hefir nú lokið bræðslu á Einkasölusíldinni. Bræddar hafa verið 29.000 tunnur.
Síldarmjölið og lýsið hefir reynst fullkomlega eftir því er áætlað var. Þorkell Klenlenz lie hefir af atvinnumálaráðuneytinu fyrrverandi verið skipaður starfamaður við Ríkisverksmiðjuna.
Launin er enn ókunnugt um. Hvað maðurinn á að gera, er blaðinu heldur eigi ljóst, og eigi kunnugt um, að neinn starfi hafi losnað þar.
Siglfirðingur18. júní 1932
Síldarvertíðin
Í sambandi við viðtal það við Svein Benediktsson sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu, skal þess getið, að nú nýlega skrifuðu síldarsaltendur hér verklýðsfélögunum og fóru þess á leit að þau lækkuðu síldarsöltunarlaun í sumar niður í 80 aura á tunnu.
Þessu svöruðu félögin neitandi. Með Nova bárust þær fregnir, að þeir Gabrielson og Ameln ætli að verða hér utan við landhelgina í sumar með 6 flutningaskip, sem ráðgert er að kaupi síld af 30 norskum veiðiskipum.
Gabrielson er nú í Alasundi til að ganga frá samningum við útgerðirnar þar. Síldin á að afhendast á tímabilinu frá 18. júlí ti1 3. ágúst og kosta 4 kr. íssöltuð tunna.
Tómar tunnur kosta þá 2,50, salt 0,70, flutningsgjald 2,50 og ýmis kostnaður 0,30.
Kostar þá tunnan komin á höfn í Svíþjóð aðeins 10 kr. norskar. Er af þessu fullljóst, að ógerningur er fyrir oss Íslendinga að keppa á hinum sænska markaði með þeim framleiðslukostnaði sem hér er á síldinni.
Siglfirðingur, 25. júní 1932
Krossanesverksmiðjan.
Þegar það fréttist til Eyjafjarðar, að líkindi væru til að verksmiðjan "Ægir" yrði ekki rekin í sumar, sendi hreppsnefndin i Glæsibæjarhreppi Holdö framkvæmdastjóra tilkynningu um það, að hún væri fús til ívilnana frá sinni hendi, ef verksmiðjan fengist þá frekar til að starfa í sumar.
Herma fregnir að hreppsnefndin hafi boðið að verksmiðjan yrði leyst frá útsvarsskyldu til hreppsins, - og verkamenn þar hafi jafnframt boðið að lækka kaup sitt niður í 1 kr. um klukkustund.
Fregn frá Akureyri í gær, hermir, að skeyti hafi komið frá Holdö, þess efnis, að hann vildi reka verksmiðjuna með þessum ívilnunum, en að stjórn verksmiðjunnar væri því mótfallin, sökum slæmra söluhorfa.
Mun því allt óvíst enn um rekstur verksmiðjunnar, en ef svo fer, að "Ægir" verður rekin en ekki ríkisverksmiðjurnar þá er fyrirsjáanlegt, að það dregur enn meira úr söltun hér.
Siglfirðingur, 25. júní 1932
Goos-verksmiðjuna,
aðra hefir Steindór Hjaltalin leigt í sumar og ætlar að bræða þar síld af sínum skipum og nokkrum fleiri.
Hefir Verkamannafélag Siglufjarðar fallið frá því ákvæði kauptaxtans gagnvart honum, að hann tryggði þeim verkamönnum sem hann notar, nokkurn ákveðinn vinnutíma, og jafnframt gefið Hjaltalín leyfi til að ráða mennina í ákvæðisvinnu við verksmiðjuna.
Siglfirðingur, 25. júní 1932
Dr. Pauls-verksmiðjan
Eftir því sem umsjónarmaður verksmiðjunnar skýrir blaðinu frá eru því miður litlar eða engar líkur til að verksmiðjan verði starfrækt i sumar.
Einherji, 13. júlí 1932
Ríkisverksmiðjan
tók til starfa i dag. Hefir Sveinn Benediktsson sagt sig úr stjórn verksmiðjunnar en i hans stað mun í ráði að skipa Siglfirðing.
Menn fagna því um land allt, að þessu máli varð komið rétt horf og þó einkum Siglfirðingar.
Mun óhætt að fullyrða að Þormóður Eyjólfsson eigi mestan þátt í því að samningar komust á.
Er það vel að viturlegustu ráðin í þessu máli hafa komið frá Siglufirði.
Einherji, 19. júlí 1932
Í gær, 18. júlí voru liðin 25 ár frá því Sören Goos hóf starfsemi sína hér í Siglufirði.
Því miður eru ekki þær ástæður fyrir hendi, er með þyrfti, til að rekja hér starfssögu þessa atorkumanns. þó skal þess getið, að hann hefir notið vinsælda hér, jafnt verkafólks sem annarra, kaupgreiðslur hafa jafnan verið í besta lagi af hans hálfu og enginn einn maður hefir greitt jafnmikið fé til þessa bæjar og hann, bæði í verkalaunum og opinberum gjöldum.
Hefði verið gaman að geta sýnt þær upphæðir hér, en þess er ekki kostur. Sören Goos dvelur hér í bænum nú og vill Einherji flytja honum heillaóskir í tilefni af þessari aldarfjórðungs starfsemi hans.
Fréttir í Siglfirðing, 30. júlí 1932
Síldveiðin.
Um síðustu helgi var búið að salta 927 tunnur og verka á annan hátt 4.776 tunnur, mest eða allt til Þýskalands og hefir sú síld mestmegnis verið send út jafnóðum. Í bræðslu höfðu verð lagðir 74.062 hektólítrar. -
Síldin hefir verið mögur fram að þessu, 15-17 prc. fitumagn, og hafa margir látið sér hægt með söltun.
Þessa viku hafa verið austan drif og því veiðst minna af þeim ástæðum, sérstaklega til söltunar, því mikið af síldinni hefir að þessu veiðst á Húnaflóa, en varla að mótorskip komi með söltunarhæfa síld þaðan þegar þau þurfa að sækja þá löngu leið gegn sjó og vindi. Nokkur skip hafa tekið síld á Skagafirði og á Eyjafirði síðustu dagana.
Talsvert ber á smásíld (3-5 ára) innanum stórsíldina, og nokkur skip hafa tekið fullfermi eða því nær, af eintómri millisíld, en ekki nýtist hún til söltunar. - Reknetasíld veiddist talsvert á þriðjudagsnóttina, en annars litið, því nætur eru of bjartar enn.
Nokkuð af síld þeirri sem hér hefir verið söltuð er vægast sagt miður góð vara og er það illa farið að útflytjendur eru svo skammsýnir að spilla markaðinum á þennan hátt.
Útgerð Norðmanna hér við land mun aldrei hafa verið meiri en nú. Veiði útlendinga hefir gengið allvel.
Hafa Norðmenn, Finnar og Eistar sent héðan nokkra farma af herpinótasíld, en reknetaskipin eru nú að byrja veiðar.
Fréttir í Siglfirðing, 30. júlí 1932
Bræðslurnar .
Ríkisverksmiðjan hefir nú tekið á 50.000 málum. Steindór Hjaltalín tekið móti 12.085 málum í Goos-verksmiðjunni. Báðar hafa verksmiðjurnar gengið tafalaust og ríkisverksmiðjan varla haft við að taka á móti.
Krossanesverksmiðjan sem stöðvuð var um síðustu helgi að tilhlutun kommúnista þar, tók aftur til starfa í vikunni, og er kaupgjald þar kr. 1,10 á klukkustund fyrir 10 stundir og kr. 1,30 fyrir 2 stundir, jafnt nætur sem dagvakt.
Fréttir í Siglfirðing 6. ágúst 1932
Síldveiðin
Óvenju mikið veiddist af síld fyrrihluta vikunnar. Var hún mjög skammt sótt, stundum rétt út í fjarðarmynnið. Mátti kallast óslitin söltun á sumum stöðvunum, frá því á sunnudag til miðvikudagskvölds.
Mest var söltunin 3. ágúst 13.164 tunnur yfir sólarhringinn. Reknetaveiði hefir og verið allmikil þessa viku, mest á fimmtudaginn í óveðrinu. Fengu þá flestir bátarnir mikla síld.
Mestöll síldin er flutt út nokkurn veginn jafnótt og hún er söltuð. Tók Dettifoss hér milli 3 og 4 þúsund tunnur og Íslandið um 3 þúsund tunnur. Auk þess hafa erlend flutningsskip tekið hér heila farma.
Búið var að salta hér á föstudagskvöld 32.947 tunnur. Krydda 6.431 tunnur, Sykursalta 1.202 tunnur, Þýskalandsverkað 11.318 tunnur, magadraga 673 tunnur og hreinsa 731 tunnur - samtals 53.302 tunnur.
Í bræðslu var búið að leggja upp 60.000 mál til ríkisverksmiðjunnar og 13.200 mál til Hjaltalín. - Búið var að verka á öllu landinu á hádegi í gær um 76,000 tunnur af allri síld.
Fréttir í Siglfirðingi, 13. ágúst
Síldveiðin
Kl. 12 í gærkvöldi var síldveiðin hér í Siglufirði orðin sem hér segir:
Saltað: 54,044 tunnur. sérverkað 48,231 tunnur. lagt upp í Ríkisverksmiðjuna 82,000 mál og til Hjaltalíns 17,000 mál.
Siglfirðingur 15. október 1932
“Forvitinn”
(Þormóður Eyjólfsson?) er að spyrja um það í síðasta tölublaði Einherja, hver hafi verið fulltrúi ríkisstjórnarinnar í Síldarverksmiðjustjórninni.
Blaðið upplýsir það rétt að það var Sveinn Benediktsson. Hann var fulltrúi fyrir 1½ miljón sem ríkissjóður lagði í byggingu verksmiðjunnar, Guðmundur Skarphéðinsson, fyrir þeim 200 þúsundum sem Siglufjarðarkaupstaður lagði fram - en Þormóður Eyjólfsson var fulltrúi fyrir Einkasöluna sálugu, sem ekkert lagði fram til verksmiðjunnar, nema Þormóð! -
Hann fékk líka fyrir þennan bitling 5.000 kr. fyrsta árið, og hefir verið giskað á að það samsvari 100 krónum um klukkustund, fyrir þá vinnu, sem hann lagði fram í stjórn verksmiðjunnar, - Það mætti með sanni segja að það hafa verið "blessaðar stundir".
Einherji, 28. september 1932
Ríkisverksmiðjan hefir nú lokið bræðslu á þeirri síld er henni hefir borist í sumar. Stóð bræðslan yfir nákvæmlega í 10 vikur og má það kalla i vel að verið. Alls hefir verksmiðjan brætt 137.500 smálestir síldar eða 2.300 mál til jafnaðar á sólarhring. Er það 450 málum meira til jafnaðar á sólarhring en í fyrra.
Úr þessari síld hefir verksmiðjan framleitt 28.750 poka síldarmjöls á 100 kg. og um 14.500 föt síldarlýsis.
Öll framleiðsla verksmiðjunnar mun þegar seld að undanskildum ca 6-7 þúsund pokum og um 1.000 lýsisfötum.
Rekstur verksmiðjunnar hefir því verið í allra besta lagi og gengið mun betur en horfur voru á í vor.
Er gleðilegt að svo vel og giftusamlega rættist fram úr þeim málum. Afurðaverðið hefir orðið betra en á horfðist. Sérstaklega hefir lýsið selst betur en búist var við.
Siglfirðingur 24. desember 1932 -- Auglýsing
SÍLDARMJÖL
Þeir sem þurfa að nota síldarmjöl, og ætla að kaupa það hjá okkur, eru vinsamlega beðnir að panta það sem fyrst.