Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Frumkvöðlar Eggert Th. Eldur - Nero Sýningamenn ofl. Snobb - Otello Heimsmetabókin Placido Domingo Dyravarða-raunir Viðtal: Fréttablað... Non-Stop New York Merkileg bréf

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar:

Snobb á Sigló

 og

OTELLO

Heimild: Steingrímur Kristinsson

Snobbborgarar Siglufjarðar. Hér segi ég frá atviki, sem var nokkuð táknrænt fyrir fallandi menningarbrag gagnvart kvikmyndasýningum á Siglufirði nú seinni árin.

Sagt var frá þessu atviki lauslega, í einhverju dagblaðanna á sínum tíma.

Á þeim tíma, sem halla fór undan fæti hvað  aðsókn að bíósýningum á Siglufirði varðar,  þá var ég var búinn að reyna mikið, við filmu-leigusala í Reykjavík. Að fá nú einu sinni að minnsta kosti. að frumsýna kvikmynd á Íslandi og sótti sérstaklega fast eftir því um jólin 1986.

 

Einn leigusalinn Friðbert Pálsson í Háskólabíó, lét þetta eftir mér og bauð mér myndina  “OTHELLO” með Placido Domingo  í hlutverki Othello - og það sem meira var, það var ekki enn farið að sýna myndina annarstaðar í Evrópu - og þar sem Siglfirðingar höfðu til langs tíma verið þekktir músíkunnendur taldi ég þetta tilvalinn kost.

 Auk þess hafði ég orðið fyrir ámælum í tali fólks - og ma. fengið sneið í einu bæjarblaðanna um að ekki væri hægt að fara í bíó á Siglufirði vegna þess að þar væru eingöngu sýndar "menningarsnauðar" kvikmyndir, eins og glæpamyndir og jafnvel klámfengnar myndir. Þetta var rétt hvað valið snertir en það voru þó einu myndirnar sem gáfu arð og hann þurfti, til að hægt væri að sýna bíó.

 

  Vegna “OTHELLO”, gerði ég það sem ég var ekki vanur að gera aukalega, ég auglýsti myndina óvenju vel, dreifði upplýsingum víða um myndina  - og lagði áherslu á að þetta væri Evrópu frumsýning. Á 2.dag jóla.

Ég  átti von á húsfylli sem oft áður um jólin, er fólki fjölgaði vegna jólafríanna og heimsókna til ættingja.

Ég hóf að sjálfsögðu sýninguna umrætt kvöld á réttum tíma sem endranær, kl. 21:00 og lauk sýningunni eins og vera bar.

Það hafði verið milt og gott veður fyrir sýninguna þetta kvöld, en þegar henni lauk var komin smá  snjókoma svo ég bauð mæðgunum og dyraverðinum að keyra þau heim.

Já allir sem sáu þessa mynd umrætt kvöld komust fyrir í fólksbifreið minni, 2 gestir mæðgur, dyravörður, sýningarmaðurinn (ég) og kona mín sem hafði verið í sælgætis sölunni, hitt starfsfólkið hafði fengið að fara heim fyrr um kvöldið.

Snobbarar bæjarins létu ekki sjá sig, þrátt fyrir "menningartilraunina".

 

"Bíó-venjur"

Ekki veit ég um venjur sem skapast hafa annarsstaðar, en ég man eftir á árunum 1950 - 1960 þá voru “fastir áskrifendur” ætið á öllum frumsýningum yfir vetrartímann, fólk sem ætið sat í sínum föstu númeruðu sætum og áttu sætin sjálfkrafa frátekin fyrir sig og konu sína án tillits til hvaða eða hverskonar mynd var í boði og tvö sæti oft til vara sitt hvoru megin, ef á þurfti að halda fyrir vini og eða kunningja sem þeir stundum buðu með sér, en hluti bíóferðanna var ekki hvað síst að hitta fyrir kunningjana og rabba við þá fyrir sýningu og í hléum. Þetta var fólk af öllum stéttum og á öllum aldri. En á þessum tímum voru sætin ætíð númeruð á frumsýningum og þegar von var á húsfylli.

 

En nú var öldin önnur, Siglfirðingar nenntu ekki orðið að fara í bíó, og snobbararnir sem ekki þóttust þola

það sem flestir voru spenntir fyrir, hasar, spennu og "örlítið", blálitað.

 

Spennu og ævintýramyndir hafa alla tíð verið mest sóttar í kvikmyndahúsum um allan heim, svo gamanmyndir, músík myndir hafa einnig oftast, verið vinsælar. Þetta á einnig við Siglfirðinga, þeir voru bara orðnir svo værukærir að þeir nenntu ekki að standa upp frá imbakassanum. Þess vegna lögðust Bíósýningar alveg af á Siglufirði árið 1998

 

Lesið tvö netbréf sem ég fékk 28.júní sl. (2002) frá öðrum frumsýningargestinum HÉR

(birt með leyfi höfundar)    Smelltu einnig á "Heimsmetabók Guinnes"  Frétt og grein í blaðinu DAGUR Akureyri í tilefni Evrópufrumsýningar á kvikmyndinni "Otello"