|
Laugardagur 8. janúar 2005
Morgunblaðið á netinu í dag: Kristján Möller fagnar orðum
Davíðs um spítala fyrir Símann --- Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, segist fagna þeim orðum Davíðs Oddsonar á fundi
Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag, að til greina kæmi að byggja
sjúkrahús fyrir féð sem fæst fyrir sölu Símans. Bendir hann á að hann
hafi ásamt fleiri þingmönnum Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um
byggingu nýs sjúkrahúss, þar sem fram kom sú hugmynd að fé sem fengist
fyrir sölu ríkiseigna, m.a. Símans yrði notað til að fjármagna byggingu
spítalans. ----
Þetta er mjög gott mál - en vonandi verður það
ekki notað til að afsaka enn einu sinni, að hætt verði við
Héðinsfjarðargöng. SK |
Laugardagur 8. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan 6 - 8 m/s
Snjókoma |
Laugardagur
8. janúar 2005 Ein gömul:
Frá Sakarðsmótinu 1965 - tímamæling. Stúlkuna þekki ég ekki, en
hinir eru Guðmundur Árnason og Bragi Magnússon
Efst á síðu |
Laugardagur
8. janúar 2005
Jóhann Bjarnason
er 34 ára í dag |
|
Laugardagur
8. janúar 2005
Silja Sif Kristinsdóttir
er 14 ár í dag |
Laugardagur
8. janúar 2005
Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir
er 60 ár í dag
Efst á síðu |
Föstudagur
7. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -3 °C
Norðan 4 - 6 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
_small.JPG) _small.JPG) Föstudagur
7. janúar 2005
Þrettándabrennan og flugeldasýning tilheyrandi hófst
klukkan 18:00 í gærkvöld með skrúðgöngu "álfa" sem raunar voru ekki nema
tveir (?) og trumbuslagarar ásamt óbreyttum áhangendum frá Torginu
að brennustæði á Suðurtanga. Veðrið gat ekki verið betra á mínútunni
18:00 logn og úrkomulaust -- en einni mínútu síðar komu flyksur úr
lofti, sem smá saman jókst og úr varð þétt slydda um það leiti sem
flugeldaskothrinan hófst, svo vart sást til skoteldanna fyrir úrkomunni.
En svona er þetta stundum. Kiwanis sá um athöfnina. Skíðafélagið um
skoteldana - veðrinu réð ????????????
Efst á síðu |
|
Föstudagur
7. janúar 2005 Ein gömul: Frá Sakarðsmótinu 1965
Hafliði Helgason útibússtjóri Útvegsbanka og Helgi Sveinsson
íþróttakennari, eru þarna auðþekkjanlegir.
Efst á síðu |
Föstudagur
7. janúar 2005
Íris Eva Gunnarsdóttir
er 40 ára í dag |
Föstudagur
7. janúar 2005
Sævar Guðjónsson
er 38 ára í dag
Efst á síðu |
|
_small.JPG) _small.JPG) Fimmtudagur
6. janúar 2005
Efst á síðu
Atvinnuskapandi verkefni flutt í bæinn. JE-Vélaverkstæði
hefur keypt og látið flytja hingað enn einn plastbátinn, það er
skrokkinn "tilbúinn undir tréverk" en þetta er/verður samskonar bátur og
"Raggi Gísla" en JE-Vélaverkstæði hafa sérhæft sig í að gera við og
byggja upp plastbáta. Hingað til hefur Eimskip séð um þessa flutninga,
en þar sem þeir eru hættir að sinna landsbyggðinni sjóleiðina, þá var
fenginn sérhannaður bíll til flutningana. Palli bifreiðarinnar er
einfaldlega "sturtað" af og dregin í gegn um Strákagöng, þar sem göngin
eru ekki með næga lofthæð svo hægt sé að flytja svona farm á lágum
tengivagni, hvað þá í þeirri hæð sem var á farminum þegar hann kom að
gangnamunnanum vestanverðu. Þetta gekk eins og í sögu, enda greinilega
fagmenn á ferð. |
|
Fimmtudagur 6. janúar 2005
Aðsent: Ugla í heimsókn. Þessi mynd var tekin núna í dag
kl 12 á hádegi, á svölunum að Suðurgötu 77 Siglufirði.
Kv Doddi Björns
Efst á síðu |
|
_small.JPG) Fimmtudagur
6. janúar 2005
Ég skrapp eftir hádegið í dag, í kaffi til hjónanna á
Sauðarnesvita þeim Jóni Trausta Traustasyni og Herdísar Erlendsdóttur, í
leiðinni tók ég myndir af hugsanlega, ákjósanlegum stað fyrir GSM
sendir, nokkru vestan við Sauðarnesvita, þar sem bæði er fyrir hendi
húsaskjól, rafmagn og ljósleiðaratenging og ætti því ekki að vera
mikill kostnaður því samfara að koma slíkum sendi fyrir. En slíkur
sendir sem mundi ná alveg að Strákagöngum að vestaverðu og vestur
úr öllu, skriðum og lengra, eftir orku viðkomandi sendis. |
Fimmtudagur
6. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -3 °C
Sunnan gola
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
Fimmtudagur
6. janúar 2005 Ein gömul:
Frá Sakarðsmótinu 1965
Þórður Þórðarson Hrímni - Sigurður Pálmi Sigurðsson, sem gefur mér hornauga í 50
metra fjarlægð - Sigurður Sigurðsson læknir (með pípuna) - Tryggvi
Sigurbjörnsson rafveitustjóri og ??
Efst á síðu |
|
Fimmtudagur
6. janúar 2005 Nýlega fæddur Siglfirðingur: Ég heiti
Selma Björk og kom í heiminn 1 október 2004 - Ég er með brúnt hár og
dökk blá augu ég var 11 merkur og 48 cm. Mamma mín heitir Þóra Dögg og
pabbi minn Svavar og svo á ég stóra systir líka sem heitir Silja Ösp og
er alveg svakalega góð við mig. Ég flýtti mér nú svolítið í
heiminn þar sem mamma mín átti að fara í keisara 19 október, en ég vildi
velja minn afmælisdag sjálf og valdi 1 október
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Frétt af síðu
SVN
-Loðnuveiðar hefjast af krafti -- Loðnuveiðar eru hafnar og
er Börkur NK á landleið með 1.200 tonn sem fara til frystingar í
Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf í Neskaupstað.
Aflinn fékkst í fjórum hölum og gengu veiðar mjög vel fyrir sig. Fleiri
skip hafa verið að fá góðan afla.
Beitir NK er í loðnuleit á vegum Hafró og hefur verið að lóða á loðnu
allt vestur á 18. gráðu meðan veiðiskipin eru einhverjum 40 sjómílum
austar. - Því er óhætt að segja að loðnuveiðar og
-leit fari vel af stað. Meðfylgjandi mynd er frá 6. mars á síðasta
ári er Börkur landaði fyrstu loðnunni sem kom á land á Siglufirði .að
árið, 1800 tonnum. |
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Hilmar Þór Halldórsson
varð 4 ára -- 2. janúar síðastliðinn. |
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Sigríður Karlsdóttir
er 40 ára í dag
Efst á síðu |
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -1 °C
Sunnan 4 - 6 m/s
Él
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur 5. janúar 2005 Af
síðunni
www.siglo.is
-- Á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember
var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
“Bæjarstjórn Siglufjarðar leggur til við nefnd félagsmálaráðuneytis um
sameiningu sveitarfélaga að kosið verði um sameiningu allra
sveitarfélaga í og við Eyjafjörð, þ.e. að eftirfarandi sveitarfélög
verði sameinuð í eitt; Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær,
Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Grímsey,
Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Þátttaka
Siglufjarðarkaupstaðar í slíkri sameiningu er algerlega háð því að
tryggð verði betri vegtenging staðarins við Eyjafjörð með
Héðinsfjarðargöngum.” |
|
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Hvanneyrarkrókur Þessi mynd var tekin eftir hádegið í gær. ---
Hvanneyrarkrókur hefur mikið breyst með árunum, oftast er þarna mikill
sandbreiða, grynningarnar sem áður var vettvangur krakka við skeljaleit
ofl. austast á svæðinu vestan Öldubrjóts, eru löngu horfnar og komin
undir olíutanka og athafnasvæði, en nú er sandurinn þakinn miklum þara
eftir brimið undanfarna daga og vikur. |
|
Miðvikudagur
5. janúar 2005 Ein gömul:
Mér sýnist þetta vera Sigríður
Júlíusdóttir, sem varð sigurvegari í sínum flokki, á Skarðsmótinu
í júnímánuði árið 1965
Efst á síðu |
Miðvikudagur
5. janúar 2005
Einar Ágúst Ásmundsson
er 1 árs í dag
(sonur Mumma og Elínar) |
|
Þriðjudagur
4. janúar 2005
Skíðasvæðið í Skarðsdal, þar er nú mikill og góður snjór fyrir
skíðaunnendur. Lítið sást til mannaferða þar klukkan 14:30 í
rökkurbyrjun, er þessi mynd var tekin, enda vart við að búast þar
sem veðrið sem hamrað hefur á okkur undanfarna dag gekk ekki niður fyrr
en rétt fyrir hádegið í daga og virkur dagur í þokkabót. Eitthvað heyrði
ég talað um að "spáin" væri ekki hagstæð fyrir morgundaginn amk. Við
skulum vona að þeir komist á skíði sem fyrst sem það vilja, því ekki er
að efa að þarna er gott að vera.
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 4. janúar 2005
Hádegistónleikar í Hafnarborg Hafnarfirði. FRÁ MÖRIKE TIL MOZARTS
Ljóð og aríur frá Austurríki.
Miðvikudaginn 5. janúar kl. 12:00 mun Siglfirski tenórinn Hlöðver
Sigurðsson syngja á hádegistónleikum Hafnarborgar við undirleik Antoníu
Hevesi, en hún er einnig listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar.
Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar og aðgangur er ókeypis. |
Þriðjudagur 4. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -1 °C
Suðaustan 4 - 6 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 4. janúar 2005
Svona til fróðleiks: Alveg neðst á forsíðum "Lífið á Sigló"
og Ljósmyndasafnsins; eru mismunandi teljarar sem gefa ýmsar
upplýsingar um heimsóknir á síður mínar, bæði raunteljari viðkomandi
síðu og erlendir teljarar nýlega inn komnir, (það sést á dagsetningu
þeirra hvenær), sem gefa ýmiskonar forvitnilegt yfirlit um heimsóknir á
forsíðurnar, ofl.
Samkvæmt raunteljara forsíðanna þá hafa heimsóknir á þær (aðeins
forsíðurnar) verið:
213.521 --- Tvöhundruð og þrettán þúsund fimmhundruð
tuttugu og einn netverji heimsóttu "Lífið á Sigló" frá 1.jan til
31. des á miðnætti. árið 2004
75000 -- Sjötíu og fimm þúsund heimsóttu "Ljósmyndasafnið"
frá 6. apríl til 31. desember. Það er frá því að ég sameinaði
allar síðurnar á einn stað;
www.sksiglo.is
|
Þriðjudagur
4. janúar 2005 Ein gömul:
Efst á síðu |
Þriðjudagur
4. janúar 2005
Sverrir Björnsson
er 66 ára í dag |
Sif
Þórisdóttir
er 8 ára í dag
Efst á síðu |
Mánudagur 3, janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan 4 - 6 m/s
Él til fjalla |
|
Mánudagur
3, janúar 2005 Ein gömul: Þessi mynd er tekin sumarið
1965, er verið var að vinna við smíði nýrrar löndunarbryggju SR, Þarna
er Jóhannes Jónsson vélsmiður - Aage Johansen
kafari með fleiru (þarna tilbúinn að koma sér í kafarabúninginn) og
Jóhann Ísaksson vélsmiður.
Efst á síðu |
Mánudagur
3, janúar 2005
Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson
er 49 ára í dag |
Mánudagur
3, janúar 2005
Ægir Örn Arnarson
er 10 ár í dag
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
2. janúar 2005
Hið árlega Barnaball Kiwanis var í dag frá klukkan 14:00
- 16:00
Ég skrapp þangað til að taka nokkrar myndir, sem þú sérð ef þú smellir á
myndina hér til hliðar.
Efst á síðu |
|
Sunnudagur 2. janúar 2005
GULLBRÚÐKAUP. Auður Björnsdóttir og Sverrir Sveinsson
héldu upp á gullbrúðkaup sitt hjá börnum sínum suður í Reykjavík nú um
áramótin. Ekki þarf að kynna nánar þessi mætu hjón fyrir Siglfirðingum,
svo lengi hafa þau starfað og unnið að hinum ýmsu félagsmálum á
Siglufirði, auk annars.
Til hamingju með daginn og gleðilegt ár.
Efst á síðu |
Sunnudagur 2. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -5 °C
Norðan 6- 8 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
Sunnudagur
2. janúar 2005 Ein gömul:
Löndunarbið, loðna 197?
Efst á síðu |
Sunnudagur 2. janúar 2005
Lúðvík Freyr Sverrisson
er 18 ára í dag
Efst á síðu |
Sunnudagur 2. janúar 2005
Sveinn Filippus Sverrisson
er 14 ára í dag
|
| Laugardagur 1. janúar 2005
Gleðilegt ár með þökk fyrir það liðna. |
|
Laugardagur 1. janúar 2005 KIWANIS BARNABALLIÐ Munið eftir því
það hefst á morgun klukkan 14:00 í ALLANUM Miðaverð kr 300 fyrir 6 ára
og eldri. |
|
Laugardagur 1. janúar
2005 Kveikt verður á
ÁRAMÓTABRENNUNNI klukkan 17:00 í dag |
|
Laugardagur 1. janúar
2005
Kveikt var í
áramótabrennunni, nú á "tilsettum tíma", það er aðeins var byrjað
að velgja hauginn nokkrum mínútum fyrr, en ekki veitti af þar sem snjór
og klaki var talsverður utaná bingnum. Allt gekk að óskum, ef frá er
taldir smá vindsveipir með skafrenningi og ofankomu. En það rofaði á til
milli- og ég notaði tækifærið í einu rofinu og tók þessa mynd, á slaginu
17:00 |
|
Laugardagur 1. janúar
2005
Sextán Íslendingar, 10 karlar og 6 konur, voru sæmdir
heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum í dag.
---- Þar á meðal var Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri,
Siglufirði, sem fékk riddarakross, fyrir framlag til uppbyggingar
Síldarminjasafnsins.
Til hamingju Örlygur, þessi orða er vissulega mikill og þér verðskulduð.
Þú átt einnig þakklæti frá Siglfirðingum, sem í raun skulda þér mikið.
Á meðfylgjandi mynd er Örlygur að segja Hákon krónprins Noregs og
forseta Íslands frá hluta af sögu Siglufjarðar, við söltun hjá
Síldarminjasafninu síðastliðið sumar. |
|
Laugardagur 1. janúar 2005
Framhald á myndaseríu
frá Söngskemmtun Karlakórs Siglufjarðar og fleiri söngvara, frá því
fyrir áramót, 30 desember 2004.
Efst á síðu |
Laugardagur 1. janúar 2005
Helgi Fannar Jónsson
er 5 ára í dag |
Ásbjörn
Smári Björnsson
er 26 ára í dag
Efst á síðu |
Laugardagur 1. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan 8 - 10 m/s
Él í lofti
Efst á síðu |
|
Laugardagur 1. janúar 2005
Nýtt á síðu minni - Nú á nýju ári 2005 mun nýskráningum og
breytingum á Netfangaskrám hætt eins og verið hefur. --
En í staðinn gefst öllum þeim er einhver tengsl eiga við Siglufjörð,
kostur á kynna netföng sín og þær upplýsingar sem viðkomandi óskar
eftir. (allt að 10 línum)
Það eindregin ósk að mynd fylgi, þeim upplýsingum sem viðkomandi sendir
- í tölvupósti á
netfang mitt - Nú þegar hafa
nokkur nöfn og upplýsingar borist, sem þú getur skoðað
hér og
á tenglinum "Gagnagrunnur" á forsíðu "Lífið á Sigló"
Efst á síðu |
Laugardagur 1. janúar 2005
Ein gömul "Bakkabyggðin" 1965 (+/-)
Efst á síðu |