MJÖLPOKAR AÐ LÁNI HÉR HEIMA OG FRÁ NOREGI

Siglufirðir 19.september
Á þessu mikla síldarsumri voru að sjálfsögðu miklar annir hjá síldarverksmiðjunum.
Mjölfjallið hrúgaðist upp í skemmunni, þar sem poka vantaði. Á myndinni sjáum við mjölfjall sem myndaðist þegar mikill skortur varða á pokum fyrr í þessum mánuði hjá SR. Í tvo sólarhringa var mjölið látið fara beint í gólfið af því að poka vantaði.
Framleiðslan var orðin meiri, en nokkrum hafði órað fyrir. Var þá gripið til þess ráðs að fá poka lánaða frá ýmsum stöðum.
Þetta þýðir að mjög mismunandi vörumerki eru á pokunum, en að sjálfsögðu verður vörumerki SR sett á pokana áður en þeir eru seldir |