Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Frumkvöðlar Eggert Th. Eldur - Nero Sýningamenn ofl. Snobb - Otello Heimsmetabókin Placido Domingo Dyravarða-raunir Viðtal: Fréttablað... Non-Stop New York Merkileg bréf

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar:

Placido Domingo

----------------------

TÖLVU-PÓSTUR

 

Ásta Henriksen, annar frumsýningargestanna, annan í jólum árið 1989, sendi mér póst, þegar hún fór inn á síðu mína "Bíó-Saga Siglufjarðar" og eru "bréfin" hér fyrir neðan, birt með hennar leyfi.

Þar segir hún frá skemmtilegri röð tilviljana, sem tengist frumsýningunni og kvikmyndinni Otello.

 Foreldrar Ástu eru hjónin Guðlaugur Henriksen og Erla Kristinsdóttir, sem fór með dóttur sína á þessa einstöku frumsýningu.

            Til upphafs frásagnarinnar af frumsýningunni. HÉR

28. júní 2002                 

Sæll Steingrímur

Ég var að skoða síðuna og finnst hún skemmtilegt framlag. Þá rifjuðust upp skemmtilegar minningar:

Fannst gaman að sjá að fréttin, af Otello sýningunni er komin á netið. 

 

Við mæðgurnar höfum oft talað um þessa upplifun, hversu frábært það var að sýningin skyldi ekki vera látin falla niður fyrst við vorum einu bíógestirnir. 

Hljómgæðin nutu sín vel enda man ég ekki betur en að leigðir hafi verið sérstakir hátalarar í tilefni sýningarinnar og við nutum tónlistarinnar alveg í botn. 

Svo má ekki gleyma því að ekki geta mörg bíóhús "státað" af því að hafa ekið bíógestunum og starfsfólki heim eftir sýningu. 

Mig langar til að geta þess að nokkrum dögum eftir sýninguna fór ég til London og dvaldi þar í nokkra mánuði.  Þegar þessi stórmynd var sýnd þar mætti fólk mörgum klukkutímum fyrir sýningu og beið í endalausum biðröðum. 

Mér fannst þá ennþá magnaðara að hafa verið einn af tveimur gestum á Evrópufrumsýningu myndarinnar.

 

Kveðja,

Ásta Henriksen

Sæll Steingrímur

Ég sendi þér póst fyrr í dag í sambandi við Evrópufrumsýningu þína á Otello hérna um árið.

Eiginlega sagði ég þér ekki alla söguna og langar til að segja þér framhaldið, þó held ég að móðir mín, sem fékk að heyra það úti í bæ að ekki væri viðeigandi að fara í bíó á annan í jólum,  hafi einhvern tíman sagt þér frá þessu. 

Hún lét þessar raddir að sjálfsögðu sem vind um eyru þjóta og naut þessa menningarframlags.

Eins og ég tók fram þá fór ég til London stuttu eftir sýninguna.  Var þar í skóla og kynntist pilti, Diego að nafni,  sem bjó í Argentínu. 

Dag einn vorum við á rölti um götur borgarinnar og sáum endalausa biðröð og fórum að forvitnast hvað um væri að vera.  Kom þá í ljós að þetta var biðröð til að nálgast aðgöngumiða á Otello myndina, sem þá var verið var að frumsýna í London.

 

Mér varð hugsað til tómu sætanna á Sigló -  og þegar ég sagði Diego frá reynslu minni, kom í ljós að hann á ættir sínar að rekja til Spánar og er skyldur Placido Domingo.

Ekki nóg með það heldur var hann á leiðinni til Ítalíu nokkrum vikum seinna í fjölskylduboð eða einhvers konar ættarmót og hann sagði mér að þar myndi hann hitta Placido Domingo. 

Mér fannst þetta alveg ótrúlegt, en þegar hann svo fór að hitta ættingjana var hann með kveðju í farteskinu til Placido Domingo frá Evrópufrumsýningargesti sem býr á hjara veraldar, norður við heimskautsbaug og naut þess þar að hlusta á hans fögru tóna.

Að sjálfsögðu fylgdi öll sagan með.  Sem sagt, Placido Domingo sjálfur frétti af þessari einstöku frumsýningu.  Finnst þér það ekki magnað? 

Kær kveðja

Ásta Henriksen

Evrópufrumsýningargestur