Fréttir: Bland dagsetninga 1970
Athugasemd frá Siglufirði
Siglufirði 5. mars.
VEGNA fréttar i sjónvarpinu 4. þ.m. þar sem skýrt var frá, að ákveðinn togari hafi þurft að fara á veiðar án þess að fá tilskilinn fjölda háseta með. Þar sem. þessi frétt gæti átt við b/v Hafliða Siglufirði, og atvinnulausa Siglfirðinga fékk ég áhuga á málinu. Ég fór á skrifstofu vinnumiðlunar hér og fékk ég þar nokkrar fróðlegar upplýsingar.
Alls voru skráðir atvinnulausir 171 karlar og konur, þar af um 40 sem misst hafa, atvinna nýverið vegna óvissu og stöðvunar á hraðfrystihúsinu "ÍSAFOLD" en það hefur stöðvast vegna hráefnisskorts og erfiðleikum þess á kaupum togskips.
Af þessum 171 skráðum atvinnuleysingja eru nokkrir sem hafa stopula vinnu, einn og einn dag í viku en ENGINN sjómaður hefur verið þar skráður atvinnulaus og eru því upplýsingar sjónvarpsins rangar ef átt hefur verið við b/v Hafliða í áðurnefndri frétt. það er að segja sá hluti hennar sem fjallar um að ekki hafi fengist atvinnulausir sjómenn á sama
tíma.
Fulltrúi
útgerðarinnar hér óskaði eftir sjómönnum á b/v Hafliða á skrifstofu vinnumiðlunar hér, en var sagt að þar væru engir sjómenn skráðir atvinnulausir, en var bent á að ef til vill væru til menn sem fáanlegir væru um borð í togara, var fulltrúanum fenginn listi yfir verkamenn sem líklegir þóttu, þar með trillukarlar sem ýmist höfðu tekið trillur sínar á land eða hætt sókn vegna gæftaleysis og aflabrests.
Enginn af þessum verkamönnum fengust á togarann og eru vonandi réttlætanlegar ástæður fyrir því, en þær geta verið margar.
En þar sem atvinuleysi og bætur eru komnar hér á dagskrá væri ekki ástæðulaust að benda á eftirfarandi:
Til að komast á atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að vera "atvinnulaus" og orðinn 16 ára. Samt er ekki allt fengið með áðurnefndu, ýmsar hindranir eru á leiðinni til þessara réttinda.
Ef 16 ára unglingur sem. ætlar sér inn á vinnumarkaðinn, tilbúinn til vinnu en fær hana ekki vegna atvinnuleysis og lætur skrá sig, gæti liðið óralangur tími, (í atvinnuleysi) þar til hann fengi bætur.
Hann þyrfti fyrst að vinna samfellt í 6 mánuði eða alls 1142 stundir í dagvinnu á 12 mánaða tímabili. Og verkamaður eða kona sem hafa ekki nema stopula vinnu og ná því ekki hinum 1142 stundum á 12 mánuðum, fær engar bætur.
En verkamaður eða kona sem hafa haft mikla vinnu, kannski miklar tekjur, við skulum segja í 10-12 mánuði og verður atvinnulaus um stundarsakir, kannski á milli vertíða eða hvað sem er, hann kemst án fortölu eða erfiðleika, strax á "bætur".
Og t.d. kona sem unnið hefur árum saman við skúringar á verslunargólfum, skólum o.s. frv. kærir sig ekki um að vinna meira en hálfan daginn eða hluta úr degi, eða getur ekki vegna heimilisástæðna, hún getur án erfiðleika skráð sig atvinnulausa hálfan daginn og fengið atvinnuleysisbætur fyrir hálfan daginn á móti "skúringalaununum".
Og fyrir þessu. eru mörg dæmi ljóslifandi. Lögin segja að vísu, að ef skráðum atvinnuleysingi neitar án forsendu, að fara í vinnu sem vinumiðlun hefur útvegað viðkom;andi, í þeirri atvinunnugrein sem viðkomandi er skráður atvinnulaus í, þá missi viðkomandi "réttindi" í einn mánuð.
En. þar sem atvinnuleysi er á annað borð, er "barist" um vinnuna af þeim, sem á annað borð nenna að vinna, en hinir sem nenna ekki, og eða kunna á kerfið og lifa á "bótum" fela sig og taka kannski símann úr sambandi.
Steingrímur Kristinsson |