Akbraut til Fljóta | Vita og vegamál 1932 | Siglufjarðarskarð 1933 | Árni P. og Lúðvík 1933 | Lúðvík Kemp | Skarðið og framtíðin | Siglufjaðarvegur 1933 | Skarðsvegurinn 1937 | 20 ára bið? 1937 | Haraldur Hjálmarsson

>>>>>>>>>>> Skarðsvegurinn 1937

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                  1. júní 1937

Skarðsvegurinn.

"Hvenær kemur vegurinn um Fljót", heitir grein, sem einhver H. H.  skrifar í "blaðið Dag " 7. maí sl. og er þar kvartað um vegleysi í Fljótum og Ólafsfirði.

Ég hefi farið um þessa leið, eða vegleysu og er það ekki of fast að kveðið, að það sé bráðófært á  flestum tímum ársins og er ég þar hr. H. H. alveg sammála um brýna þörf á vegi um þessar byggðir.

 

En síðar i grein sinni talar hann um væntanlegan Siglufjarðarskarðsveg, og segir hann svo um hann:

 

"Það virðist svo, að heppilegra væri að gera þjóðinni kleift að komast eftir byggðum landsins, áður en  farið væri að leggja stórfé til vegagerða yfir fjallgarða milli útsveita, sem ekki er sýnilegt að notaðir verði  nema tvo til þrjá mánuði af árinu og á ég þar við veginn yfir Siglufjarðarskarð, því það er ekkert  aðalatriði fyrir Fljót að fá þann veg".

 

Þarna finnst mér herra H. H. skjóta fram hjá marki. Siglufjörður hefir til margra ára verið Fljótamönnum notadrjúgur í viðskiptum. Þangað hafa þeir selt afurðir sínar og í flestum tilfellum fengið  fyrir þær hæsta markaðsverð landsins og þó þeir Fljótamenn, fengju góðan veg frá Ketilás til Ólafsfjarðar,  myndu þeir ekki fá þar markað fyrir framleiðslu sína, og kemur þá í ljós, að H. H. sér ekki, að nauðsyn þess að fá veg milli byggða landsins er jafn aðkallandi og vegir  um sveitirnar og þar sem Fljótamenn flytja hingað afurðir sínar, væri ekki óeðlilegt að þeir flyttu  nauðsynjar sínar til baka, en sæktu þær ekki til Ólafsfjarðar.

En víst er um það, að margir Fljótamenn vænta sér mikils af Siglufjarðarvegi og við Siglfirðingar teljum það mikið framfaraspor að komast, þó ekki sé nema 3-5 mánuðir á ári, í samband við vegakerfi landsins og þar með eina blómlegustu sveit landsins, Fljótin.

Því að þótt Fljótin séu nú í erfiðleikum, sem ekki er undarlegt eftir þá hnekki, sem sú sveit hefir hvað eftir annað þurft að bíða, þá er ég ekki í efa um, að einmitt Siglufjarðarskarðsvegurinn muni eiga eftir að hjálpa  þeirri sveit til að rísa úr rústum.

Og er það slæmt ef allir Fljótamenn geti ekki komið auga á nauðsyn þessa  vegar og telji úr að hann verði byggður.

Tal herra H.H. um hafnargerð í Haganesvík er draumur einn, því  undir því er ekki hagur og velferð sveitamanna kominn, að fá upp dýr hafnarmannvirki með stuttu millibili meðfram ströndum  landsins, heldur hitt, að fá vegasamband um og milli sveitanna, enda hefir það sýnt sig þar sem  vegir eru komnir, t.d. um Svarfaðardal til Akureyrar og víðar, þar eru afurðir bænda fluttar  daglega á milli, svo og vörur þær er þeir þurfa að kaupa og flytja að sér.

 

Nauðsyn Siglufjarðarvegar er ómótmælanleg, og jafnvel þó hann verði ekki fær nema hluta úr  árinu, því að samgöngur á sjó við næstu hafnir hér eru svo miklum örðugleikum háðar, að aldrei  verða þær öruggar.

Vegfarandi