Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Rann á hjarni Siglfirðingur vann Gífurlegur snjór Íslandsmót (1) Íslandsmót (2) Vélsleði skáta Þotukeppni Þyrla sótti slasaðan Snjóþungi í mars Halla Haraldsdóttir Afreksmaður ... Dakoda flugvél á Sigló Haförninn og .. Hvað heitir paddan Með Haferninum Heimasætur Tilraun með síld Saltað í flestum.. ASN þingfulltrúar Strákagöng senn Einangrun rofin Fréttir og prestar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Föstudagur 7. apríl 1967.  Texti: Steingrímur 

Þyrla sótti slasaðan mann til Siglufjarðar

SIGLUFIRÐI 6. apríl. -

Rétt fyrir hádegi í dag varð það slys hér, að búnt af  þilplötum féll á mann með þeim afleiðingum, að hann mjaðmargrindarbrotnaði og  lærbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Voru meiðsli það mikil, að læknir taldi  ráðlegt að flytja manninn í sjúkrahús, helst í Reykjavik og var þegar farið að  huga að því að flytja hann suður til Reykjavíkur.

Sjúkraflugvöllurinn hér er ófær þar sem tveggja til þriggja metra snjólag er á honum, Voru fengnar til tvær jarðýtur,  sem ruddu flugvöllinn, en áður en því verki var lokið, þar sem það var seinunnið, var fengin þyrilvængja, sem  kom og sótti hinn slasaða mann.

Kom hún frá Reykjavík og var rétt um tvo tíma á leiðinni. Lent þytilvængja á íþróttavellinum, sem er í hjarta  bæjarins, og flutti manninn til Akureyrar, en þaðan flutti Tryggvi Helgason hann til Reykjavíkur.Maðurinn, sem slasaðist heitir Jóhann Kristjánsson, starfsmaður hjá Rafveitu Siglufjarðar. Vildi  slysið til í húsnæði Rafveitunnar, er starfsmenn voru að hagræða búnti af þilplötumun, sem reistar voru  upp við vegg. Voru þetta um 40 til 50 Plötur og féll allur bunkinn ofan á Jóhann.

Lokið var við að ryðja flugvöllinn svo að nú er hann.fær smærri flugvélum. Hér hefur verið gott veður  Í dag er sólskin og 14 stiga hiti. Snjó tekur ört upp.

 

SK