Óheilindin í Rauðkum. | Niðursuðuverksmiðja | Ætlar Sósíalistaflokkurinn ..? | Lýsisherslustöð, Neisti | Þóroddur og Rauðka | Rauðkurógurinn | Athygliverðar tillögur | Aflatölur og .. | Tekst Sósíalistum að... | Verður byggð lýsish.... | Ákveðið að reisa ...

>>>>>>>>>>> Rauðkurógurinn

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji 10. febrúar 1946

Rauðkurógurinn

Út af meðmælum þremenninganna með mér, og einkum Rauðkurógi Þormóðs Eyjólfssonar, fylgja hér með staðfest afrit af fundargerðum Rauðkustjórnar frá 28. apríl 1944 og frá 24. júní s.á.

 

Þau hljóða þannig:

 

“Ár 1944, föstudaginn 28. apríl hélt stjórn Rauðku fund að Hótel Vík i Reykjavík. Allir stjórnarmeðlimir og framkvæmdarstjóri voru mættir.

 

Fyrirtekið:

 

Svohljóðandi tillaga kom fram:

 

Stjórnin samþykkir að fela Lárusi Jóhannssyni hæstaréttarlögmanni, að afla 4,5 milljón króna láns til endurbyggingar Rauðku, 2½ milljón króna lánsins með 4,5% vöxtum og 2,0 milljón krónur með 5% vöxtum.

 

Fyrra lánið sé með fyrsta veðrétti til 15 ára afborgunarlaust í fyrstu 7 ár og síðara lánið til 7 ára með 2 veðrétti. Lárus áskilur sér 2% í ómakslaun.

 

Tillagan samþykkt með öllum atkvæðum.

Fleira ekki fyrir tekið. Upplýsingar staðfestar. Fundi slitið.

 

Guðmundur Hannesson

Sveinn Þorsteinsson

Erlendur Þorsteinsson

G.Jóhannsson

Aage Schiöth

Snorri Stefánsson

 

Rétt endurrit staðfestir:

Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti.

 

 

Laugardaginn þann 24. júní 1944 var haldinn annar fundur í stjórn “Rauðku.”

 

Fyrirtekið:
 

Svohljóðandi tilaga kom fram:

Með því að ákveðið er, að framkvæmdastjóri fari til Reykjavíkur næstu daga felur stjórn Rauðku honum að ganga endanlega frá samningum um þóknun til handa Lárusi Jóhannessyni lögfræðingi, vegna aðstoðar hans við lántöku í sambandi við endurbyggingu “Rauðku,” enda leiti hann álits hæstaréttarlögmannsins G.I. Guðmundssonar um málið.

 

Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum.

Þeir Kr. Sigurðsson og Axel Jóhannsson greiddu ekki atkvæði.

 

Kr.Sigurðsson

Guðmundur Hannesson

Kristmar Ólafsson

Axel Jóhannsson

Snorri Stefánsson.

 

Rétt endurrit staðfestir:

 

Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti.

 

Forsendur fyrri fundargerðarinnar urðu aldrei fyrir hendi - Lárus útvegaði aldrei það lán, sem þar var gengið út frá.

 

Annað en þessar fundagerðir hefir gamla Rauðkustjórnin ekki samþykkt um ómakslaun Lárusar. Sjálfur hefi ég aldrei átt svo mikið sem samtal við Lárus út af ómakslaunum hans, því síður samið við hann um þau, eins og verið er að breiða út. Ég hefi ekki átt annan þátt í þessu en þann; er fundargerðin frá 24. júní ber með sér og þar er málið lagt undir álit merks óvilhalls lögfræðings.

 

Ég endurtek:

Ég hefi aldrei átt svo mikið sem tal við Lárus um ómakslaun hans, því síður samið við hann.

 

Það ætti því að vera eitthvað annað, sem meðmælendurnir eiga við, en gaman væri að heyra.

 

Guðmundur Hannesson.