Er skilanefnd Síldareinkasölunnar að verðlauna
Brödrene Levy-?
Í vetur eftir að síldareinkasalan gafst upp og skilanefnd einkasölunnar tók við reitunum, lét skilanefndin bræða nokkra tugi þúsunda tunna af gömlu síld einkasölunnar i Síldarverksmiðju ríkisins, var þetta og vel ráðið og ekkert við því að segja.
Tunnurnar sem komu undan síldinni voru hreinsaðar, og lét svo skilanefnd einkasölunnar Þormóð Eyjólfsson konsúl, selja tunnurnar og voru þær seldar fyrir 2 krónur stykkið og ætlaðar undir síld til útflutnings.
Fyrst í vetur létu Svíarnir þau boð út ganga að þeir mundu ekki vilja kaupa síld í þessum gömlu tunnum, en svo breyttist þetta þannig að þeir fóru að kaupa síldina í gömlu tunnunum og gerðu lítinn verðmismun á þeim og nýjum tunnum, og eftir að útvegsmenn og aðrir sáu þetta byrjuðu þeir að kaupa gömlu tunnurnar af skilanefndinni, vegna þess að þær voru um 3 krónum ódýrari enn nýjar tunnur og kom það sér vel að fá ódýrar tunnur og geta fengið þær jafnóðum og menn notuðu þær, enda flestir limlestir og særðir eftir viðskiptin við Einkasöluna frá síðastliðnu ári, og flest eru það sömu mennirnir í ár, sem við þennan atvinnuveg eru, og voru í fyrra, og töpuðu þá stórfé i viðskiptum sinum við Einkasöluna, og eru með öðrum urðum að kaupa af sjálfum sér, því þeir eiga allir stórfé hjá einkasölunni.
En hvað skeður? Jú, hér á Siglutírði er staddur maður frá Brodrene Levy og kaupir hann allar eftirverandi tunnur Einkasölunnar og byrjar svo að "spekulera" með tunnurnar og selur þær á kr. 3,25 stykkið eða með öðrum orðum færir verðið upp um rúmlega 60 prc. Þegar allt var að verða tunnulaust gengu tunnurnar auðvitað út í tunnuvandræðum þeim sem þá voru.
Þessi tunnusala skilanefndarinnar til Brödrene Levy hefir mælst mjög illa fyrir, enda er þetta ófyrirgefanlegt fljótræði, og eru menn sárir yfir að láta okra á sér, og það sérstaklega af Brödrene Levy.
Í samningi þeirra sem skilanefndin og kaupendur tunnanna (aðrir en Levy) hafa gert, stendur þetta.
"Tunnur þessar má kaupandi aðeins nota til síldarsöltunar fyrir sjálfan sig". Ennfremur steindur síðar á sama plaggi: "Það skal og tekið fram að samningur þessi er gerður á þann hátt, er að ofan greinir, að sökum erfiðleika á að afla fjár til tunnukaupa"
Þarna geta menn séð hvernig skilanefndin hefir framfylgt sinni eigin hugsun. Skilanefndin lét tunnurnar til útvegsmanna með því skilyrði að þeir yrðu borgaðar þegar síldinni yrði afskipað en nú lætur hún Brödrene Levy borga þær út i hönd við móttöku.
Saga Brödrene Levy og Síldareinkasölunnar er fræg og benti ég greinilega á það í grein í Morgunblaðinu í vetur.
Fyrst þegar einkasalan var stofnuð narra Brödrene Levy þá Ingvar Guðjónsson og Einar Olgeirsson til þess eð gera sig að umboðsmönnum einkasölunnar.
En það varð stutt gaman og skemmtilegt fyrir Brödrene Levy. Svíarnir sem við þá áttu að eiga viðskipti, máttu hvorki heyra þá né sjá, og við Íslendingarnir sem þekktum þá rérum öllum árum að því við ríkisstjórn og einkasölustjórn að þeir kæmu hvergi nærri einkasölunni sem fulltrúar hennar, og það hreif.
Þeir hrökkluðust burtu og allir í félagi Ingvar, Einar og Levybræður - urðu að láta sér þetta linda.
En ekki leið á löngu áður en Bröderne Levy smugu inn á Pétur Á. Ólafsson framkvæmdarstjóra einkasölunnar og er öll sú saga ein raunasaga og því miður er ekki pláss til fara út í það í stuttri blaðagrein. Þótt P. A. O. væri dálitið montinn og merkilegur með sig, höfðu Brödrene Levy gott lag á honum.
Þeir höfðu hann í vasanum, sem kallað er, og væru allar síldarsölur einkasölunnar til Brödrene Levy á hverjum tíma útaf fyrir sig athugaðar, gæti það orðið efni i eina blaðagrein til.
Síðasti snoppungur Brödrene Levy til einkasölunnar voru tunnukaupin af skilanefndinni. Nú er þar ekki hægt meira að gera. Ég skal aðeins geta þess að endingu að Þormóður Eyjólfsson konsúll segir að Hallgrímur Hallgrímsson (sá sem afhendi einkasölusíldina fyrir P. A. O. til Brödrene Levy) sé kaupandi tunnanna en Skilanefndarmaður Svavar Guðmundsson bankaráðsformaður, sem hér er staddur, sagði strax i byrjun, útvegsmanni hér i bænum að Brödrene Levy (Salomonsen) væri kaupendur, og veit ég að það er rétt, því Svavar er vandaður maður að Þormóði ólöstuðum.
Óskar Halldórsson |