Ríkisverksmiðjumálið.
Í gær burst stjórn Verkamannafélagsins hér sú fregn, að Sveinn Benediksson væri að safna saman verkfallsbrjótum til þess að vinna við Ríkisverksmiðjuna í sumar, og ætluðu þeir að koma nú með Gullfussi á morgun.
Út af fregn þessari sendi stjórn Verkamannafélagsins, Alþýðusambandinu í Reykjavík svohljóðandi skeyti í gær:
Stjórn Verkamannafélagsins.
"Alþýðusambandið Reykjavík.
Krefjumst strækjulið Sveins stöðvað."
Seinna um daginn fékk Verkamannafélagið svohljóðandi skeyti:
"Verkamannafélagið Siglufirði. Verkfallsbrjótalið Sveins ekki með Gullfossi, 37 hafa skrifað sig en óvíst hve margir þyrðu.
Guðmundur Hlíðdal hefir tilkynnt Alþýðusambandinu, að þessi liðssöfnun Sveins Benediktssonar sé ekki gerð með vitund eða vilja meðstjórnenda hans í ríkisverksmiðjustjórninni, þeirra Guðmundar Hlíðdals og þormóðs Eyjólfssonar.
Þormóður Eyjólfsson, formaður Ríkisverksmiðjustjórnarinnar kom heim úr Reykjavíkurför sinni í gær með s.s. Ísland.
Ekki hafði hann frá neinu nýju að segja í verksmiðjumálinu framyfir það sem áður hefir verið birt hér í blaðinu, mun það nú vera ríkisstjórnin er úrslitum þess máls ræður. |