Lífið í Ágúst 1-7 2004 | Lífið í ágúst 8-14 2004 | Lífið í ágúst 15-21 2004 | Lífið í ágúst 22-31 2004

>>>>>>>>>>> Lífið í ágúst 15-21 2004

 

Til forsíðu
Til baka
Í bíðunni
Eldri borgarar




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Siglfirski fréttavefurinn  Lífið á Sigló

Laugardagur 21. ágúst 2004  Litlu munaði að einn af grjótbílum Suðurverks, færi nokkrar veltur niður hlíðina ofan við bæinn, er jarðvegurinn brast undan fulllestuðum bílnum. En rétt viðbrögð bílstjóra og fagleg vinnubrögð félaga hans komu bílnum aftur á öruggt svæði. Þetta skeði um klukkan 17:15 í dag.

Laugardagur 21. ágúst 2004  Gæsaveiðitíminn, er víst hafinn, Þetta er Sævar Guðjónsson, nýkominn úr veiðiferð með stóran feng sem hann fékk í félagi við annan. Þarna er hann að "plokka" eina gæsina- en gaf sér tíma til að líta við fyrir ljósmyndarann.  Myndin til hægri er af tveim krökkum sem þarna voru nærri, erfitt var að fá strákinn til að brosa, nöfn þeirra hefi ég ekki.

Laugardagur 21. ágúst 2004  Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, kom hingað laust fyrir klukkan 10 í morgun. Þeir skoða ef til vill í leiðinni síldartorfurnar sem enn eru á fullu hér innanfjarðar sem utan.

Smelltu á >> Afmæli í dag
Laugardagur 21. ágúst 2004
Laugardagur 21. ágúst 2004 Nýfæddur Siglfirðingur.

Laugardagur 21. ágúst 2004  Ein gömul:  Nýja Bíó 1964(+/-) Verið er að horfa á Bítlana,- á hvíta tjaldinu.

Föstudagur 20. ágúst 2004  Skattstjórar  allt í kringum landið ásamt starfsliði sínu, ráðuneytisstjóri og fleiri embættismenn komu gangert í heimsókn í Síldarminjasafnið í gær, seinnipart. Þetta var 55 manna hópur sem naut leiðsagnar Boga Sigurbjörnssonar skattstjóra og Örlygs Kristfinnssonar safnvarðar um safnið- og þáði hópurinn hinar hefðbundnu veitingar, síldarrétti og brennivín, þeim sem vildu og aðrar léttari veigar. Bogi sagði gestina mjög ánægða með heimsóknina- og safnið í heild.

Föstudagur 20. ágúst 2004  Ein gömul: Hallvarður Óskarsson trommur - Leifur Halldórsson - Jóhann Ólafsson - og Sigurður Fanndal.

Fimmtudagur 19. ágúst 2004   Ekki virðist vera von á uppákomum á Torginu á næstunni- eins og verið hefur í hverri viku í sumar. Starfsmenn bæjarins eru byrjaðir að búa Torgsviðið undir komandi haust og vetur.

Fimmtudagur 19. ágúst 2004  Einhver hreyfing er komin á svæðið við væntanlegt brúarstæði  yfir Hólsána, en Verktakinn Bás (undirverktaki) hefur verið að breyta farvegi árinnar vegna væntanlegra framkvæmda sem fyrirtækið Mikael e.h.f. hefur tekið að sér. Þeir eru búnir að draga gardínurnar frá vinnuskúrnum sem kom fyrir um 10 dögum- og að mér sýndist; einhver var að hella upp á könnuna í morgun er mig bar að. Ekki heimsótti ég þá að sinni- en það mun ég gera þegar þeir eru byrjaðir og allur mannskapurinn kominn ! 

Fimmtudagur 19. ágúst 2004  Ein gömul: Síldarstúlkur:  Kristín Friðleifsdóttir - Guðborg Franklínsdóttir - Steinunn Bergsdóttir - Arnfríður Kristinsdóttir - Sigrún Jónsdóttir - Halldóra Jónasdóttir og Hrefna Hermannsdóttir.

Smelltu á >> Afmæli í dag Fimmtudagur 19. ágúst 2004

Miðvikudagur 18. ágúst 2004  Ég frétti af því að Sveinn Rúnar Hauksson læknir, vel þekktur undir nafninu berjadoktorinn, og fyrir þekkingu sína og störf í þágu Félags Píalenstínumanna á Íslandi, hefði komið til Siglufjarðar.

 

 

Hann hefur farið til berja hér innan fjarðar og einnig farið til Héðinsfjarðar ásamt Valþór Stefánssyni læknir (gangandi auðvitað). Erindi Sveins hingað var að kanna ástand berjalanda hér fyrir norðan, í Fljótunum, Siglufirði og Héðinsfirði.   Meðal þess sem úr þeirri rannsókn og yfirferð kom; var að berin eru allsstaðar orðin vel þroskuð og raunar vikum fyrr en venjulega. En borið hefur á einni tegund lirfa sem farin er að gæða sér á lynginu og hvetur hann eindregið til, að fólk sem á annað borð ætlar til berja, fari fyrr en seinna til þess, því gera má ráð fyrir að annars verði lirfurnar búnar að eyðileggja vaxtarmöguleika berjanna innan skamms tíma. Ég heimsótti Svein og konu hans Björk Vilhelmsdóttir, þar sem þau dvelja í Sæbylhúsinu. Þar voru einnig fyrir; Örlygur Kristfinnsson safnvörður og Páll Helgason. Ég þáði þar kaffi og heita ástarpunga- og auðvitað ber.  Myndirnar skíra sig sjálfar, en myndin af laufblaðinu er af berjalyngi- og sýnir hvernig lirfa er búin að éta og mergsjúga það.

Miðvikudagur 18. ágúst 2004  Aðsent:   “Mótsstjórn Pæjumótsins 2004 og stjórn K.S vil koma á framfæri kærum þökkum til allra bæjarbúa vegna þátttöku þeirra í framkvæmd Pæjumótsins 2004 sem fram fór dagana 6. – 8. ágúst s.l. Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem komu að framkvæmd mótsins og gerðu það með þeim hætti að sérstaklega var eftir því tekið hversu vel tókst til. Mótið er það stærsta sinnar tegundar á landinu og einn af fjölmennustu íþróttaviðburðum ársins. Slíkt væri ekki mögulegt nema með frábærum starfsmönnum og velvilja allra bæjarbúa. Siglfirðingar! Hafið þakkir fyrir frábært samstarf og velvilja.   Mótsstjórn Pæjumótsins 2004 og stjórn K.S.”

Miðvikudagur 18. ágúst 2004 Aðsent:  Sendi þér hérna myndir af flottum kletti sem er í klettabeltinu fyrir ofan byggðina, hann stendur nú ekki á traustum grunni! - Ef hann rúllaði niður myndu nýju garðarnir gera sitt gagn. Kveðja, Margrét Ósk

 

Miðvikudagur 18. ágúst 2004 Þessa mynd tók ég síðastliðinn mánudag.  En þetta eru feðgarnir Júlíus Gunnlaugsson og Sverrir Júlíusson, að slappa af í sólinni fyrir utan Bensínstöðina. Sá gamli kælir sig með ís.

Miðvikudagur 18. ágúst 2004  Ein gömul: Sveinn Sveinsson og Gunnar Guðmundsson í harðri  baráttu

Smelltu á >> Afmæli í dag Miðvikudagur 18. ágúst 2004
Þriðjudagur 17. ágúst 2004 Það var friðsælt í bátahöfninni í morgun upp úr klukkan 08:00

Þriðjudagur 17. ágúst 2004  Eldri borgarar á Siglufirði lögðu af stað í morgun klukkan 08:00- í 5 daga ferðalag vestur á Ísafjörð og nágrenni. Það var ánægjusvipur á fólkinu við brottför í morgun, eins og sjá má á nokkrum myndum sem ég tók við það tækifæri. (ég fór ekki með- er ekki nógu gamall !)

Þriðjudagur 17. ágúst 2004 Ein gömul:  Íslandsmót í göngu; Gústaf Nílsson og Birgir Guðlaugsson

 





           Smelltu á >> Afmæli í dag     Þriðjudagur 17. ágúst 2004 
Mánudagur 16. ágúst 2004  Ein gömul:   Hörkuskot, en hvar er boltinn? Hann fór yfir markið; kappleikur K.S. og Hofsós í handbolta kvenna.
>>> Afmæli í dag Mánudagur 16. ágúst 2004
Sunnudagur 15. ágúst 2004  Nokkrir skipverjar af Mánafoss slöppuðu af og skoðuðu Síldarminjasafnið, en þeir loku við losun og lestun hér fyrr en venjulega og skoðuðu safnið skömmu áður en haldið var úr höfn áleiðis til Dalvíkur. Á myndinni eru auk skipverja, Sigurður Sigurðsson hafnarvörður lengst til vinstri, börn skipverja sem með voru í för og Hreiðar Jóhannsson starfsmaður Þormóðs Eyjólfssonar lengst til hægri. (Eimskip) Nöfn skipverja hefi ég ekki.

Sunnudagur 15. ágúst 2004 Svona er á Sigló, segir Sveinn Þorsteinsson, sem tók þessa mynd seinnipartinn í gær- og sendi mér, ásamt myndum sem hann tók af húsum á rölti sínu í góða veðrinu.  Smelltu á myndina

Sunnudagur 15. ágúst 2004 Ein gömul: Hver þekkir þessa krakka?