Barnaskólinn 80 ára | Skíðamót 1964 | Blanda | Húseiningarhús | Við höfnina (1) | Við höfnina (2)

>>>>>>>>>>> Blanda

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bland dagsetninga.  1964 og 1965      Hafís landfastur 1965  +  Borað eftir heitu vatni 1964  ++ Skuttogarinn Siglfirðingur

 Ljósmyndir: Steingrímur

Hafís landfastur

Föstudagur. 26. mars 1965

Ísland er land andstæðna,. Meðan Surtur gýs eldi úr sjó fyrir sunnan, læðist  heimskautaísinn inn á firði og flóa norðanlands.

Ís og eldur voru, og geta enn orðið, Íslands ógæfa, en æskan, Íslands framtíð, gerir sér  gleði úr hvort tveggja. Myndin sýnir unga Siglfirðinga, að leik á landföstum ís í  Hvanneyrarkrók, norðan flóðgarnargarðs.

Þeirra afstaða til íssins er önnur en genginna kynslóða, ekki að ástæðulausu, en fortíðin  er lærdómurinn og lífsreynslan, og æ skal vá til varnaðar.

BORAÐ EFTIR HEITU VATNI Í SKÚTUDAL

Miðvikudagur 22. júlí 1964

 

 

 

 

Beðið eftir úrskurði eða umsögn jarðfræðinga áður en frekari rannsókn fer fram.

 

 

 

 

 

Borað eftir heitu vatni í skútudal >>>

 

Skuttogarinn Siglfirðingur

Siglfirðingur SI 150 siglir inn í heimahöfn, aðfaranótt mánudags 6. júlí 1964, eftir siglingu frá Noregi þar sem skipið var smíðað.

 

Hinn nýi skuttogari Siglfirðingur SI 150, kom til heimahafnar, siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí síðastliðinn. Skipið sjálft er nýung í skipastól íslendinga, sem fyrsti skuttogari landsmanna, búið öllum fullkomnustu leitar og veiðitækjum.

Það reyndist mjög vel á heimsiglingu, mestur ganghraði  um 12 sjómílur. það er 270 tonn að stærð, skipshöfnin 13 manns, allt Siglfirðingar.

Það hélt til veiða aðfaranótt miðvikudags 8. júlí síðastliðinn.Fjöldi bæjarbúa skoðaði skipið á meðan það var hér í höfn.

Blaðið Siglfirðingur býður hið nýja skip velkomið í skipastól Siglfirðinga og heilsar þessum nafna sínum  á hafinu með orðunum: Sigl þú ætíð heill um haf, hljóttu í brautargengi: veiðisæld - og Guð sem gaf gæti þín vel og lengi