ÖLL FYRRI MET SLEGIN
Reykjavík, 17. september
Vikuaflinn var 50 þúsund mál, segir í skýrslu Fiskifélags Íslands um síldveiðina sl. viku. Fá skip voru að veiðum, en sum fengu góðan afla.
Heildaraflinn á síldveiðunum slær öll fyrri met; er orðinn samanlagt 2 miljón
og 370 þúsund mál og tunnur.
Sex aflahæstu skipin voru í vikulokin: Víðir II. 32.366 mál og tunnur, Höfrungur II. 31.542, Ólafur
Magnússon 30.917, Helgi Helgason 29.530, Seley 27.750 og Guðmundur Þórðarson 27.199 mál og tunnur.
Valinkunnir aflakóngar stjórna þessum efstu skipum og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir framlag þeirra til þjóðarbúsins.
<< Höfrungur II. á leið inn með 30 þúsundasta málið

Garðar Finnsson má vera ánægður með sumarið. Skip hans er næsthæst á sumrinu með rösklega 31.500 mál. |