|  Föstudagur 9. júlí 1976
 Fréttin og viðtal: Blaðamaður Morgunblaðsins. Ljósmyndir: Steingrímur og Tryggvi. 
															Hitaveita í öll hús í Siglufirði 
															næsta vor  Í júnímánuði í fyrra var byrjað á aðallögn fyrir hitaveituna í bænum og einnig að  leggja lögn úr Skútudal og inn í bæinn, en það er um 5 km leið. Áætlað er að  heildarkostnaður við hita 
                                                                                
                                                                                                                        |  |  
                                                                                                                        | Rafallinn í hina nýju virkjun í Fljótaá vegur alls 15 tonn, er hér kominn á áfangastað   Ljósmynd: Steingrímur |    
															Í júnímánuði í fyrra var byrjað á aðallögn fyrir hitaveituna í bænum og einnig að  leggja lögn úr Skútudal og inn í bæinn, en það er um 5 km leið. Áætlað er að  heildarkostnaður við hitaveituframkvæmdirnar verði um 400 milljónir króna að sögn Bjarna Þórs Jónssonar  bæjarstjóra á Siglufirði. - 110 íbúðir eru nú komnar með hitaveitu, sagði Bjarni í  viðtali við Morgunblaðið. - Um áramót reiknum við með að hitaveitulagnir verði komnar inn fyrir  vegg alls staðar og í gagnið með næsta vori. 
															Nú er unnið við borun á 8. holunni i Skútudal og gengur borunin mjög vel. Er borinn  kominn niður á um 840 metra dýpi, en allar holurnar 8 eru á svipuðu svæði. 
															Siglfirðingar ætla sér að stækka Skeiðsfossvirkjun í sumar, en hún er nú 3  
															megavött. Í haust er reiknað með að virkjunin geti framleitt 4,6 
															megavött, en betri  nýting fæst út úr vatninu með þeim framkvæmdum sem nú er unnið að. Verið er að setja upp  15 tonna rafal við virkjunina þessa dagana. 
                                                                                
                                                                                                                        |  |  
                                                                                                                        | Borað eftir heitu vatni i Skútudal, sem er tæpa 5 km fyrir innan  Siglu-fjarðarkaupstað, sem sést í baksýn.  ( Ljósm. Tryggvi ).  |    
															Næstu daga verður byrjað á byggingu nýrrar togarabryggju, sem verður sunnan á  Eyrinni, vestan við hafnarbryggjuna. Í sumar verður væntanlega , unnið fyrir 27  miljónir króna við þær framkvæmdir.   
															- Að sögn Bjarna  Þórs Jónssonar  bæjarstjóra er orðið brýnt fyrir Siglfirðinga að fá betri aðstöðu fyrir skuttogarana,  sem eru 3 talsins. 
															
 Legupláss eru lítil og léleg í vondum veðrum og löndunaraðstaða  orðin úr sér gengin.
 
															Að sögn Bjarna er bygging togarabryggjunnar byrjunin á  endurskipulagningu og endurbyggingu hafnarinnar. 
															Byrjað er á að skipta um jarðveg á Eyrinni og er áætlað að vinna fyrir 20 milljónir  króna við gatnagerð í Siglufirði. Varanlegt slitlag verður sett á götur á Eyrinni næsta  sumar.  
															Haldið verður áfram við byggingu ráðhússins í sumar, en mikill fjöldi starfar  nú við framkvæmdir á vegum Siglufjarðarbæjar. Við hitaveituframkvæmdirnar starfa  t.d. á milli 60 og 70 manns og stór hópur t.d. við virkjunarframkvæmdirnar og  gatnagerðina. 
                                                                                
                                                                                                                        |  |  
                                                                                                                        | Vinnuaðstæður ekki upp á Það besta. Ægir Jónsson lagfærir „nálaraugaleka".  Ljósmynd: Steingrímur
 |    
															Næstu daga verður byrjað á byggingu nýrrar togarabryggju, sem verður sunnan á  Eyrinni, vestan við hafnarbryggjuna. Í sumar verður væntanlega, unnið fyrir 27  miljónir króna við þær framkvæmdir.  
															Að sögn Bjarna  Þórs Jónssonar  bæjarstjóra er orðið brýnt fyrir Siglfirðinga að fá betri aðstöðu fyrir skuttogarana,  sem eru 3 talsins.    
															Legupláss eru lítil og léleg í vondum veðrum og löndunaraðstaða  orðin úr sér gengin. 
															 Að sögn Bjarna er bygging togarabryggjunnar, byrjunin á  endur-skipulagningu og endurbyggingu hafnarinnar. 
															Byrjað er á að skipta um jarðveg á Eyrinni og er áætlað að vinna fyrir 20 milljónir  króna við gatnagerð í Siglufirði. Varanlegt slitlag verður sett á götur á Eyrinni næsta  sumar. 
															 
															Haldið verður áfram við byggingu ráðhússins í sumar, en mikill fjöldi starfar  nú við framkvæmdir á vegum Siglufjarðarbæjar. 
															 
															Við hitaveituframkvæmdirnar starfa  t.d. á milli 60 og 70 manns og stór hópur t.d. við virkjunarframkvæmdirnar og  gatnagerðina.  |