinn er kr. 2.248,--. Áfallnir dráttarvextir eru kr. 2.330,--. svo að heildartjónið, sem verksmiðjurnar hafa orðið fyrir vegna þessarar framkonu, verksmiðjustjórnar er í kringum kr. 4.500,--.
Það fer að verða vafasamt, hve trú verksmiðjustjórnin er í störfum sínum, þegar hún skaðar verksmiðjurnar þannig.