Myndir frá vígslu SIGLÓ síldar birtist í öllum dagblöðunum í
Reykjavík svo og heimablöðunum á Siglufirði.
Myndirnar hér á "Vísis" síðunni eru einu myndirnar mína sem
birtust í Dagblaðinu Vísir á ferli mínum. Fréttapistlarnir, textinn vegna
SIGLÓ fréttarinnar er í höfuðatriðum eins í öllum blöðunum og er í
raun, í aðalatriðum eins og þær voru í fréttatilkynningunni sem
"SR" lét fréttamönnum í té. Þess vegna birti ég ekki rulluna
oftar með þeim myndum mínum sem tengdar eru ofan nefndri frétt, aðeins texta
sem birtust með myndunum sjálfum.

Starfstúlkur í
Niðurlagningaverksmiðjunni á Siglufirði að vinnu. Í fyrstunni verða
verkaðar 400 tunnur af fyrsta flokks síld, sem sérstaklega var tekin frá s.l. sumar.

Hér sjást þeir saman
verksmiðjustjórinn Ólafur G Jónsson og norski niðursuðumaðurinn Bernt
Björnssen

Vilhjálmur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins opnar hér fyrstu
gaffalbitadósina og gefur fréttamönnum að smakka á framleiðslunni.
|