Ríkisverksmiðjumálið
Stjórn Ríkisverksmiðjunnar hefir goðfúsleg leyft Einherja að birta eftirfarandi skýrslu, og hefir hún áður verið lesin upp í útvarpið.
,,Siglufirði, 19. júní, 1932.
Atvinnumálaráðherra Magnús Guðmundsson, Reykjavík.
Stjórnendur Síldarverksmiðju Ríkisins senda yður eftirfarandi skýrslu:
"Á fundi i Verkamannafélagi Siglufjarðar i gærkveldi strönduðu samkomu-lagstilraunir okkar um breytt launakjör við rekstur verksmiðjunnar í sumar.
Lágmark,taxtakaup var í fyrra, og er enn, kr. 325,00 á mánuði fyrir unnar 216 klukkustundir, föst eftirvinna hjá hverjum manni 3 klukkustundir daglega, sem greiðist með kr. 1,80 á klukkustund.
Þessi fasta eftirvinna gerir 66 klukkustundir á mánuði. eða kr. 118,80 á mánuði.
Auk þessarar föstu eftirvinna var önnur eftirvinna iðulega unnin með sama tímakaupi.
Helgidagur reiknast 36 klukkustundir í hverri viku með kr. 3,00 kaupi á klukkustund. Sökum aðkallandi verka varð ekki komist hjá að láta vinna fyrir þetta kaup 48 klukkustundir á mánuði, eða fyrir kr. 144,00.
Mánaðarkaup er þá samkvæmt þessu kr. 587.80 auk eftirvinnu umfram greinda 666 klukkustunda fasta eftirvinnu, er þá mánaðarkaupið um kr. 600,00.
Eftir þeim söluhorfum, sem nú eru á afurðum verksmiðjunnar, og sem fara síversnandi, er fyrirsjáanlegt tap á rekstrinum.
Er því að athuga hvaða útgjaldaliði sé hugsanlegt að lækka.
Útborgunarverðið fyrir síldina, sem nam i fyrra að meðaltali kr. 3,34 fyrir máið, álítum við ógjörlegt að lækka meir en niður i kr. 3,00, nemur sú lækkun, miðuð við 100 þúsund mála vinnslu, 34 þúsund krónum.
Þetta álit okkar rökstyðjum við með því, að í fyrra, er við greiddum kr. 3,34 fyrir málið, báru sjómenn og útgerðarmenn svo litið úr býtum, að óhugsandi er, að lækka þennan útgjaldalið meir en um 10 % Samkvæmt skýrslu, er við höfum gert um afla þeirra skipa, sem lögðu síld uppi verksmiðjuna i fyrra, nam meðal aflahlutar sjómanns af öllum síldarafla krónum 207,00 á mánuði á mótorskipum, og kr. 242,00 af gufuskipum, og hásetarnir fæddu sig sjálfir.
Tap var yfirleitt á síldarútgerðinni i fyrra. Vegna þeirra erfiðleika, er nú steðja að verksmiðjunni, hafa stjórnendur verksmiðjunnar og fastir ársmenn boðist til að lækka árslaun sín um samtals kr. 14.900 - og nemur sú lækkun 33,7 % á meðaltali á árslaunum þeirra.
Lækkun sumra festra starfsmanna er þó bundin því skilyrði, að almenn kauplækkun eigi sér stað við verksmiðjuna.
Verksmiðjustjórninni sýndist nauðsynlegt að fara fram á launabreytingu hjá verkamönnum i verksmiðjunni á þessa leið:
Sex dagar vikunnar reiknist virkir dagar með kr. 1,25 á klukkustund, verður mánaðarkaupið þá kr. 390,00 fyrir 312 klukkustundir á mánuði, og auk þess 24 klukkustundir á mánuði í helgidagavinnu á kr. 2,00 á klukkustund, eða kr. 48,00, samtals á mánuði kr. 438,00 fyrir sama stundafjölda og í fyrra voru greiddar um kr. 600.00.
Auk þess bauð verksmiðjustjórnin tryggingu fyrir 500 klukkustunda vinnu yfir síldveiðitímann með kr. 1,25 kaupi á klukkustund, sem yrði greitt þótt síldveiði brygðist.
Eftir tillögunni myndu á þessum lið sparast um 25 þúsund krónur. Ef við eigum að greiða sama reksturskostnað og í fyrra og lögbundnar greiðslur til ríkissjóðs, fyrningu og verasjóðsgjald, verður, samkvæmt núverandi hurfum, ekki hægt að greiða nema nokkra aura fyrir hvert síldarmál, en við höfum sýnt fram á, að óhugsandi er að skip fari á veiðar fyrir minna en kr. 3,00 fyrir málið.
Á fjölmennum fundi Verkamannafélags Siglufjarðar í gærkveldi, er við sátum og ræddum ítarlega í nær 5 klukkustundir um framangreinda tillögu okkar, var að lokum samþykkt svohljóðandi tillaga frá Gunnari Jóhannssyni:
Fundur haldinn í Verkamannafélagi Siglufjarðar 18. júní 1932, lýsir sig algjörlega mótfallinn allri kauplækkun meðal verkalýðsins, og samþykkir því, að halda fast við kauptaxta félagsins, sem samþykktur var í vetur, og þá strax auglýstur".
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum
Í umræðunum skýrðum við rækilega fyrir fundarmönnum hversu, afar ískyggilegar horfurnar væru, aðrar síldarverksmiðjur á Siglufirði hefðu í fyrra orðið að leggja árar i bát, síðan hefði ástandið versnað gífurlega, sem næmi meir en kr. 2,00 á hvert mál síldar, og, jafnvel óvíst hvort síldarmjöl yrði seljanlegt.
Til þess að mæta því verðfalli, sem orðið hefði frá lágu verði fyrra árs, yrðu allir að hliðra til, svo að reksturinn gæti hafist.
Sömuleiðis skýrðum við frá því, hvað fastir starfsmenn vildu á sig leggja, til þess að svo gæti orðið. Ríkistjórninni væri einnig ljóst hversu alvarlegt ástandið væri.
Hún hefði því tjáð sig fúsa til þess að leyfa, að verksmiðjan yrði rekin í ár, þótt fyrirsjáanlegt væri, að ekki yrðu greiddir vextir né afborganir og ekkert yrði til upp í fyrningu og varasjóðsgjald, og að ríkissjóður yrði, auk alls þessa, samkvæmt þeim horfum, er nú væru, að taka á sig fyrirsjáanlegt tap á rekstrinum, sem myndi nema tugum þúsunda króna, auk áhættunnar við að afurðirnar héldu áfram að falla í verði, eða yrðu með öllu óseljanlegar.
Við óskuðum að tillögu okkar um að verkamönnum verksmiðjunnar yrði, fyrir sama klukkustundafjölda og þeir unnu á mánuði í fyrra, nú greiddar kr. 438.00 væri vísað til nefndar, eða stjórnar verkamannafélagsins, og buðumst til að sýna nefndinni áætlanir og skilríki fyrir því, að ástandið væri eins og við lýstum því.
Við lögðum ríka áherslu á, að málið yrði rannsakað, en því var hafnað.
Guðmundur Skarphéðinsson flutti einnig tillögu svohljóðandi:
"Fundurinn vísar málinu til stjórnar og kauptaxtanefndar til athugunar". Tillagan kom ekki til atkvæða þar sem tillaga Gunnars Jóhannssonar var samþykkt áður.
Verkamannafélag Siglufjarðar hefir því ótvírætt, þrátt fyrir ástandið, neitað að ganga að tillögu okkar, þótt við mjög alvarlega bentum þeim á það, að sú ákvörðun þeirra myndi líklega leiða til þess, að verksmiðjan yrði ekki rekin j sumar."
Þormóður Eyjólfsson. -- Sveinn Benediktsson.
|