Lífið í Ágúst 1-7 2004 | Lífið í ágúst 8-14 2004 | Lífið í ágúst 15-21 2004 | Lífið í ágúst 22-31 2004

>>>>>>>>>>> Lífið í ágúst 22-31 2004

 

Til forsíðu
Til baka
Annálar 1954
Verðlaunaafhending
Um hestamót
Skógardagur
Stoðveggir
Aðalverktakar
3:1 fyrir KS
Þormóður Rammi




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Siglfirski fréttavefurinn  Lífið á Sigló-

Þriðjudagur 31. ágúst 2004   Aðsent efni:  Sæll Steingrímur. - ég sendi þér krækju á myndaseríu sem ég tók á Sigló þegar forsetinn og fleiri ráðamenn komu í heimsókn í tilefni 100 ára síldveiðarmælisins. Bið ég þig að skoða. Mig langar að vita hvernig þér líkar og hvort við gætum samið um að þú gæfir upp þessa krækju á heimasíðu þinni sem fjöldi Siglfirðinga sækir. Sjálfur hef ég ekki komið mér upp heimasíðu. Kveðja. Guðmundur Albertsson  --- Click the following link to view the collection:
http://www.photodex.com/sharing/viewalbum.html?bm=46210

Þriðjudagur 31. ágúst 2004  Ein gömul:  Gunnar Guðmundsson og Ólafur Jóhannsson, í Siglufjarðarrétt.

Mánudagur 30. ágúst 2004  Þormóður Rammi Sæberg hf Bolfiskvinnsla hefur verið í húsakynnum Þormóðs Ramma að undanförnu. Þetta hefur gengið vel og gert er ráð fyrir að þetta verði áfram stundað á vetri komanda að sögn rekstrarstjórans Rúnar Marteinssonar. Fiskurinn kemur að mestu frá markaði, svo og frá skipum útgerðarinnar í Þorlákshöfn. Þetta eru góðu fréttirnar.  Meðfylgjandi mynd er frá bolfiskverkuninni, sem er í rúmgóðu og vistlegu vinnusvæði- og þar vinna 7 manns við verkun, konur og karlar. Ég tók fleiri myndir þarna í morgun, smelltu á myndina.-- En það hafa einnig borist slæmar fréttir, en yfirmönnum á rækjuskipunum Stálvík og Sólbergi sem gerð hafa verið út frá Siglufirði hefur verið sagt upp störfum vegna ört minnkandi rækjuveiði og hás olíuverðs. Þegar ég spurðist fyrir um frekari breytingar  vegna skipa fyrirtækisins hjá framkvæmdastjóra, var mér vísað á vefsíðu fyrirtækisins www.rammi.is  þar sem ofanritaðar upplýsingar um slæmar fréttir, eru fengnar.

Mánudagur 30. ágúst 2004  Ein gömul: Bjarni Þorgeirsson og Halldór Kristinsson, málarar
Jarðskjálftahrina úti fyrir Norðurlandi

Sunnudagur 29. ágúst 2004  -- Úr morgunblaðinu á netinu &
Veðurstofa Íslands -- Yfirlitskort af jarðhræringunum úti fyrir Norðurlandi frá kl. 12:02 í dag. Jarðskjálftahrina úti fyrir Norðurlandi hófst síðastliðinn föstudag úti fyrir Norðurlandi um 22 km norðnorðaustur af Siglufirði. Hrinan fór rólega af stað, en frá kl. 1:00-14:00 í gær náði hún hámarki, að því er segir í tilkynningu frá eðlisfræðisviði Veðurstofunnar. Þá mældust stærstu skjálftarnir í hrinunni til þessa, 2,8 að stærð. Um klukkan 6 í morgun tók virknin aftur við sér, en þó ekki eins ákaft og í gær. Nú þegar hafa mælst yfir 120 jarðskjálftar á svæðinu. 
Skjálftavirkni á þessum slóðum er algeng. Í september 2001 varð hrina á sama stað þar sem mældust yfir 120 jarðskjálftar og stærsti skjálftinn var 3,6 að stærð.

Sunnudagur 29. ágúst 2004  Íslenskir aðalverktakar, Starfsmenn þeirra sem unnið hafa að undanförnu, héldu í gærkveldi reisugildi í tilefni að velheppnuðu verki í sumar, og gerðu sér glaðan dag með tilheyrandi- og skutu einnig upp flugeldum og tendruðu blys á stöllum snjóflóðagirðinganna.
Ég varð aðeins of seinn til var við flugeldana- og til að sjá dýrðina, en náði þó þessari mynd.

Sunnudagur 29. ágúst 2004  Eins og kom fram í gær, þá tók ég slatta af myndum frá fyrri hálfleik K.S. og Aftureldingar- og birti ég þær nú. Ég ætla ekki að reyna að lýsa leiknum eða því sem á myndunum er, enda yrði það hálfgert rugl úr mínum "munni," þar sem þekking mín á fótbolta er engin. En hvað um það, þessar 80 myndir sem í ljós koma ef þú smellir á myndina hér til hliðar, hljóta að segja  þér eitthvað.

Sunnudagur 29. ágúst 2004 Ein gömul:  Söltunarsíld (léleg) lestuð á bíl frá veiðiskipi. Málið losar; Ómar Hauksson.

Laugardagur 28. ágúst 2004  3:1 Fyrir K.S.   K.S. og Afturelding léku á Hólsvelli í dag. Leiknum lauk með sigri K.S.  --- Vegna fjölda áskorana- þá lét ég mig hafa það að mæta með myndavélina og tók slatta af myndum. Veðrið var hálf hráslagalegt, norðan 10-12 m/s og gekk á með skúrum. Ég yfirgaf völlinn í hálfleik, en þá var staðan 1:1 - Myndirnar sem ég tók, þokkalegur slatti koma á netið í fyrramálið.

Laugardagur 28. ágúst 2004  Skipt um brunahana. Þarna eru bæjarstarfsmenn að skipta um brunahana í morgun. Það er dýrt að vinna við slíkt í yfirvinnu- en dýrara væri það ef ónothæfur brunahani torveldaði slökkvistarf ef bruna bæri að í nágrenninu, en nógur er þar eldsmaturinn. Verkið gekk vel eins og til var ætlast.

Laugardagur 28. ágúst 2004  Ein gömul: Landað úr togara. Jóhann Stefánsson, Þorvaldur Þorleifsson og Erlendur Jónsson

Föstudagur 27. ágúst 2004  Skrapp til Akureyra í morgun, kem til baka seinnipartinn.

Föstudagur 27. ágúst 2004  Ein gömul:  Birgir Runólfsson (tilhægri) ásamt einum af bílstjórum sínum.
Ljósmynd: Júlíus Jónsson (held ég)

Smelltu á >> Afmæli í dag
Föstudagur 27. ágúst 2004

Fimmtudagur 26. ágúst 2004  Aðsent:  - K.S. í baráttu um 1. deildar sæti.
KS tekur á móti Aftureldingu n.k. laugardag kl. 16.00 á Hólsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir KS og með sigri er mögulegt að 1. deildar sæti sé tryggt, þ.e. ef úrslit í öðrum leikjum verða hagstæð. Þrjú lið berjast nú um 1. deildar sæti og athyglisvert er að skoða þá leiki sem eftir eru:

KS
Afturelding heima
Víðir úti

Víkingur
KFS heima
Leiknir úti

Leiknir
Leiftur/Dalvík úti
Víkingur heima

KS er i öðru sæti deildarinnar eins og er og 1. deildar sæti er tryggt ef við sigrum í báðum leikjunum.
Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og hvetja okkar menn í þessari baráttu. Óhætt er að mæla með leikjum KS sem hefur skorað að meðaltali yfir 3 mörk í leik, en liðið hefur skorað 49 mörk í sumar.

Fimmtudagur 26. ágúst 2004 Veraldarvinir voru að vinna í Skógræktinni eftir hádegið í dag, þeir stilltu sér upp ásamt Arnar Heimi Jónssyni garðyrkjufræðingi  og  Guðmundi Ingólfssyni bæjarstarfsmanni. Þetta er hluti hópsins, hinir "áttu að vera"  var mér sagt við Þjóðlagasetur í Maddömuhúsinu, en þar fann ég þá ekki, svo ekki koma myndir af þeim hóp að sinni. --- Og fossinn fallegi í Skógræktinni Leyningsfoss heitir hann í tali flestra og í örnefnaskrám - örfáir segja að hann heiti Kotafoss og gæti þá vísunin verið til Skarðdalskots - en Leyningsfoss er fallegt nafn og hæfir vel því þarna sunnan við Leyningsá er jörðin og gamla býlið Leyningur (heimild ÖK- ofl.)

Fimmtudagur 26. ágúst 2004  Girðingavinna Þetta er Hreinn Júlíusson við girðingarvinnu í botni Skarðsdals laust eftir hádegið. Hann var með ungan aðstoðarmann: Hilmar Símonarson

Fimmtudagur 26. ágúst 2004 Veiðarfæri í skrúfuna (?)  Röst SK 17 (sá rauði) kom í hádeginu með Ólaf Magnússon HU 54 sér við hlið inn til Siglufjarðar.
Veiðarfæri þess síðarnefnda voru úti að hluta og benti til festu í skrúfu eða stýri.

Fimmtudagur 26. ágúst 2004 Mikael ehf - Fyrsta steypumálið var losað í morgun í  mótin vegna brúarsmíðinnar við fjarðará.

Fimmtudagur 26. ágúst 2004  Þessi mynd er tekin seinnipartinn í gær, sunnan til á snjóflóðagarðinum ofan við norðurhluta bæjarins. Það sést vel gímaldið sem er fyrir ofan garðinn, einnig "plastfellingar" sem raðað er og fyllt í vegna efsta hluta garðsins, til styrkingar.

Fimmtudagur 26. ágúst 2004 Borgarísjakinn sem ég tók mynd af í morgun hafði færst aðeins nær landi og austar og sást betur í kvöldsólinni í gær, þrátt fyrir mistur. Myndin til vinstri er tekin ofan af snjóflóðagarðinum, norðast, hin frá gangnamunna að austan.

Fimmtudagur 26. ágúst 2004  Nýfæddur Siglfirðingur

Fimmtudagur 26. ágúst 2004 Ein gömul: Ekki þekki ég þær allar, svo ég nefni þær ekki, en karlmaðurinn; þjálfarinn er Einar Hjartarson

Miðvikudagur 25. ágúst 2004 Borgarísjaki, og smá íshrafl í kringum hann, er nokkuð djúpt út af Siglufirði í morgun. Sennilega um 15 mílur frá landi.

Miðvikudagur 25. ágúst 2004  Mikael ehf  Þeir eru komnir á fulla ferð við uppsláttinn vegna brúarsmíði yfir Fjarðarána. Þessi mynd var tekin seint í gærkveldi.

Þriðjudagur 24 .ágúst 2004  Athugið, - samkvæmt upplýsingum sem ég fékk á vettvangi, um óhappið sem varð í gærkveldi með ýtuna (hér fyrir neðan) þá voru þær ekki með öllu réttar, en mér var sagt að ýtan hefði verið uppi á brúninni, og gat ég þess hér fyrir neðan (búinn að taka það út) að ýtan hefði runnið um 50 metra niður hlíðina, sem er rangt. Ýtan valt einfaldlega hægt og rólega á hliðina, án þess að renna neitt til. Beðið er velvirðingar á þessum mistökum, sem byggjast á röngum upplýsingum, manns sem sagðist hafa verið á vettvangi þegar óhappið varð.

Þriðjudagur
24 .ágúst 2004

Það óhapp varð rúmlega 6 í gærkvöld, að jarðýta rann á hliðinni niður hlíðina ofan við bæinn þar sem verið var að vinna við snjóflóðavarnargarðana. Ýtan mun hafa skransað á stórum steini og við það snúist snögglega og farið á hliðina, án þess að renna frekar til. Engin slys urðu á mönnum. Og Suðurverksmenn voru ekki lengi að koma ýtunni á réttan kjöl, þeir kunna til verka drengirnir.

Þriðjudagur 24 .ágúst 2004  Varðandi "Berlínarmúrinn"  sem ég sagði frá í gær og hefur komið mörgum "brott fluttum" Siglfirðingum á óvart ef marka má þann fjölda tölvupósta sem ég hefi fengið. Mér var bent á skipulagskort af þessu svæði í vefnum: http://kort.siglo.is/files/Siglo-deili-havegur%20A1-500.pdf  sem skýrir málið, en í umræðunni hér áður fyrr var að framlenging Hverfisgötunnar mundi vísa niður á við með líðandi sveig niður á Suðurgötu, en verkfræðingarnir, eigum við að segja snillingunum, tóku upp á því að sveigja veginn upp á Háveg, í stað niður á Suðurgötu og með því rjúfa nálæg tengsl milli tveggja Hverfisgata. Til glöggvunar þá merkti ég húsið hans Einars Hermannssonar með rauðum lit og húsið hennar Rönnu með bláum lit, þar sem stoðveggurinn er sem hæstur. Græni liturinn merkir línu núverandi stígs frá Suðurgötu upp á Háveg. 
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

Þriðjudagur 24 .ágúst 2004 Ein gömul:  Jólin undirbúin um borð í Haferninum 1967; Guðmundur Björnsson og Snorri Jónsson

Mánudagur 23. ágúst 2004  Íslenskir aðalverktakar, sem tóku að sér að reisa stoðmannvirkin til varna snjóflóðum fyrir ofan norðurbæinn. Verkið hefur gengið vonum framar, raunar svo vel að núverandi staða er tveim mánuðum á undan áætlun, og klárast að heita má um næstu helgi. Verkstjórinn Reynir Þór Reynisson segir það hafa verið hreina umbun að hafa fengið að vinna við þetta verk í þeirri veðurblíðu, auk lognsins sem þeir hafa notið í sumar, raunar má segja að það eina sem hafi "háð þeim," var of mikill hiti, sem komst upp í 30 °C þegar heitast var, í forsælu . Svo hefur það ekki skemmt, sú jákvæða þjónusta sem þeir hafa falast eftir hjá heimamönnum, S.R-Vélaverkstæði, Bás e.h.f. og fleirum, sem leitað hefur verið til. Ég fór á vettvang í dag og tók nokkrar myndir í fjallinu.
Smelltu á myndina.                 

Mánudagur 23. ágúst 2004  Berlínarmúr eða gyðingamúr ?  Miklar umsviptingar eru vegna vegaframkvæmda á Hávegi og Hverfisgötu, þar sem verið er að byggja stoðveggi við hólaveg annarsvegar og einnig stoðveggi vegna breytingar á Hverfisgötu úr blindgötu í gegnumstreymi. Það sem vakti athygli mína er ég kom á vettvang í morgun og sá stoðvegginn sem búið er að reisa vegna lengingar Hverfisgötu. Til hvers er veggurinn hafður svona hár ? Að minnsta kosti 80-90 sm hærri en núverandi  malbikaður vegur ? Hversvegna er vegurinn ekki látinn halla í suður meira til að samræmast húsaröðinni fyrir neðan götuna? Það hljóta fleiri en ég spurt sjálfan sig og aðra svipaðra spurninga. Auðvitað eru stoðveggir nauðsynlegir á þessu svæði, en máltækið segir "Palli er ekki einn í heiminum." Þetta minnir mig á "fram og aftur stefnuna" þegar veginum var breytt fyrir ofan húsið mitt, þar sem hæðarpunktar og línur voru á stöðugu flakki og endað með óþarflega háum vegi og stoðvegg. Sjá fleiri myndir sem teknar voru í morgun, með því að smella á myndina.

Mánudagur 23. ágúst 2004 Mikael e.h.f. Þeir eru á fullu við undirbúning að uppslætti við brúarstólpa starfsmenn Mikael, vegna brúargerðar við Fjarðarána (Hólsá)- Þessi mynd var tekin í gær er verið var að jafna steinstólpana sem áður höfðu verið reknir 10-12 metra niður í jarðveginn, en umkverfis þá verður slegið upp móti fyrir steinsteypta sökkla. Grafan er austan megin við ána. Hægri myndin sýnir núverandi farveg vestan megin og steinstólpana þar.

Mánudagur 23. ágúst 2004  Golfklúbbur Siglufjarðar, félagar klúbbsins voru margir á golfvellinum í gær, og létu hellirigningu sem brast á um klukkan 15:00 (sem stóð stutt yfir) ekkert á sig fá- og einn golfarinn svaraði er ég kallaði til hans:
"Það rignir" - og svarið kom um hæl: "Hvað er það þó rigni tvisvar á ári"

Mánudagur 23. ágúst 2004  Skógardagur á Siglufirði, var haldinn hátíðlegur frammi í Skórækt,  með smá dagskrá í gær. Sýndur var nýr göngustígur sem verið er að vinna að ásamt erlendum gestum okkar, Veraldarvinum. Þeir eru rúmlega 20 og hafa verið og eru að vinna í skógræktinni og víðar á Siglufirði. Stutt ávörp voru flutt og boðið upp á veitingar, harmonikkuspil og fleira. Ég mætti á staðinn og tók þar myndasyrpu sem þú sérð með því að smella á myndina

Mánudagur 23. ágúst 2004  Ein gömul: Úr safni Júlíusar Júlíussonar -   Tveir stórlaxar: Ottó Jörgensen með góðan feng.

Sunnudagur 22. ágúst 2004 Mjölskipið Koningsborg, leiguskip Eimskips kom hingað í morgun til að lesta hér 2500 tonn af gæðamjöli til Bandaríkjanna. Þar á eftir mun skipið lesta mjöl frá Seyðisfirði og víðar á vegum Síldarvinnslunnar. Ekki þekkti ég "þjóðfánann"(?), en legg lesendum eftir að finna það út eftir meðfylgjandi mynd, sem erfitt var að ná sökum lognsins sem var í morgun.

Sunnudagur 22. ágúst 2004 Verðlaunaafhending, á vegum Hestamannafélagsins Glæsir; vegna tveggja hestamóta sem fram fóru í gærdag, var við hesthúsabyggðina sunnan Steinaflatar í gærkveldi. Um var að ræða Stefánsmót og árlega firmakeppni. Nánari upplýsingar eru hér.
 Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir.

Sunnudagur 22. ágúst 2004  Báthúsið, í kvöldkyrrðinni í gærkveldi

Sunnudagur 22. ágúst 2004  Lífið á Sigló 1954 Skemmtilegur fróðleikur, skrifað af Andrés Hafliðasyni í apríl - maí 1954: Annáll Aprílmánaðar 1954 -- Veðurfar. Mánuðurinn var mjög hagstæður yfirleitt hvað veðráttu snerti. Meðalhiti mánaðarins mun hafa verið talsvert yfir frostmarki. All umhleypingarsamt var, en þó voru bjartviðri tíð framan af  mánuðinum og um miðjan mánuðinn mun hafa verið hlýjast og er leið á mánuðinn var jörð farin að grænka og garðablóm farm að spretta. Brum á trjám  var farið að þrútna.    Smelltu hér til að lesa meira

Sunnudagur 22. ágúst 2004  Tvær gamlar: Svona fóru þeir að í gamla daga (1964) Jóhann Ísaksson heldur þarna á glóandi efni í 12" snigilblað og Jóhann Halldórsson og Jón Sigurðsson eru þarna að móta snigilblaðið, sem síðar var soðið við fleiri til að smíða snigil (snellur) Takið eftir Bjarna Júlíusi Ólafssyni fjær, sem togar í vogarstöng til að létta þeim félögum átökin. Í dag nota þeir á S.R.-Vélaverkstæði aðra og fullkomnari aðferð við skrúfsmíði, enda eru þeir fremstir í slíkri smíði í dag.