AÐ MORGNI þriðjudagsins 22. síðastliðins varð maður var við talsverðan reyk koma úr mannlausu húsi hér í bæ og gerði hann umsvifalaust slökkviliðsmanni, sem hann hafði séð á gangi í nágrenninu viðvart og innan nokkurra mínútna hafði slökkviliðsmönnum tekist að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitækjum.
Eldurinn var ekki mikill, aðeins ný kviknaður, en það sem þeim er að komu virtist undarlegt, var að brjótast þurfti inn í húsið gegnum tvílæstar dyr, þar sem neglt var rækilega fyrir alla glugga í hinu yfirgefna húsi . Húsið er eims konar braggi. Ekkert rafmagn var á húsinu og ummerki þannig að talið er að um íkveikju sé að ræða. Ef það reynist rétt, þá mun brennuvargurinn hafa sloppið. Samkvæmt upplýsingum bæjarfógeta,, Elíasar Í. Elíassonar er málið í rannsókn
Nokkuð hefur borið á innbrotum og öðrum afbrotum að undanförnu hér, m.a. var brotist inn í Áfengisverslun ríkisins fyrir nokkru, en þar voru menn staðnir að verki. Tvö til þrjú innbrot eru enn óupplýst, þar á meðal innbrotið í afgreiðslu Morgunblaðsins í fyrri viku. Nokkuð hefur og borið á ölvun unglinga hér í bæ, m. a. síðastliðið 1augardagskvöld. Þá munu ærsl hafa. verið á götum úti, m. a. brotnar tvær rúður og kveikt bál í rusli og bensíni á götum. SK
Óvenjulegur krónupeningur.
Siglufirðir 26. september.
Mynd þessa sendi fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson. Á henni eru tveir krónupeningar, en sá til vinstri er óvenjulegur að því leyti að hann er allur miklu rýrari en venjulegur krónupeningur.
Þessi óvenjulegi krónupeningur vegur aðeins 3,25 gr. í stað 4,90 gr. Þykkt hans er aðeins 1.31mm að meðaltali í stað 1.70mm. Þvermál peningsins er aðeins 20,35mm 22,50 -
-- Á peninginn vantar algjörlega upphleyptu röndina á jaðri hans og riflaða rönd hans. Báðir peningarnir komu úr sama pokanum, sem innihélt 100 krónupeninga og hafa ekki verið í umferð áður
- Slegnir 1969. SK
Mbl. hafði tal af Magna R. Magnússyni, myntsölumanni og spurðist fyrir um þetta fyrirbæri. Hann sagði að slíkir peningar ættu að flokkast úr strax eftir myntsláttuna, en fyrir kæmi að einn og einn peningur slæddist í gegnum eftirlit.
Væru þetta gallaðir peningar og vissi hann dræmi um slíkan pening frá 1963. Peningar sem þessir eru nokkuð eftirsóttir, fyrir safnara, en þó væri sjaldgæfara ef peningurinn væri tvísleginn eða eins og eitt Sinn kom fyrir 1969 við slátt 10 aura að bakhlið peningsins var spegilmynd af framhliðinni. Höfðu tveir peningar slegist saman í sláttunni.
Eldur í báti á reginhafi.
Siglufirði, 27. október.
ELDUR kom upp í vb. Tjaldi frá Siglufirði, er hann var að sigla til veiða í gærmorgun Skipverjum tókst að hefta útbreiðslu eldsins, og sigla til hafnar aftur, þar sem slökkviliðið beið og slökkti eldinn.
Tjaldur hafði siglt í rúma klukkustund, þegar menn í stýrishúsi skipsins sáu háseta, sem sofa átti fram í káetu koma upp. Hann gerði vart við sig, en fór síðan niður aftur til svefns. Kom síðar í ljós, ati hann hafði aðeins farið upp til að fá sér frískt loft, þar sem honum þótti óþægilega heitt niðri í káetunni. Þegar þessi maður kom niður aftur gaus skyndilega upp eldur bak við kabyssuna, og flýtti maðurinn sér þá hið skjótasta út, og gerði aðvart.
Skipverjar hófu strax slökkvi starf. Tæmdu þeir úr öllum slökkvitækjum á eldinn, en dældu einnig sjó á eldinn, auk þess sem þeir byrgðu öll op til að kæfa eldinn. Þessu næst höfðu þeir talsamband við nálægan bát og báðu hann að vera til taks, ef á þyrfti að halda. Eins var haft samband við land, og beðið um að slökkvilið væri til taks, er báturinn kæmi að. Var þessu næst siglt á fullri ferð til lands, og beið slökkviliðið við bryggjuna, og slökkti eldinn að fullu, en hann var þá orðinn lítill.
Tjaldur, sem er um 70 tonna bátur, var minna skemmdur, en búast mátti við. Beðið er matsmanns, og enn ekki ljóst, hversu mikil viðgerð verður að fara fram. - S.K.