Myndin er tekin 31 ágúst 1962, en birt síðar. Verið var að steypa nýjan flóðgarð framan við nýja og mikla uppfyllingu, landvinningur, því fyrir ofan garðinn voru áður bryggjur.
KRANINN FÉLL Á HLIÐINA

Kraninn er hér í hálf aumkunarverðu ástandi, en það tókst að rétta hann við.
Það óhapp vildi til, þegar krani frá SR var að hífa steinsteypu í mótin af nýja flóðvarnargarðinum, að uppfyllingin lét undan og féll kraninn á hliðina.
Engin slys urðu á mönnum og þótti það vel sloppið. Fenginn var annar krani til að reisa félaga sinn við, og gekk það vel |