Skuttogarinn Siglfirðingur
 Siglfirðingur SI 150 siglir inn í heimahöfn, aðfaranótt mánudags 6. júlí 1964, eftir siglingu frá Noregi þar sem skipið var smíðað.
Hinn nýi skuttogari Siglfirðingur SI 150, kom til heimahafnar, siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí síðastliðinn. Skipið sjálft er nýung í skipastól íslendinga, sem fyrsti skuttogari landsmanna, búið öllum fullkomnustu leitar og veiðitækjum.
Það reyndist mjög vel á heimsiglingu, mestur ganghraði um 12 sjómílur. það er 270 tonn að stærð, skipshöfnin 13 manns, allt Siglfirðingar.
Það hélt til veiða aðfaranótt miðvikudags 8. júlí síðastliðinn.Fjöldi bæjarbúa skoðaði skipið á meðan það var hér í höfn.
Blaðið Siglfirðingur býður hið nýja skip velkomið í skipastól Siglfirðinga og heilsar þessum nafna sínum á hafinu með orðunum: Sigl þú ætíð heill um haf, hljóttu í brautargengi: veiðisæld - og Guð sem gaf gæti þín vel og lengi |