Slys við strákagöng | Bland frétta | Badmintonmót | Skarðsmótið 1976 | Loðnufréttir | Hitaveitan | Fjör í tuskunum | Ádeila og svar

>>>>>>>>>>> Loðnufréttir

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Bland dagsetninga, 1976    

Ljósmynd og fréttir: Steingrímur

Góð loðnuveiði í gær  

Siglufirði 8. júlí

LOÐNUSKIPIN Sigurður, Gullberg og Guðmundur öfluðu öll vel í gær á  loðnumiðunum um 140 mílur frá Sauðanesi, en loðnan er heldur að færast austur á  bóginn. Um miðjan dag i gær var Sigurður kominn með um 600 tonn, Gullberg um  300 og Guðmundur um 200 síðdegis i gær, en þá var Súlan á leið á loðnumiðin til  veiða. Bræðsla á Siglufirði gengur ágætlega

 

 

 

Sigurður að landa loðnu.

Óánægðir með fréttir um loðnubræðsluna

Siglufirði 13. ágúst. ---- 

HÉR á Siglufirði ríkir mjög mikil óánægja meðal verkafólks og raunar annarra  bæjarbúa gagnvart fréttaflutningi fjölmiðla. sérstaklega útvarps og sjónvarps  varðandi loðnuvinnslu á Siglufirði en frétta mun eingöngu hafa verið aflað frá  ráðamönnum Síldarverksmiðja ríkisins.

 

Telja verkamenn og fleiri mjög villandi upplýsingar hafa komið fram um vinnslu loðnunnar þar  sem gefið er í skyn að hún sé mjög óhagkvæm og m.a. getið til að lýsisnýtingin sé lítil miðað við  loðnu veidda á vetrarvertíð.

 

Þetta er rétt, en aftur á móti er mjölnýting mjög góð en gæti orðið mun betri ef löndunarbúnaður og framkvæmd löndunar væri forsvaranleg af hálfu SR.

 

Svo hagar til, að loðnunni er dælt upp á löndunarbúnað sem á að skilja sjó frá  loðnu en gerir mjög illa, þannig að á að giska 20-30 %, sem viktað er og selt til  verksmiðjanna er sjór sem er dælt á bíla ásamt loðnunni. Síðan keyra bílarnir nokkra  vegalengd með hráefnið til vinnslu.

 

Mikill hluti af þessari blöndu dreifist um göturnar  sem ekið er um, þannig að ekki er akandi eða gangandi þessa leið án þess að  verða útataður í eðju.

 

Og sem dæmi má nefna, að aðal bifreiðaþvottaplan bæjarins er við leiðina sem loðnubílarnir  hafa ekið, þannig að þegar bifreiðarnar koma tandurhreinar frá þvottaplaninu verða þær strax útataðir, ef þeir mæta flutningabílunum, auk þess sem þeir þekja undirvagn og bretti af sullinu frá flutningaleið loðnunnar með  sér upp í bæ og bílarnir lykta allir. Sem sagt, óhugnanlegur óþrifnaður.

 

Á sama tíma standa löndunarbryggja og löndunarbúnaður upp á hundruð milljóna,  sem Síldarverksmiðjur ríkisins eiga, ónotuð.

Í staðinn er notuð önnur bæjarbryggjan.  Þannig gæti nýtingin orðið miklu betri ef löndunarbryggjan yrði notuð, og er þó  nýtingin í mjöl þokkalega góð.

                                                                                                   - Steingrímur.