|
Laugardagur
15. janúar 2005 Óvenjuleg sundkeppni fór fram í og
eftir hádegið í dag í Sundhöll Siglufjarðar. Þar voru saman komin
allir sem ekki voru bundnir við störf það augnablikið, félagar úr
Starfsmannafélagi Heilsugæslunnar á Siglufirði til að halda sér glaðan
dag, sem svo sannarlega tókst. Keppt var í ýmsum greinum sundsins og
síðan fengu þau sér holla næringu á eftir ofl. Ég mætti á
staðinn og tók slatta af myndum eins og venjulega sem þú sérð með því að
smella á myndina. Athugið nýtt andlit síðunnar (tilraun) |
|
Laugardagur
15. janúar 2005 Áskell EA 48 1807 kom í morgun með um 1000
tonn af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni.
Komin eru til Siglufjarðar rúm 3400 tonn af loðnu til bræðslu. Sjáðu
hér
Flestir smábátarnir fóru í róður til að leggja línu í nótt og í morgun |
Laugardagur
15. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 1 °C
Suðaustan 4 - 6 m/s
Rigningar suddi
Efst á síðu |
|
Laugardagur
15. janúar 2005 Snjóhaugarnir minnka. Í gær var
unnið að því á mörgum stöðum, að minnka snjóhrúgurnar sem safnast hafa
fyrir á undaförnum vikum við það að halda götum bæjarins færum.
Stórvirkar gröfur komu snjónum fyrir á stórum bifreiðum sem síðan
sturtuðu snjónum í sjóinn. Þetta gekk vel og mikið gekk á haugana. Hláka
var og rigning allan daginn í gær með 4-6 °C hita. |
|
Laugardagur
15. janúar 2005 Þessi skemmtilega mynd barst mér í morgun,
en hún er tekin á Söltunarstöð Vigfúsar Friðjónssonar, sennilega
1963-1965. Ljósmyndara er mér ókunnugt um, en sá með hattinn er Svavar
Ármannsson, en þann yngri þekki ég ekki. Þetta fjórhjóla tryllitæki var
ein af mörgu nýungum sem Vigfús Friðjónsson innleiddi í þá tækniþróun
sem hófst á árunum 1960 við síldarsöltun hér á landi, þar til yfir
lauk og síldin hvarf frá Siglufirði. |
Laugardagur
15. janúar 2005
Þórleifur Haraldsson
er 59 ár í dag |
Laugardagur 15. janúar 2005 |
|
Föstudagur 14. janúar 2005
Tilkynning vegna landssöfnunarinnar
“Neyðarhjálp úr Norðri”.
Stjórn Knattspyrnufélags
Siglufjarðar hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld yngri flokka
vegna vorannar 2005 og hvetur þess í stað foreldra barna hjá félaginu að
hringja í söfnunarsíma og láta andvirði æfingagjalda renna til
landssöfnunarinnar “Neyðarhjálp úr Norðri” vegna hamfaranna í Asíu. Með
þessu vill félagið sýna stuðning sinn í verki við þau samfélög sem búa
nú við hörmulegar aðstæður í kjölfar hamfaranna. |
|
Föstudagur 14. janúar 2005
Olíuskipið Keilir kom hér í morgun með olíu til losunar
hjá Olís |
Föstudagur 14. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 5 °C
Suðaustan 4 - 6 m/s
Rigning
Efst á síðu |
|
Föstudagur 14. janúar 2005
Úr fundargerð Bæjarráðs, í lok ársins 2004:
Bæjarráð Siglufjarðar leggur til við nefnd félagsmálaráðuneytis
um sameiningu sveitarfélaga að kosið verði um sameiningu allra
sveitarfélaga í og við Eyjafjörð, þ.e. að eftirfarandi sveitarfélög
verði sameinuð í eitt; Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær,
Dalvíkurbyggð, Akureyri, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Grímsey,
Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Þátttaka
Siglufjarðarkaupstaðar í slíkri sameiningu er algerlega háð því að
tryggð verði betri vegtenging staðarins við Eyjafjörð með
Héðinsfjarðargöngum
Og her er umsögn Ólafsfirðinga um sama mál
Efst á síðu |
|
Föstudagur
14. janúar 2005 Snjór og aftur snjór. Ef miðað er við
síðustu tvö til þrjú árin, þá hefur talsverðum snjó kyngt niður í
Siglufirði. Bæjarkarlarnir hafa verið duglegir við að hreinsa snjóinn af
götunum og slétta. Þeir höfðu í nógu að snúast þegar snjóaði dag eftir
dag síðustu vikur, en aldrei tókst snækónginum að gera neinar götur
ófærar innan bæjarins því þeir "stungu í gegn" jöfnum höndum - Og nú
þegar hætti að snjóa og í blíðunni í gær voru öll tæki á fullu við að
"fínpússa" verkið og hreinsa göturnar. Eru nú allar götur eins og best
verður á kosið á þessum árstíma. Ég tók "stóran hring" innan
bæjarmarkanna og tók slatta af myndum fyrir þá sem heima sitja og brott
flutta. Smelltu á myndina
Efst á síðu |
|
Föstudagur
14. janúar 2005 Ein gömul: "Að raða tunnum",
var það kallað þegar söltun var undirbúin, og voru það oft ungir drengir
sem sóttust í að fá að gera þetta sér til gamans, að raða tunnum við
síldarkassana - án greiðslu.
Þessi mynd er tekin á Pólstjörnuplaninu 1965
Efst á síðu |
Föstudagur
14. janúar 2005
Stefán Einarsson
er 57 ára í dag |
Föstudagur
14. janúar 2005
Kristján Flóvent Haraldsson
er 53ja ára í dag
Efst á síðu |
|
Fimmtudagur 13. janúar 2005
Smábátarnir voru að mokfiska á línu í dag, flestir lögðu
af stað í róður upp úr miðnætti og lögðu línu sína, allt að 40 bala þeir
stærstu og fóru bátarnir að týnast inn eftir hádegið í dag, með afla frá
2 til 11 tonnum. Myndin sýnir Jonna SI 86 að koma um kl. 16:00 með 10-12
tonna afla. Veður var mjög hagstætt í dag og fyrsti róðrardagurinn eftir
undanfarna ótíð. Ýmist var lagt upp hjá Þormóði Ramma - Guðrún María
Fiskverkun, eða á Fiskmarkað Siglufjarðar. -- Ég tók nokkrar myndir við
höfnina í dag sem þú sérð ef þú smellir
Efst á síðu |
|
Fimmtudagur
13. janúar 2005 Samfylkingin hélt almennan stjórnmálafund
að Kaffi Torg í gærkveldi, á fundin mættu um 60-40 manns. Þá var rétt
fyrir sjálfan fundinn, stofnað deild innan Landssamtaka
Samfylkingarinnar 60+ sem eru samtök sem berjast sérstaklega fyrir
hagsmunum 60 ár og eldri. Í stjórn deildarinnar voru kosin Sveinn
Björnsson formaður - Sjöfn ? og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn
Guðný Friðfinnsdóttir og Hafþór Rósmundsson.
Af stjórnmálafundinum sjálfum er það að segja, að hann var nokkur
fjörugur og forkólfarnir Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller urðu að
svara mörgum spurningum, sem og var höfuðtilgangurinn með funar haldinu.
Ég ætla ekki að fjölyrða nánar um efni spurninga og svara, nema það að
Össur Skarphéðinsson sagði; "Að þó svo að hann mundi tapa atkvæðum á því
í sínu kjördæmi í næstu alþingiskosningum, þá mundi hann berjast með
oddi og egg fyrir því að jarðgöng um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar yrðu
að veruleika, færi svo að núverandi stjórnvöld svikju gefin loforð enn
einu sinni." Þetta er ekki orðrétt eftir haft, en þessa merkingu lagði
ég í orð hans- og þótti athyglivert.
Smelltu á myndina.
Efst á síðu |
|
Fimmtudagur
13. janúar 2005 Ein gömul: Höfrungur III AK Þetta var
algeng sjón á árunum til 1965- nn, er þessi mynd var tekin, að bátarnir
kæmu svona vel hlaðnir að landi. Þarna kemur Höfrungur með fullfermi af
síld, sem þætti ekki mikill afli í dag þar sem loðnu/síldarskipin (ekki
bátar) bera það mikið að svona afli væri bara smá slatti sem vart tæki
að eyða olíu á til að koma með að landi. |
Miðvikudagur
12. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan 4 - 6 m/s
Úrkomulaust en él í nánd
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur
12. janúar 2005 Það er keðjuverkandi atvinnuskapandi
viðburður, þegar loðna berst til lítils byggðarlags eins og
Siglufjarðar. Því það eru fleiri en karlarnir í bræðslunni sem njóta
góðs af; verslun eykst og oft fá iðnaðarmenn vinnu vegna allskonar
þjónustu við loðnuskipin, og síðar þeir sem vinna að flutningi afurðanna
- og ekki má gleyma Hafnarsjóði og Bæjarkassanum. Á myndinni eru
Sigurður Fanndal og Anton Sigurbjörnsson hjá Verslunarfélagi
Siglufjarðar, að taka til "kostinn" sem fór um borð í loðnuskipið Börk
NK 122 sem landaði í gærdag 1600-1700 tonnum af loðnu til
Síldarvinnslunnar á Siglufirði.
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur
12. janúar 2005 Ein gömul:
Síldin metin af ´"áhugamönnum", sumarið 1965. Á myndinni eru
ma. Friðjón Vigfússon faðir Vigfúsar, Bjarni Þorsteinsson,
Kristján Möller (guttinn) Vigfús Friðjónsson, Haraldur Árnason (Shell)
Halldór Kristinsson ofl.
Efst á síðu |
Miðvikudagur
12. janúar 2005
Tómas Pétur Óskarsson
er 46 ára í dag
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur
12. janúar 2005
Einar Karlsson
er 47 ára í dag |
Miðvikudagur
12. janúar 2005
Baldur Benónýsson
er 41 árs í dag
Efst á síðu |
Þriðjudagur
11 .janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -1 °C
Norðan 2 - 4 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 11 .janúar 2005
Börkur NK 122 kom klukkan 10:10 í morgun með 1600 tonn af loðnu
til bræðslu hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði.
Ég tók þar meðal annars nokkrar myndir á bryggjunni og víðar.
Smelltu á myndina.
Efst á síðu |
|
_small.JPG) Þriðjudagur
11 .janúar 2005 Huginn VE 55 kom til
Siglufjarðar með fyrstu loðnuna á árinu rétt rúmlega 12 á miðnætti.
Þetta voru um 700-800 tonn sem komið var með til vinnslu á 1.
flokks úrvalsmjöl hjá Síldarvinnslunni.
Forseti bæjarstjórnar Guðný Pálsdóttir færði skipstjóranum og skipshöfn
tertu frá bæjarbúum eins og venja hefur verið er fyrsta loðnan (og
síldin) kemur á hverri vertíð. - -Þá lumaði Andersen á
einhverju góðu í tilefni komunnar. Huginn mun að lokinni löndun fara til
Dalvíkur og losa þar frosna loðnu, sem var hluti heildaraflans. -
Og með morgninum er Börkur NK einnig væntanlegur með 1600 tonn af loðnu
til bræðslu hjá Síldarvinnslunni á Sigló --- skrifað kl.
00:45
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur
11 .janúar 2005 Aðvörun / ábending Nú
undanfarið hefur borið á allmiklum klaka víða á húsum, jafnt húsum
einstaklinga, verslunum og annarra fyrirtækja. Eigendum húsa er bent á
að hreinsa klaka sem safnast ofan við dyr og gangvegi húsa sinna, því
skaðabóta ábyrgðin ef slys verða af völdum klakahruns, hvílir á
húseigendum. Fólk er kvatt til að gæta sín og horfa upp fyrir sig þegar
það gengur undir þakskeggi. Þessi mynd var tekin í gærkveldi, eftir
ábendingu um þessa hættu, en víða eru klakahlussurnar margfalt
hættulegri og stærri en þessi, sem var sú fyrsta sem ég nálgaðist.
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur
11 .janúar 2005 Ein gömul: Fótboltakappleikur 1965.
KS og?
Á "áhorfendasvæðinu" (Túngötunni) sjást meðal annars Gústaf Þórðarson,
Aage Schiöth og Karl Magnússon. Fótboltakapparnir tveir fyrir miðju,
sýnist mér vera Gunnar Guðmundsson og Konráð Baldvinsson. (?)
Efst á síðu |
Þriðjudagur
11 .janúar 2005
Haraldur Björnsson
er 48 ára í dag |
Þriðjudagur
11 .janúar 2005
Theodóra Sif Theodórsdóttir
er 14 ára í dag
Efst á síðu |
|
Mánudagur 10. janúar 2005
Loðna er væntanleg til Siglufjarðar öðru hvorumegin um miðnættið.
En von er á Hugin VE 55 með ?? (1000
tonn) |
|
_small.jpg) Mánudagur 10. janúar 2005
Aðsent: Gleðilegt ár og þakka hlýja kveðju! Ég fór í gær
2. jan í heimsókn til Valbjörns Þorlákssonar í Reykjavík. Valbjörn er
eins og margir vita Siglfirðingur en þjóðþekktur sem afreksmaður í
íþróttum, tugþraut og stangarstökki sérstaklega og vann til ótal
verðlauna á innlendum og alþjóðlegum íþróttamótum. Tók m.a. þrisvar átt
í Ólympíuleikunum.
Þarna sat ég hjá honum og ræddi við hann um þann áhuga
hans og vilja að allir gripir og upplýsingar um íþróttaafrekin fari
norður í heimabæinn.
Á eldhúsborðinu á milli okkar lá níðþungur pappakassi
fullur af medalíum. Auk þess tveir stórir kassar af bikurum niðrí
kjallara. Enn heldur hann sér enn í góðu formi og varð heimsmeistari á
heimsmóti öldunga 69 ára gamall. Þess má geta svona aukreitis að
Valbjarnarvöllur í Laugardal heitir eftir honum.
Í stjórn Fáum hefur oft verið rætt um nauðsyn þess að
setja upp sýningu um mannlífið í síldarbænum, hvað fólkið aðhafðist
milli síldarvertíða og hvernig menn þreyðu langa og dimma vetur. Þar
væri t.d. fjallað um karlakórinn Vísi, leiklistarstarfsemi og síðast en
ekki síst skíðaíþróttina sem Siglfirðingar voru svo frægir fyrir. Þar
gæti tengst saga Valbjörns Þorlákssonar.
Kær kveðja! Örlygur Kristfinnsson --- Þetta lýst mér vel á, ég er
einn af þeim sem þekki sögu Valbjarnar hér heima á unglingsárunum, enda
má segja að við höfum verið óaðskiljanlegir vinir þar til hann fór héðan
15 ár að aldri. Valbjörn, ef þú lest þetta, þá endilega hafðu samband og
komdu norður í heimsókn, þú getur gist hjá mér, nóg pláss. Þakka þér
fyrir Örlygur. Steingrímur
Efst á síðu |
|
Mánudagur 10. janúar 2005 Loðna: Óvissa um áform Hafró,
samkvæmt frétt
RÚV
Loðnuvertíðin hefur farið þokkalega af stað en útgerðir loðnuskipanna
bíða í ofvæni eftir frekari upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun um
aukinn loðnukvóta. Stofnunin tilkynnti í gær að ljóst væri að svo mikið
hefði fundist af loðnu að fyrirsjáanlega verði hægt að auka loðnukvóta
verulega. Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, spyr hvað felist í þessum skilaboðum Hafró. ---- Hvað
er veruleg aukning loðnukvótans? Þetta er stóra spurningin sem
útgerðarmenn og sjómenn loðnuflotans spyrja sig nú.
Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær um
leiðangur rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir norðan land;
fundist hefði mikið af loðnu á stóru svæði og ljóst væri orðið að svo
mikið sé af loðnu þar að fyrirsjáanlega verði hægt að auka útgefinn
loðnukvóta verulega. Ekki fylgdu frekari upplýsingar né skýringar á hvað
átt væri við með þessu orðalagi og því velta menn nú fyrir sér.
Björgólfur Jóhannsson er framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, stærsta fyrirtækisins í uppsjávartegundum. Honum líst ekki
illa á byrjun vertíðarinnar.
Skipstjórar Síldarvinnslunnar telja vænlega horfa
um vertíðina, segir Björgólfur, en engu að síður veltur allt á
niðurstöðum Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings og leiðangursstjóra á
Árna Friðrikssyni en mælingum á að ljúka um miðja vikuna. Og Björgólfur
segir ekkert vitað enn um framhaldið.
Efst á síðu |
|
Mánudagur 10. janúar 2005 Aðsendur fróðleikur: Ég var að
lesa ágætar hugleiðingar þínar um snjó og hugsanlega snjóflóðahættu.
Ástæða þess að ekki hefur verið rýmt hér vegna snjóflóðahættu eins og
fyrir vestan er fyrst og fremst sú að hér hefur ekki viðrað jafn illa og
snjóalög eru mun stöðugri en þar vestra. ----
Snjóeftirlitsmenn fara reglulega og þegar þörf krefur til snjóathugana í
Hafnarfjalli ofan við miðjan bæinn þar sem varnir vantar ennþá -
niðurstaða athugana síðustu vikna hafa bent til þess að snjóalög væru
fremur traust og virðast fjöllin sjálf staðfesta það þar sem við höfum
ekki séð nein snjóflóð utan tveggja úr bröttum giljum á Strandarvegi. Og
er þar mikill munur á og þeirri miklu snjóflóðahrinu sem gekk yfir
Vestfirði í síðustu viku. ----- En ekki er skortur á snjónum
hér; á láglendi og í bænum er snjór mikill miðað við árstíma eða 65-70
sm jafnfallið á sléttlendi - í Hafnarfjalli er snjódýpt við mælistangir
70-380 sm Vildi senda þér þetta til fróðleiks. Kveðja, Ö.K. |
Mánudagur
10. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -3 °C
Norðan 4 - 6 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
Mánudagur
10. janúar 2005 Aðsend mynd:
Saumaklúbburinn Siglosystur; Kópavogur 8. janúar 2oo5.
Aftari röð: Solveig Helga, Stína, Mumma, Hulda, Bylgja, Olla og Gústa.
Fremri röð: Anna Laufey, Kittý, Guðný, Unnur, Guðrún Inga og Gitta.
Kveðja Hulda.
Efst á síðu |
Mánudagur
10. janúar 2005 Ein gömul:
Þorleifur Hólm og Þorleifur Jóhannesson.
Myndin er tekin í forstofu gamla Sjúkrahússins 19. febrúar 1964
Efst á síðu |
Mánudagur 10. janúar 2005
Alma Birgisdóttir
er 17 ára í dag
hægra megin á myndinni,
hin heitir Vilborg |
Mánudagur 10. janúar 2005
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
9. janúar 2005
Ekki hefur orðið vart snjóflóða fyrir ofan
Siglufjarðarkaupstað í þessum hríðahaglanda að undanförnu, enda virðist
lítill snjór í fjöllunum miðað við láglendið og dali. Það sást að
vísu ekki á meðan snjóaði- og ekki er að efast um að fólkið sem býr í
skjóli snjóflóðavarnargarða í suður og norðurbænum hafa sofið rótt,
vitandi um þá vörn sem þeir kunna að veita ef snjóflóð fara af stað - og
sennilega þess vegna, þurfti engin hús að rýma á Siglufirði eins og á
vestfjörðum. Þó féll snjóflóð á Siglufjarðarveg í morgun, sem
lokaði veginum um stund. Myndin er tekin klukkan 11:30 í dag
Efst á síðu |
Sunnudagur
9. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan 2 - 4 m/s
Úrkomulaust
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
9. janúar 2005 -- 8. janúar 2005 af síðu
HAFRÓ :
Loðnuleit og yfirstandandi mæling á loðnustofni. Eins og kunnugt er hélt
rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt 9 loðnuskipum til leitar og
mælinga á loðnumiðum þann 4. janúar s.l. Leitarsvæðið náði frá því út af
sunnanverðum Vestfjörðum norður og austur um á móts við Norðfjarðarflóa.
Út af Norðurlandi fannst loðna á 100 sjómílna löngum kafla frá því
norður af Melrakkasléttu vestur og norður fyrir Kolbeinsey. ----
Vonandi fá Siglfirðingar að njóta einhvers
loðnuafla sem þarna kann að veiðast. SK
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
9. janúar 2005 Siglfirskt leiklistafólk:
Ólöf Daníelsdóttir, dóttir Guðnýjar Páls kennara og
Hrólfur Baldursson, sonur Baldurs Bóassonar og Hrólfdísar.
Þau hafa verið að gera það gott í leiklistinni. Meðal annars tóku þau
þátt í síðastliðnu Áramótaskaupi hjá Sjónvarpinu.
Aðsent: H.G.- Ljósmyndari "ókunnur"
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
9. janúar 2005 Ein gömul:
Kristján Ásgrímsson að vitja um netin sín inni á Siglufirði,
í júlímánuði 1965
Efst á síðu |
Sunnudagur
9. janúar 2005
Hugborg Inga Harðardóttir
er 27 ára í dag |
Sunnudagur
9. janúar 2005
Grétar Rafn Steinsson
er 23ja ára í dag |
Sunnudagur
9. janúar 2005
Björn Valdimarsson
er 50 ár í dag |
Sunnudagur
9. janúar 2005
Sandra Finnsdóttir
er 22ja ár í dag
Efst á síðu |