|
Mánudagur
31. janúar 2005
Smábátarnir sem gerðir eru út frá Siglufirði, fóru
í róður í nótt og í morgun er lægði eftir stormasama viku, nú í
þokkalegu veðri. (logn í landi)
Bátarnir fóru að týnast inn aftur eftir hádegið, þessi bátur Minna BA
322 2280 virðist vera með þokkalegan afla er hann kom inn klukkan 14:00
í dag |
_small.JPG) |
Mánudagur 31. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 0 °C
Andvari -- Frosthimna á jörð
Súld |
_small.JPG) |
|
|
Mánudagur 31. janúar 2005
Nýfæddur Siglfirðingur; Sara Ósk Ómarsdóttir, fæddist í Osló 2.
janúar 2005 og var 3202gr. og 48cm. Foreldrar hennar eru Bára Oddsdóttir
(Odds á Nesi) og Ómar Sigmarsson.
Efst á síðu |
|
Mánudagur
31. janúar 2005
Aðsent: Sendi hér nokkrar myndir teknar á þorrablóti
Norðlendingafélagsins í Vestmannaeyjum 15 janúar 2005. Þar var alveg
rífandi stemning og eyjabúar höfðingjar heim að sækja, að vanda. --
Kv Finni Hauks.
 |
|
Mánudagur
31. janúar 2005 Ein gömul:
Fyrir framan verslunina Álfhól á Sigló 198? |
|
Sunnudagur 30. janúar 2005
Aðsent: Þessa skemmtilegu mynd fékk ég senda í dag frá
Óskari Berg Elefsen, en hann tók myndina um 09:30 í morgun.
En þetta var útsýni frá heimili hans í suðurbænum yfir austurfjöllin.
Efst á síðu |
_small.JPG) |
Sunnudagur 30. janúar 2005
Veðrið í hádeginu: og klukkan 10:50
Hitastig 1 °C kl.12:00
Suðvestan 6 -8 m/s
Úrkomulaust Efst á síðu |
_small.JPG) |
|
|
Sunnudagur
30. janúar 2005 Ein gömul:
Löndunarbið hjá SR á Siglufirði, sennilega um 1940 -Frigg
MB 68 að koma inn með fullfermi af síld.
Ljósmynd, Kristfinnur Guðjónsson
Efst á síðu |
Laugardagur 29. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 4 °C
Sunnan 8 -12 m/s
Rigningarsuddi Efst á síðu |
Laugardagur
29. janúar 2005 Ein gömul: 1980(?)
Efst á síðu |
Laugardagur
29. janúar 2005
Svava Aðalsteinsdóttir
er 69 ára í dag |
Laugardagur
29. janúar 2005
Guðlaugur Henriksen
er 69 ára í dag
Efst á síðu |
Laugardagur
29. janúar 2005
Símon Helgason
er 42ja ára í dag |
Laugardagur
29. janúar 2005
Gunnlaugur Stefán Vigfússon
er 50 ára í dag
Efst á síðu |
Föstudagur 28. janúar 2005
Pönnukökuát hjá SR-Vélaverkstæði
Efst á síðu |
Föstudagur 28. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 5 °C
Sunnan 12-14 m/s
Rigningarsuddi Efst á síðu |
|
Föstudagur 28. janúar 2005
Pönnukökubakstur. Ég heimsóttir Sjálfsbjargarhúsið
seinnipartinn í gær og tók af þeim myndir eins og ég lofaði; Smelltu á=
Myndin hér til hliðar er sér, smelltu á hana.
Efst á síðu |
|
Föstudagur 28. janúar 2005
Ein gömul: Þennan véla-"sal" hafa ekki margir augum
litið, hann var byggður árið 1924, en í dag horfinn með öllu. Þetta er
sýningaklefi Nýja Bíós á Siglufirði 1924-1999. Þrisvar sinnum hefur
verið skipt um vélbúnað þarna, síðast 1924. Þarna er einn af
sýningarmönnum Nýja Bíós árið 1967-84 Kristinn Steingrímsson, að gera
vélarnar klárar fyrir sýningu. Þessar sýningavélar voru settar upp árið
1946 og voru vélarnar notaðar þar til bíósýningum
var hætt á Siglufirði árið 1999 - vélarnar voru í fullkomnu
lagi allt til þess síðasta, enda vönduð samstæða frá RCA-Brenkert USA.-
Skoðaðu Bíó-sögu Siglufjarðar |
Föstudagur 28.
janúar 2005
Fanney Steinsdóttir
er 26 ára í dag |
Föstudagur 28.
janúar 2005
Patrekur Þórarinsson
er 8 ára í dag |
|
Fimmtudagur 27. janúar 2005
1. Sólardagurinn (skráður) á Siglufirði er á morgun. Þær
Stella Einarsdóttir, Valey Jónasdóttir og Björg Einarsdóttir, byrjuðu að
baka sólarpönnukökurnar í dag eftir hádegið. Seinnipartinn verður settur
á fullur dampur og margar konur munu bætast við í baksturinn, svo og
snemma í fyrramálið hafa þær tæpa tvo tíma til að smyrja og setja rjóma
á pönnukökurnar áður en fyrstu kaffitímarnir hefjast, klukkan 09:00. - Allir, sem og fyrirtækin
geta hringt í síma 467-1815 og pantað og sótt. Á morgun mun birtast
myndasería frá bakstrinum, þegar allt er á fullu.
(þær vinna ekki hjá Sparisjóðnum þessar, þó halda mætti af húfum og
svuntum, þær eru bara slungnar) |
Fimmtudagur 27. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Sunnan 6-8 m/s
Úrkomulaust Efst á síðu |
|
Fimmtudagur 27. janúar 2005 Loðnulöndun
það sem af er árinu |
|
Fimmtudagur 27. janúar 2005
Bolludagurinn verður ekki fyrr en 7. febrúar næstkomandi, en
Kiwanik konur halda við margra áratuga hefð, með því að búa til og
dreifa bolluvöndum. Upphaflega byrjaða þetta er Kristine Þorsteinsson
(Ólafs læknis) kenndi konum í Kvenfélagi Sjúkrahússins þá list að búa
til bolluvendi, en þá voru "teiknibólur" notaðar til að halda
"rósavirkinu" saman, en nú nota konurnar trélím. Þær búa ma. til um 70
vendi sem fara á leikskólann Leikskálar. Þá verða seldir vendir frá þeim
í Aðalbakaríinu og á Bensínstöðinni.
 |
Fimmtudagur
27. janúar 2005 Ein gömul: Bátadokkin 19?(?) |
|
Fimmtudagur
27. janúar 2005 Eva Rakel Óskarsdóttir heitir þessi litla snót
sem fæddist á Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi þann 2. desember 2004,
kl. 11:10. Við fæðingu var hún 4115g (16 1/2 mörk) og 53cm.
Hún var skírð þann 12. þ.m.
Kveðja, Elín Gísladóttir og
Óskar Jakobsson.
Elín er dóttir Gísla Þorsteins og Maríu Hallgríms. Efst á síðu |
Fimmtudagur
27. janúar 2005
Jón Trausti Traustason
er 40 ára í dag |
Fimmtudagur 27. janúar 2005
Ragnheiður Birna Guðnadóttir
er 21 árs í dag
Efst á síðu |
|
Miðvikudagur 26. janúar 2005
Sjálfsbjörg !
Sólarpönnukökurnar verða seldar að venju, í tilefni af sólardeginum
föstudag 28. janúar. Allir, sem og fyrirtækin geta hringt
í síma 467-1815 og pantað og sótt pönnukökur til að gleðja starfsfólk
sitt og fjölskyldur. Við erum í Sjálfsbjargarhúsinu. Efst á síðu |
Miðvikudagur 26. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Suð vestan 6-8 m/s
Úrkomulaust Efst á síðu |
|
Miðvikudagur
26. janúar 2005 Að sögn Arnars Jónssonar
garðyrkjufræðings Siglufjarðarkaupstaðar, þá fengu Siglfirðingar,
Ólafsfirðingar og Hólar, styrk frá Ferðamálaráði Íslands, samtals eina
og hálfa miljón króna til að vinna að gerð og útgáfu útivistarkorta með
merktum gönguleiðum. Útivistarkort: Svarfaðardalur, Ólafsfjörður,
Héðinsfjörður. Útivistarkort: Fljót, Siglufjörður, Héðinsfjörður, og
göngukort af miðjum Tröllaskaga. Aðilar innan þessara svæða munu
vinna sameiginlega að þessu verkefni.
Ljósmynd: Árni/Guðný ------
Þá skal þess getið að Sögufélag Siglufjarðar fékk frá Menningarsjóði KEA
rétt fyrir síðustu jól, 150 þúsund króna styrk. Efst á síðu |
Miðvikudagur
26. janúar 2005 Ein gömul: Þetta er "árgangur 1932"
í boði Bæjarstjórnar, á skrifstofu bæjarins árið 1982.
(Árgangsmót) Ég verð að játa að ég þekki öll andlitin, man nöfn sumra en
hin alls ekki, svo ég nefni engin nöfn að sinni.
Efst á síðu |
Miðvikudagur
26. janúar 2005
Guðný Róbertsdóttir
er 50 ár í dag |
Efst á síðu |
|
_small.JPG) Þriðjudagur 25. janúar 2005
Selkópur - sennilega sá sami sem heimsótti þennan sama
stein fyrir framan Síldarminjasafnið, oft á síðasta ári. Hann lét fara vel um sig
á steini sínum í dag um klukkan 15:00 Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 25. janúar 2005
Nýtt á vefnum - Dagatal með uppákomum, það er ef
viðkomandi aðilar, þeir sem sjá um uppákomur, Þorrablót, dansleiki,
skemmtanir, árgangsmót og annað sem fólk kemur til með að hafa áhuga á.
Sendið mér upplýsingarnar, ég kem þeim fyrir á dagatalinu. Einnig ef
áhugi er á, þá skal ég koma dagskránni einnig fyrir, (á bak við) þannig
að smellt er á tengil innan viðkomandi dags á dagatalinu.
Dagatalstengillin verðar alltaf til staðar efst á síðunum. (frá 23.jan) Efst á síðu |
|
 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Aðsent: Við erum nokkrir strákar sem erum í hljómsveit og
fyrir nokkrum mánuðum fengum við æfingaraðstöðu hjá Marteini
Haraldssyni. Við geymdum allar okkar græjur þarna enda spiluðum við oft
og mikið. Um Jólin neyddumst við til að taka okkur smáfrí, þegar við
komum úr fríinu hafði verið brotist inn og vantaði einn Peavey magnara,
Boss Mega-distortion, 3x gítarsnúrur og trommukjuða. Ef einhver hefur
vitneskju um hvar þessir hlutir eru staðsettir eða jafnvel með þá í
fórum þínum viltu þá vinsamlegast hafa samband við Aron Inga í síma
865-2764 eða Vigfús í síma 849-1193. "Hljómsveitin á
hafnarbakkanum". Efst á síðu |
Þriðjudagur 25. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Sunnan andvari
Úrkomulaust Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 25. janúar 2005
Guðmundur Ólafur ÓF 91 2329 kom með fullfermi af loðnu til
löndunar á Siglufirði. Það var hart sótt í tveggja til þriggja metra
ölduhæð og vestan vindur allt upp í 50 m/s, það er "beint" á móti.
Skipinu seinkaði um eina klukkustund. Nú er aftur á móti komið logn á
Siglufirði og 6 °C hiti (kl. 10:00) Þá kom Örn K.E. rétt fyrir hádegið
með fullfermi og þá verður aflinn hingað kominn vel yfir 10 þúsund
tonnin.
Ég tók nokkrar myndir á vettvangi í morgun, og hitti þar meðal annars
Björgólf Jóhannsson forstjóra og Jón Már Jónsson verksmiðjustjóra
Síldarvinnslunnar, en þeir voru nýkomnir frá Raufarhöfn úr heimsókn þar.
Efst á síðu |
|
Þriðjudagur 25. janúar 2005
Aðsendur Tengill: Sæll vertu ! -- Mér datt í
hug að senda þér tengil á myndir sem ég hef sett á netið og eru frá
þorrablóti í Fljótum nú á föstudaginn, sem var fjörugt og fjölmennt að
vanda.
http://www.holmavik.is/skoli/stina_kennari/fljotin/blot2005/index.htm
Bestu kveðjur af Ströndum Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Þar sem helmingur Fljótamanna eru "Siglfirðingar" og hinn
helmingurinn hér á Siglufirði eru "Fljótamenn" þá birti ég þennan tengil
með ánægju. SK Efst á síðu |
|
Þriðjudagur
25. janúar 2005 Ein gömul:
Starfsmannafundur, hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins 196? - Þarna voru
mættir yfir 60 starfsmenn, boðaðir á kaffifund að Hótel Höfn, af
yfirmönnum fyrirtækisins á Siglufirði, Geir Zoega ofl.-- Hvað ætli
allur þessi hópur hafi haft að gera? Svarið er "einfalt": Það sem
tveir menn á vakt gera í dag á notalegum stað framan við tölvuskjái, og
fáir í viðbót við stjórn, viðhald og eftirlit. Þeim mundi nægja eitt
borð til að funda við, ef svo bæri undir. Tímarnir, og tæknin breytist
og mennirnir með. Efst á síðu |
Þriðjudagur
25. janúar 2005
Arnór Elí Kristinsson
er 7 ára í dag |
Þriðjudagur
25. janúar 2005
Oddur Sigurðsson
er 19 ára í dag
Efst á síðu |
|
Mánudagur 24. janúar 2005
Hellan 1. tbl 2005 af Hellunni er komið út. -- Fullt af
efni, þar á meðal völvuspá. --Áskrift að Hellunni er 3,540.- kr árið.
Þeir sem vilja gerast áskrifendur geta sent tölvupóst á
tunnan@simnet.is eða hringt
í síma 467-1288 Tunnan prentþjónusta ehf Efst á síðu |
Mánudagur 24. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 8 °C
Sunnan 6 - 8 m/s
Úrkomulaust Efst á síðu |
|
Mánudagur 24. janúar 2005
Félag Eldriborgara á Siglufirði og í Fljótum, hélt sinn fyrsta
fund á árinu, á hinum hefðbundna stað Skálarhlíð. Hin venjubundna
dagskrá var við heiðri höfð. Almenn fundarstörf, kosning stjórnar og
formanns, önnur mál. Upplestur; Guðjón Sverrisson, Skálahlíðarkórinn og
Himnabandið. Svo og kaffi, tertur og fleira góðgæti eins og venjulega.
Ég mætti ekki á þennan fund frekar en venjulega, en kona mín mætti og
tók nokkrar myndir af fundarmönnum.
Efst á síðu |
|
Mánudagur
24. janúar 2005 Aðsend
mynd frá Bessastöðum þegar Þjóðlagahátíðin fékk
Eyrarrósarverðlaunin. frá vinstri. Forsetafrúin frú Dorrit Moussaieef
Orgelleikari okkar Siglfirðinga Renáta Ivan og Gunnsteinn Ólafsson
frumkvöðull þjóðlagahátíðarinnar.
Til gamans má geta þess að Barnastúkan okkar heitir Eyrarrós og er no
68.
Þetta er í fyrsta sinn sem Eyrarrósin er veitt. - KLM
Efst á síðu |
Mánudagur
24. janúar 2005 Ein gömul: 196(?)
Efst á síðu |
Mánudagur
24. janúar 2005
Júlíus Gunnlaugsson
er 81 árs í dag |
Mánudagur
24. janúar 2005
Ragnar Guðmundsson
er 67 ár í dag
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005
Eftirlegukindur Um klukkan 15:00 í dag kom Keilir SI 145
með 25 eftirlegukindur úr Héðinsfirði, þar sem þær hafa haldið til, til
þessa. En þar hafa þær verið ýmist innst inni í firði eða meðfram
fjörunum. Þær voru í góðum holdum og vel á sig komnar sagði einn
bændanna, en meirihluti kindanna mun vera úr Fljótum en restin úr
Ólafsfirði. Á leiðinni frá Héðinsfirði, mætt þeir á Keilir, Sigurbjörgu Óf 1
og náðu þar um borð í tvo mjög þakkláta skipverja sem losnuðu við fleiri
hundruð kílómetra akstur í fríið fyrir vikið, en skipið var á leið inn á
aðra höfn en Siglufjörð. Kær kveðja frá þeim til Gunna.
Ég tók á móti mannskapnum 9-10 körlum, frá Siglufirði og eigendum
kindanna.
 |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005
Um þessa helgi hefur stendur yfir svæðamót í sveitakeppni
í Bridge þ.e. í Norðurlandi vestra (gamla kjördæminu) keppt var um rétt
til þátttöku í undankeppni v/ Íslandsmóts. Spilaðir voru 3 leikir í gær
frá kl.10 fh. til kl. 21:00 Eru leiknir 2 leikir og hófst keppnin
í morgun kl. 10:00 og áætlað að ljúki kl. 17:00 Spilastaður er Shell
húsið við Tjarnargötu rishæð. Úrslitin verða kynnt hér síðar.
Viðbót við þetta: ÚRSLITIN: Keppninni lauk seinnipartinn í
dag og var í lokin mjög spennandi. Úrslit urðu þau að sveit Eyjólfs
Sigurðssonar (tannlæknir Sauðárkróki) sigraði með 108 stigum auk Eyjólfs
eru í sveitinni Guðni Kristjánsson (sonur Kristjáns Rögnvaldssonar)
Ágúst Sigurðsson, Ólafur Sigmarsson, Jón Örn Berndsen og Ásgrímur
Sigurbjörnsson í öðru sæti var sveit Sparisjóðs Siglufjarðar með 107
stig og í þriðja sæti varð sveit Gunnars Þórðarsonar Sauðárkróki með 72
stig. Einnig var reiknuð út meðalskor úr spiluðum leik einstaklinga
svokallaður "Butler" en þar varð í efsta sæti með meðal tal 19,60
Kristján Blöndal en hann spilaði í sveit Sparijóðs Siglufjarðar.
Keppnisstjóri var Sigurður Hafliðason.
Efst á síðu |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005
Orðsending:
Halló árgangur 55! Nú er stórt ár hjá okkur . Við í
Sigló-saumaklúbbnum 55 í Reykjavík tókum af skarið og erum búnar að
fastsetja helgina 8. , 9. og 10. júlí til endurfunda á Sigló. Nú vantar
okkur heimilisföng ykkar til að senda nánari upplýsingar. Vinsamlegast
sendið okkur línu og heimilisföng ykkar og annarra sem þið vitið um.
Kveðjur f.h. saumó 55 Dóra og Stína
Netföng :
dora@merkismenn.is og
kristinhjorleifs@hotmail.com
Efst á síðu |
Sunnudagur
23. janúar 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 4 °C
Sunnan 6 - 8 m/s
Úrkomulaust Efst á síðu |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005 Kvenfélag Sjúkrahússins hélt aðalfund sinn
í Skálahlíð seinnipartinn í gær. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var
boðið upp á kaffi og meðlæti og spilað var bingó. Stjórnin undir
formennsku Magðalenu Hallsdóttur var endurkjörin, en Magðalena er nú að
hefja sitt 24. ár sem formaður kvenfélagsins. Eitt af því sem fram kom
á fundinum var að upphæð sú sem Kvenfélag Sjúkrahússins hefur safnað til
Sjúkrahússins og Skálahlíðar síðustu 50 árin, nemur alls rúmlega 94
miljónum króna (framreiknað samkvæmt vísitölu, af starfsmanni
Íslandsbanka) -.Það munar um minna. Ljósmynd: Guðný Ósk
Friðriks. Efst á síðu |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005 Með hækkandi sól, var fyrirsögn á
fundarboði til almenns stjórnmálafundar á vegum Sjálfstæðisflokksins sem
haldinn var seinnipartinn í gær. Á fundinn mættu til framsögu; Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Halldór Blöndal forseti Alþingis.
Á fundinn mættu um 40-50 manns. Aðeins þrír fundarmanna (úr sal) kvöddu
sér hljóðs, en þeim mun ýtarlegri voru svörin og ræður fundarboðenda. -
Jonni vinur okkar tannlæknir, lét sig ekki vanta og hafði mikið að
segja, en eftir að hann hafði talað í tvo tíma (fannst mér) var hann
beðinn að stytta mál sitt, sem hann gerði og fékk hann að sjálfsögðu
svör við "erindi" sínu. Margt athyglivert kom fram á þessum fundi, sem
lauk með orðunum Sigríðar; "Siglfirðingar geta treyst því að staðið
verður við loforðin um Héðinsfjarðargöng" um það voru frummælendur
innilega sammála,- og Halldór sagðist ekki hætta á þingi fyrr en málið
væri komið í höfn. Eitthvað þessu líkt hljómaði það í mínum eyrum.
Ég tók nokkrar myndir á fundinum.
Myndin hér fyrir ofan er sér á báti |
|
Sunnudagur
23. janúar 2005 Kristrún Jónsdóttir, sem varð 50 ára
síðastliðinn föstudag 21. janúar, hélt upp á afmæli sitt í gærdag að
Sambýlinu á Siglufirði. Ég mætti þar til að næla mér í kaffi og góðgæti
sem nóg var af, og tók ég þar nokkrar myndir í leiðinni Smelltu
hér til að skoða
Efst á síðu |
Sunnudagur 23. janúar 2005 Ein
gömul: Fyrsta síldin á sumrinu, 3. júní 1964.
Landað til frystingar hjá Hrímnir hf -- Pétur Baldvinsson fylgist með.
Efst á síðu |