Sunnudagur
1.
október
1967
Saltað
í
flestum
bæjum
norðanlands
og
austan
Reglulegur
síldarbragur
að
komast
á
staðina.
HELDUR
er
að
lifna
yfir
síldarsöltun
á
söltunarstöðunum,
Norðanlands
og
austan
og
undanfarna
daga
hefur
verið
saltað
í
allflestum
bæjunum.
Á
Siglufirði var verið að salta í gær á einu plani, en nokkuð stöðug söltun
hefur verið þar undanfarna daga, að sögn fréttaritarans. Sagði hann að
Siglfirðingar hefðu nú fengið smábragð af gamla tímanum Hluti aflans, sem
skipin kæmu með,
væri yfirleitt ísvarinn, og færi hann í söltun, en
afgangurinn í bræðslu. Lyfti þetta mikið undir atvinnulífið í bænum.
Mbl.
Myndin
er
frá
söltun
á
Siglufirði.
Ljósmynd:
Steingrímur. (Mikil þoka var á þessum tíma).