NORÐANFARI
Fimmtudagur
25.
maí
1967
(Kosningablað).
Ljósmyndir:
Steingrímur
FRÁ
SIGLUFIRÐI:
HÉR
VANTAR
ÞANN
HERSLUMUN,
sem
tryggja
verður
með
Framkvæmdaáætlun
Norðurlands.
Tvennir
tímar.
Sundhöll
Siglufjarðar,
sem
jafnframt
verður
rekin
sem
íþróttahús
hluta
árs.
Keypt
hefur
verið
slígert
gólf
yfir
sundlaugarþróna
í
þessum
tilgangi.
Er
það
nú
komið
til
Siglufjarðar
og
er
verð
þess
um
1,4
miljónir
króna.
Sú
var
tíðin
- á
þeim
árum
sem
kennd
voru
við
kreppu,
að
fjárhagsleg
afkoma
þjóðarbúsins
valt
á
síldveiðum
út
af
Norðurlandi
og
vinnslu
síldar
á
Siglufirði.
Þá
beindust
augu
ráðamanna
þjóðfélagsins
að
Siglufirði
og
þar
var
þá
malað
það
gull,
sem
m.a.
gerði
þá
þjóðfélagsþróun
mögulega
á
fyrri
hluta
þessarar
aldar,
er
breytti
þjóðarhögum
úr
fátækt
og
frumbýlingshætti
til
velferðar
og
tækniþróunar.
Með
breyttum
göngum
síldarinnar
hófst
svo
erfiðleikatímabil
þessa
bæjarfélags.
En
sé
saga
Siglufjarðar
á
árum
erfiðleikanna
skoðuð
sanngjörnum
augum,
og
metin
út
frá
aðstæðum,
er
hún
e.t.v.
ekki
síður
glæsileg
en
gullaldartíminn.
Það
hefðu
ekki
öll
bæjarfélög,
sem
byggðu
á
einhæfu
atvinnulífi,
hvers
grundvelli
var
gjörsamlega
kippt
á
burt,
ekki.
eitt
ár,
heldur
áratugi,
staðið
af
sér
erfiðleikana
á
sama
hátt
og
Siglufjörður.
Hið
nýja
og
glæsilega
sjúkrahús
Siglufjarðar,
sem
kostaði
yfir
20
miljónir
króna.
Til
hægri
á
myndinni
sjást
rústir
gamla
sjúkrahússins
sem
verið
er
að
rífa
niður
og
fjarlægja
Það
voru
margir
varnarsigrar
unnir
á
þessum
erfiðleikaárum,
sem
að
vísu
kostuðu
okkur
mikið
mannfall
(í
burt
fluttum
Siglfirðingum),
sem
eftirsjá
er
að,
en
við
vonum,
að
nú
þegar
bjartara
virðist
framundan,
komi
eitthvað
af
þeim
heim
í
fjörðinn
sinn
á
ný.
Það
sem
er
og
það
sem
vantar.
Siglufjörður
stendur
um
margt
á
gömlum,
traustum
grunni.
Hér
þarf
svo
sannarlega
ekki
að
byggja
allt
frá
grunni.
Hér
eru
til
staðar
mörg,
stórvirk
atvinnutækja:
síldarverksmiðjur,
söltunarstöðvar,
niðurlagningarverksmiðjur,
frystihús,
tunnuverksmiðja
og
margs
konar
smærri
iðnrekstur.
Það
sem
á
vantar
er
að
tryggja
síldariðnaðinum
Hluti
af
vinnslusal
Siglósíldar.
Bandaríkjamenn
og
Sovétrússar
eru
ósammála
um
margt,
en
sammála
um
EITT:
Gæði
siglósíldar,
enda
kaupa
báðir
sælgætið.
Siglósíld
er
helsti
atvinnugjafi
á
Siglufirði
og
hafa
þar
unnið
allt
að
100
manns
í
vetur,
þegar
flest
var
þar.
--
hráefni.
"Haförninn"
er
stórt
spor
í
rétta
átt,
en
flutningur
á
síld
til
söltunar
verður
og
að
koma
til.
Hér
er
nýbyggt
glæsilegt
sjúkrahús,
yfirbyggð
sundlaug,
sem
jafnframt
verður
rekin
sem
íþróttahús,
nýtt
veglegt
bókasafn,
nýlegir
og
veglegir
skólar,
æskulýðsheimili,
góð
höfn,
gott
raforkuver,
bættar
samgöngur
á
landi
og
í
lofti
á
næstu
grösum
-
og
þannig
mætti
áfram
telja.
[Greinin
var
lengri
en
ég
á
ekki
niðurlag
hennar]
Æska
Siglufjarðar
unir
sér
vel
í
vistlegum
salarkynnum
bókhlöðunnar
Hér
er
önnur
mynd
af
börnum
í
salarkynnum
hinnar
nýbyggðu
bókhlöðu
[Ath.
Bókhlöðumyndirnar
eru
skannaðar
frá
úrklippusafni
mínu
frá
blaðinu,
ég
fann
ekki
filmuna,
held
þó
að
ég
hafi
tekið
þessar
myndir.
(amk.
þangað
til,
ef
annað
kemur
í
ljós)
]